9 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
STJÓRNARFUNDUR SSV
Haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 25. apríl 2001.
Stjórnarfundur SSV verður haldinn á skrifstofu SSV, Borgarnesi, miðvikudaginn 25. apríl 2001 kl. 15.
Mætt voru. Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason Gunnar Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Jónasson, Sigurður Valgeirsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. Jónas Guðmundsson boðaði forföll.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Samstarfsvettvangur Vesturlands
2. Menningarmál.
3. Fjármál samtakanna.
4. Málefni atvinnuráðgjafar
Erindi Borgarbyggðar
Nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi.
Viðvera atvinnuráðgjafa.
HAB
5. Tilnefning nýs fulltrúa í svæðisráð um málefni fatlaðra.
6. Umsagnir þingmála:
5. Framlagðar fundargerðir.
6. Framlögð innkomin erindi og bréf.
Frá félagsmálaráðuneyti varðandi nefnd sem endurskoðar lög um Jöfnunarsjóð.
Afrit af bréfi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til menntamálaráðherra.
7. Önnur mál.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Samstarfsvettvangur Vesturlands
Send hafa verið út bréf til fyrirtækja og stofnana þar sem viðkomandi hefur verið boðin þátttaka í SV. Aðeins hafa borist 7 svör af 24. Samþykkt var að ítreka erindið.
Menningarmál og erindi Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.
Borist hefur erindi frá Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit þess efnis að ATSSV komi að því að undirbúa og gera tillögur að verkefnum sem geti lagt grunninn að samningi um menningarstarf svæðisins við ríkisvaldið. Starfsfólk ATSSV hefur komist að því að hagkvæmast er að vinna þetta verkefni fyrir landshlutann í heild. Stjórnarmenn tóku vel í þetta mál og var samþykkt eftirfarandi bókun.
Stjórn SSV leggur til að farið verði út í þá vinnu að móta stefnu í menningarmálum á Vesturlandi ef áhugi reynist hjá sveitarfélögunum á svæðinu. Mótuð verði stefna, verkefninu sett skýr og mælanleg markmið og erindi Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar fellt inn í þá vinnu. Verkefnið verði unnið á þeim forsendum sem fram voru settar í bréfi sem sent var til sveitarstjórna dags. 5. apríl 2001.
Fjármál samtakanna.
Formaður sagði frá því að hann hefði verið í sambandi við Guðjón Guðmundsson, alþingismann og stjórnarmann í Byggðastofnun, og rætt við hann hversu erfitt það væri að hafa ekki fast í hendi framlög Byggðastofnunar til atvinnuráðgjafastarfseminnar í landinu. Ákveðið var að senda stjórn Byggðastofnunar erindi og vekja athygli á þessu máli.
Málefni atvinnuráðgjafar
Nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi.
Auglýst hefur verið eftir nýsköpunarverkefnum á Snæfellsnesi og hafa 5 umsóknir borist. Ólafur Sveinsson kynnti verkefnin og fór yfir möguleika þeirra. Ekki er hægt að taka afstöðu til þess hversu há upphæð getur farið til verkefnisins einkum m.t.t. þess að fjárframlög Byggðastofnunar til Atvinnuráðgjafarinnar eru ekki skýr. Guðrún Jónsdóttir sagði þetta ánægjuleg verkefni sem ATSSV væri að vinna að víðsvegar um Vesturland en ítrekaði það að Borgarfjarðarsvæðið hefði enn ekki komist að með verkefni en hefði fullan hug á því.
Viðvera atvinnuráðgjafa.
Lagt var fram tímaplan yfir viðveru atvinnuráðgjafa á Akranesi og Snæfellsnesi. Hrefnu var falið að koma viðveruplaninu á framfæri við sveitarfélögin svo þau geti komið þessu vel á framfæri í heimabyggð. Einnig að auglýsa viðveruna í staðarblöðum.
