32 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð SSV
Stjórnarfundur SSV, haldinn á skrifstofu SSV
föstudaginn 13. febrúar 2004.
Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á skrifstofu SSV, föstudaginn 13. febrúar 2004 kl. 9:30.
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir (ÓS), Kristján Sveinsson (KS), Davíð Pétursson (DP), Sigríður Finsen(SF). Sveinbjörn Eyjólfsson boðaði forföll og mætti Davíð Pétursson á fundinn sem varamaður hans. Jón Gunnlaugsson boðaði forföll og gat varamaður hans ekki mætt. Guðrún Jóna Gunnarsdóttir og Ásbjörn Óttarsson boðuðu forföll. Auk þess voru Hrefna B. Jónsdóttir (HBJ), Ólafur Sveinsson (ÓS) og Ásthildur Sturludóttir (ÁS) sem ritaði fundargerð á fundinum.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Ársreikningur SSV 2003.
2. Menningarmál
3. Erindi Reykholtshátíðar.
4. Ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti.
5. Prókúrubreyting.
6. Fundur LHS með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
7. Bifreiðakaup.
8. Bréf Vegagerðarinnar
9. Bréf Hvalfjarðarstrandarhrepps.
10. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
11. Málefni atvinnuráðgjafar:
12. Fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi til Noregs !.
13. Umsagnir þingmála
14. Framlagðar fundargerðir.
15. Framlögð erindi
16. Önnur mál.
1. Ársreikningur SSV 2003.
Hrefna Bryndís Jónsdóttir skýrði ársreikninga SSV vegna ársins 2003. Rekstrarafgangur ársins er kr. 1.004.599. Heildartekjur eru 42.749.177. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði kr. 41.721.055. Eignir samtals kr. 20.396.067. Umræður urðu um reikninginn og var hann svo samþykktur samhljóða.
2. Menningarmál
Þann 8. janúar sl. var sent erindi til menntamálaráðherra þar sem stjórn SSV óskar eftir fundi með ráðherra um væntanlegan menningarsamning milli menntamálaráðuneytisins og SSV. Erindið hefur verið ítrekað við ráðuneytið en enn hafa ekki borist formleg svör. SSV býður eftir svari frá menntamálaráðuneyti um fund.
3. Erindi Reykholtshátíðar.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, stjórnandi Reykholtshátíðar, sækir um 100.000 kr. styrk til Reykholtshátíðar sem haldin verður í júlí í Reykholti. Hrefna Bryndís Jónsdóttir fór yfir málið. Nokkrar umræður urðu um málið. Til máls tóku HH, HBJ, SF, KS.
Samþykkt var að styðja verkefnið um 50 þúsund krónur.
4. Ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti
Borist hefur erindi frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnslu tillagna um sameiningarkosti á Vesturlandi. Málið var rætt töluvert. Til máls tóku HH, SF, HBJ, DP, ÓS, KS. Stjórnin samþykkti málið.
Stjórnin samþykkir eftirfarandi bókanir:
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi leggur áherslu á að tillögur um verk-og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga liggi fyrir sem allra fyrst. Stjórnin hefur áhyggjur af auknum verkefnum sveitarfélaga án hækkunar á fjárframlögum frá ríki. Stjórnin mótmælir einhliða ákvörðunum ríkisvaldsins er varða lækkun á fjárframlögum til einstakra verkefna sveitarfélaga.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkir að kannað verði hvernig SSV geti komið að vinnu við það undirbúningsferli sem í gang er að fara sbr. bréf Félagsmálaráðuneytisins til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, frá 22. janúar 2004. Stjórn SSV lýsir sig reiðubúna að ganga til samstarfs við nefndina og felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu.
5. Prókúrubreyting
Samþykkt samhljóða að Ásthildur Sturludóttir, kt. 100674-3199, taki yfir prókúru SSV til ársloka 2004.
6. Fundur LHS með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Framkvæmdastjóri sagði frá fundi fulltrúa landshlutasamtakanna og sparisjóðanna á fundi með Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis 3. febrúar sl. Þann fund sátu Kristinn Jónasson og Hrefna B. Jónsdóttir fh. SSV.
