39 – SSV stjórn

admin

39 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur SSV, miðvikudaginn 9. febrúar 2005.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, miðvikudaginn 9. febrúar 2005 og hófst fundurinn kl. 16:00. Mættir voru: Helga Halldórsdóttir, Kristján Sveinsson, Jón Gunnlaugsson, Þorsteinn Jónsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Sigríður Finsen.  Ólína Kristinsdóttir boðaði forföll og komst varamaður hennar ekki.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Ársreikningur SSV 2004.
3. Svæðisáætlun  um meðhöndlun úrgangs.
4. Erindi frá Landvernd.
5. Ferðamálasamtök Vesturlands, tilnefning í stjórn.
6. Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins
7. Málefni atvinnuráðgjafar.
8. Umsagnir þingmála
9. Framlagðar fundargerðir.
10. Önnur mál.

 

Fundargerð síðasta fundar 15.12.2004.
Lögð fram til samþykktar fundargerð síðasta stjórnarfundar frá 15. des. 04.

 

Ársreikningur SSV 2004.
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga SSV fyrir árið 2004.  Heildartekjur voru 49.743.541 kr.  Heildargjöld fyrir fjármagnsliði voru 48.314.545 kr. Fjármunagjöld kr. 45.350.  Hagnaður kr. 1.383.646.  Reikningurinn samþykktur samhljóða.

 

Svæðisáætlun  um meðhöndlun úrgangs.
Hrefna skýrði frá vinnu sem hafin er við sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Fjögur sorpfyrirtæki hafa lagst á eitt með að vinna þessa áætlun en þau eru Sorpurðun Vesturlands hf., Sorpa bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Sorpstöð Suðurlands.  Svæðið afmarkast af Gilsfjarðarbotni í vestri og Jökulsá á Sólheimasandi í austri.  Verkefnið nær til 43 sveitarfélaga með um 232 þúsund íbúa, eða um 80% þjóðarinnar.

Nokkrar umræður urðu um sláturúrgang.

 

Erindi frá Landvernd.
Erindi lagt fram frá Landvernd varðandi tilnefningu á landshlutablómi.  Stjórn SSV telur það ekki verkefni stjórnar að tilnefna landshlutablóm.

Ferðamálasamtök Vesturlands, tilnefning í stjórn.
Dagný Þórisdóttir hefur beðist lausnar úr stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands.  Nýr stjórnarmeðlimur tilnefndur af SSV er Þórvör Embla Guðmundsdóttir.

 

Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Helga Halldórsdóttir fór yfir stöðu mála.  Nokkrar umræður urðu um sameiningarmál í landshlutanum og viðhorf til þeirra.

 

Málefni atvinnuráðgjafar.
Ólafur Sveinsson fór yfir verkefni atvinnuráðgjafar.
Frumkvöðlanámskeið haldið í Laugagerðisskóla 29. og 30. jan.  Nemendur skiluðu af sér viðskiptaáætlun og kynningu.  Verkefnið heppnaðist vel.
Vaxtarsamningur.  Vinna við vaxtarsamning er í gangi.
Klasaverkefni er í fullum gangi.
Skoðun á atvinnuþátttöku kvenna.  Verið er að vinna að verkefni varðandi Menntasmiðju kvenna.  Um er að ræða verkefni sem gæti nýst í skoðun á atvinnuþátttöku kvenna á Vesturlandi.  Stefnt mun verða að því að ljúka Menntasmiðjuverkefninu fyrst.
Landbúnaðarráðstefna: Stefnt að undirbúningi landbúnaðarráðstefnu og hefja undirbúning á næstu dögum.  Ólafi falið að vinna áfram að ráðstefnunni. 
Ekki hefur ennþá tekist að koma á sjávarútvegsráðstefnu á Snæfellsnesi.  Frestað.

 

Umsagnir þingmála
Tillaga til þingsályktunar um úttekt á vegagerð og veggjöldum.

Framlagðar fundargerðir.
Sorpurðun Vesturlands 4. feb. 2005.

 

Önnur mál.
Viðhorf innflytjenda á Vesturlandi ?

Borist hefur óformlegt erindi frá FV varðandi hugsanlega þátttökku SSV á viðhorfskönnun innflytjenda á Vesturlandi.  FV og SSA hafa komið að samskonar könnun á sínum svæðum.  Stjórn hafnar þátttöku í verkefninu.  Framkvæmdastjóra falið að skoða málið nánar á grundvelli umræðna.

 

Samgöngumál.
Rætt var um samgöngumál vítt og breytt.  Samþykkt að óska eftir fundi með samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsyni, og formanni fjárlaganefndar, Magnúsi Stefánssyni.

 

Ólafur sagði frá undirbúningi málþings um siglingu ferju um Breiðafjörð.  Óskað hefur verið eftir því að SSV komi að undirbúningi.  Stefnt að því að halda málþingið á Patreksfirði nú síðar í mánuðinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.