35 – SSV stjórn

admin

35 – SSV stjórn

Fundargerð
Stjórnarfundur SSV var haldinn á skrifstofu SSV, Bjarnarbraut 8, þann 25. ágúst 2004, kl. 10:00. Mætt voru: Helga Halldórsdóttir (HH), Sveinbjörn Eyjólfsson (SE), Kristján Sveinsson (KS), Jón Gunnlaugsson (JG), Guðrún Jóna Gunnarsdóttir (GJG), Ólafur Sveinsson (ÓS) og Ásthildur Sturludóttir (ÁS) sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Sigríður Finsen, Ásbjörn Óttarsson og Jón Þór Lúðvígsson

Dagskrá
1. Fundargerð síðasta fundar var tekin fyrir og samþykkt.


2. Bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Framlögð ályktun frá aðalfundi BV um förgun á plasti af heyrúllum.

3. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti vegna kostnaðar um skýrslu um sameiningarmál.
HH og ÁS fóru yfir málið.

4. Kynning á Noregsferð SSV í september 2004.
Ásthildur kynnti málið og sagði frá skipulagi. Nokkrir stjórnarmenn munu fara til Noregs. Þrír starfsmenn SSV munu fara til Noregs. Stjórn samþykkir að þeir fari. SE lagði til að fjallað yrði um ferðina á aðalfundi SSV.

5. Samgöngumál.
HH ræddi um þær miklu breytingar á samgöngukerfinu  sem erru fyrirliggjandi með aukningu á landflutningum á kostnað sjóflutninga. Miklar umræður urðu um málið. Nauðsynlegt að álykta um málið á aðalfundi.

6. Aðalfundur SSV 2004.
Ákveðinn þann 21. október í Stykkishólmi. Miklar umræður fóru fram um dagskrá fundarins. Drög að dagskrá sett upp.
 
7. Ráðstefna um sjávarútvegsmál.
ÁS kynnti minnisblað um sjávarútvegsráðstefnu sem halda á í kjölfarið á aðalfundi SSV í haust. Stefnt er að því að ráðstefnan verði með svipuðu sniði og ráðstefnan um Samfélag og stóriðju sem haldin var síðasta vor. Nokkrar umræður urðu um málið og efni og fyrirlesara ráðstefnunnar. Samþykkt að fela ÁS að vinna áfram að málinu.

 

8. Staða ályktana aðalfundar 2003.
Ásthildur dreifði og fór yfir ályktanir frá síðasta aðalfundi og hvað hefði áunnist á árinu. Lagt fram til kynningar.

 

9. Málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar.
ÓS sagði frá hugmyndum og dreifði mögulegum spurningum í skoðanakönnun vegna sameiningarmála. Könnunin kostar 300 þúsund kr. +vsk. Sveitarfélög geta keypt spurningar fyrir 37.500 kr.+vsk. Lagt fram til kynningar. Niðurstöður könnunar ættu að liggja fyrir í lok september. Stjórn samþykkir að láta framkvæma þessa könnun.
ÓS sagði frá skýrslu um almenningssamgöngur en hún er nú til yfirlestrar hjá bæjar og sveitarstjórum.
ÓS sagði frá Hvalfjarðargangaskýrslu sem verður kynnt í september á Akranesi.
ÓS lagði einnig fram minnispunkta um Framtíðarsýn Vesturlands/Byggðaáætlun/Vaxtasamning Vesturlands.

 

10. Frá öðrum landshlutasamtökum
a. Fundargerð SASS frá 6. ágúst sl.
b. Boð á fjórðungsþing Vestfirðinga 3.-4. september.
c. Boð á aðalfund SSNV
d. Boð á aðalfund SASS
Framkvæmdastjóra falið að senda þessum aðalfundum skeyti með góðum óskum um gott gengi á fundunum.

11. Önnur mál.
SE ræddi um mikilvægi þess að menn kynntu sér málefni annarra landshlutasamtaka og hverju þau væru að vinna að.
HH fór yfir málefni héraðsfréttablaða. Nokkur umræða varð um málið.

 

Engin önnur mál tekin fyrir.

 

Fundi slitið kl. 11:50.