Eftirspurnarspá fyrir HAB
Vífill Karlsson sagði frá verkefni sem hefur veirð unnið hjá Atvinnuráðgjöf. Verkefni þetta var unnið fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og er spá um hvernig eftirspurn muni þróast í náinni framtíð á veitusvæðinu.
Tilkynning nýs fulltrúa í svæðisráð um málefni fatlaðra
Formaður sagði frá tilnefningu nýs fulltrúa í svæðisráð um málefni fatlaðra. Brit Bieltvedt, fyrrum félagsmálastjóri Borgarbyggðar, tilkynnti úrsögn sína úr svæðisráði og hefur Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri Borgarbyggðar, verið tilnefnd.
Umsagnir þingmála:
Frumvarp til laga um vátryggingarsamninga og viðlagatryggingu Íslands
Frumvarp til laga um umgengni um nytjastofna sjárvar,
Þingsályktun um tólf ára samfellt grunnnám
Frumvarp til laga um eldi nytjastofna sjávar,
Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (lágmarkstærð sveitarfélaga.)
Frumvarp til laga um umgengni um nytjastofna sjávar,
Frumvarp til stjórnskipunarlanga, þjóðaratkvæðagreiðslur,
Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, mál einkafjármögnun og rekstrarleiga,
Þingsályktun um áframeldi á þorski,
Þingsályktun um villtan mink,
Þingsályktun um fjárhagslegan aðskilnað útgerðar og fiskvinnslu,
Frumvarp til laga um húsnæðismál,
Framlagðar fundargerðir.
Lagðar voru fram fundargerðir frá Sorpurðun Vesturlands, UKV og Símenntunarmiðstöðinni.
Framlögð innkomin erindi og bréf.
Frá félagsmálaráðuneyti varðandi nefnd sem endurskoðar lög um Jöfnunarsjóð.
Afrit af bréfi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til menntamálaráðherra.
Ályktanir frá fulltrúaráðsfundi SÍS 29.03.2001.
Gísli Gíslason reifaði vanda Fjölbrautaskóla Vesturlands en skólinn er í fjárhagsvanda. Nokkur umræða varð um þetta mál og samþykkti fundurinn að senda eftirfarandi ályktun til menntamálaráðuneytisins og þingmanna Vesturlands.
Stjórn SSV, lýsir yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu Fjölbrautaskóla Vesturlands og hvetur menntamálaráðherra og þingmenn til að vinna ötullega að lausn málsins. Stjórnin minnir á mikilvægi þess að skólinn haldi úti öflugu verknámi samhliða bóklegu námi en til þess að svo megi vera þarf fjárhagsgrundvöllur skólans að vera traustur.
Hrefnu var falið að senda erindið til þingmanna og ráðherra.
Önnur mál.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 29.03.01.
Formaður sagði frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 29.03.01. Meðal þess sem rætt var á fundinum var samstarf landshlutasamtakanna í nýju kjördæmunum. Niðurstaða stjórnarfundarins var að hafa samband við nefndarmenn frá FV og SSNV með það í huga að hitta þá og þingmenn hins nýja Norðvestur kjördæmis.
Staða orkumála.
Kristinn Jónasson bar upp erindi þess efnis hvort Atvinnuráðgjöfin gæti unnið yfirlit yfir stöðu orkumála í ljósi breytinga á lögum um raforkumál. Erindinu var vel tekið.
Fjármál Símenntunarmiðstöðvarinnar
Lagðir voru fram ársreikningar Símenntunarmiðstöðvarinnar. Aðalfundur var haldinn 6. apríl sl. Nokkuð rekstrartap varð á rekstrinum sem er áhyggjuefni.
Menningarlandið
Hrefna sagði frá ráðstefnu sem haldin verður á Seyðisfirði 14 – 15. maí n.k. undir yfirskriftinni ,,Menningarlandið – stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni”
Ráðstefnan er haldin í framhaldi af Skýrslu starfshóps um menningarmál á landsbyggðinni og gefin var út af menntamálaráðuneyti haustið 2000.
Fundarritari
Hrefna B Jónsdóttir.