7. Bifreiðakaup
Hrefna fór yfir málið. Stjórnin samþykkir að endurnýjun bifreiðar.
8. Bréf Vegagerðarinnar
Samgönguráðuneytið óskaði umsagnar um ályktanir aðalfundar SSV hjá Vegagerðinni. Þann 25. nóvember sl. barst svar Vegagerðarinnar til ráðuneytisins sem framsendi umsagnirnar til sveitarfélaganna á Vesturlandi. Stjórn SSV lýsir ánægju sinni yfir að umsagnir hafi borist á ályktunum aðalfundar SSV frá samgönguráðuneyti.
9. Bréf Hvalfjarðarstrandarhrepps
Lagt fram bréf frá Hvalfjarðarstrandarhreppi varðandi umsögn Vegagerðarinnar um ályktanir samgöngunefndar frá aðalfundi SSV, 10. okt. 2003. Vísað til samgöngunefndar SSV.
10. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs
HBJ sagði frá fundi Umhverfisstofnunar þar sem drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs voru kynnt. Fundurinn var haldinn í Reykjavík, 21. janúar sl. HBJ sagði frá samráðsnefnd um framkvæmd laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgagns.
11. Málefni atvinnuráðgjafar
ÓS fór yfir málin.
Átaksverkefni – Byggðastofnun. Niðurstaða kemur í málið í lok febrúar.
Klasaverkefni Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.
Skrefi framar á Vesturlandi.
Fyrirkomulag almenningssamgangna á Vesturlandi eftir ágúst 2005.
ÓS fór yfir þetta mál og lagði til að SSV vinni þessa skýrslu í samstarfi við sveitarfélögin. Stjórnin samþykkir að SSV-Þróun og ráðgjöf fari í vinnu á þessu verkefni.
ÁS sagði frá Young Entrepreneur Factory og ferð ungmenna af Vesturlandi til Grænlands.
12. Fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi til Noregs
Nokkur umræða varð um málið. HH, HBJ, SF, KS og DP tóku til máls um málið. Almennur áhugi stjórnar. Rætt um að fara mánaðarmótin ágúst-sept. Rætt um að fá Pál Brynjarsson til aðstoðar við skipulagningu. Framkvæmdastjóra falið að senda út bréf til sveitarstjórna til þess að kanna áhuga.
13. Umsagnir þingmála
a. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði, 306 mál.
b. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
c. Tillaga til þingsályktunar um ferðasjóð íþróttafélaga.
d. Frumvörp til laga um íslenska táknmálið.
e. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun.
f. Tillaga til þingsályktunar um jarðgöng undir Vaðlaheiði.
g. Tillaga til þingsályktunar um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu.
14. Framlagðar fundargerðir
Starfshóps um endurskoðun á samstarfssamningi sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur Fjölbrautaskóla Vesturlands. 02.02.04.
HH fór yfir málið. HBJ fór einnig yfir málið.
Eyþing. 26.01.04 og 05.02.04.
Símenntunarmiðstöðvarinnar, 08.01.04
HBJ sagði frá nýjungum hjá Símenntunarmiðstöðinni og að til standi að ráða nýjan starfsmann í sérverkefni.
15. Framlögð erindi
Umburðarbréf Menntamálaráðuneytisins athygli vakin á Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta.
Tilkynning varðandi starfsmannamál SSV.
16. Önnur mál
HH ræddi hvort SSV og Búnaðarsamtökin kæmu að átaksverkefnum í sameiningu. Ákveðið að skoða málið frekar.
ÓS ræddi um Byggðaáætlun fyrir Vesturland/stefnumótun fyrir Vesturland. Stjórn upplýst síðar um málið.
SF ræddi um málefni Vesturlands og nauðsyn þess að gera Vesturland sýnilegra.
Stjórn SSV samþykkir að unnið verði að útfærslu við vinnslu á byggðaáætlun fyrir Vesturland.
HBJ sagði frá opnun á RÚV-veri hjá Gísla Einarssyni í Borgarnesi.
Fundi slitið klukkan 11.50.