9 – Sorpurðun Vesturlands

admin

9 – Sorpurðun Vesturlands

             F U N D A R G E R Ð
      Stjórnarfundur haldinn í Sorpurðun Vesturlans hf. miðvikudaginn 18. apríl 2001 kl. 15.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV, miðvikudaginn 18. apríl 2001 kl. 15.00.   Mættir voru: Einar Mathiesen, Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna B Jónsdóttir.
   Dagskrá fundarins er eftirfarandi.
1. Fundargerð stjórnarfundar.
2. Endurbætur á fokvarnarkerfi.  Álit VST.
3. Beiðni frá Ólöfu S Davíðsdóttur, leigjanda í Fíflholtum.
4. Fjármál Sorpurðunar.
5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr losun mengandi lofttegunda.
6. Önnur mál.
Fundargerð stjórnarfundar.
Lögð var fyrir fundinn fundargerð stjórnarfundar frá 9. mars og var hún samþykkt.
Endurbætur á fokvarnarkerfi.  Álit VST.
VST hefur farið yfir beiðni Gámaþjónustu Vesturlands um að leggja í endurbætur á fokvarnarkerfinu í Fíflholtum.  Samþykkt var að ráðast í endurbæturnar.  Framkvæmdastjóra var falið að kynna Gámaþjónustu Vesturlands niðurstöðu stjórnar og sjá til þess að verkið verði framkvæmt samkvæmt framkomnum áformum og kostnaðarliðum og fá VST til að taka verið út að því loknu.
Beiðni frá Ólöfu S Davíðsdóttur, leigjanda í Fíflholtum.
Borist hefur beiðni frá Ólöfu Davíðsdóttur um að fá að flytja dúfnakofa til Fíflholta og fá að girða af ½ hektara til trjáræktar.    Erindinu var hafnað.
Fjármál Sorpurðunar.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að Sláturfélag Vesturlands hefði greitt skuld sína við Sorpurðun Vesturlands.
Umsagnir þingmála.
Sorpurðun hefur verið send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að draga úr losun mengandi lofttegunda.  Fundarmenn lýstu stuðningi við meginmarkmið þingsályktunartillögunnar.
Önnur mál.
Umhverfisfegrun í Fíflholtum
Nokkur umræða varð um umhverfismál  í Fíflholtum.  Framkvæmdastjóra var falið að ræða við umhverfisfræðing og athuga með kostnað við að láta vinna úttekt á umhverfisskipulagi staðarins.  Bjóða þarf út málningarvinnu á skemmunni í Fíflholtum n.k. sumar.  Fylgja þarf því eftir að láta fjarlæga járnahaugana sem liggja á víð og dreif á jörðinni.  Taka þarf plast af rúllum sem standa nálægt þjóðveginum.
Skiltið sem setja á upp við Fíflholt er tilbúið en dregist hefur að setja það upp.  Framkvæmdastjóra var falið að fá það upp sett.
Framkvæmdastjóra var falið að skrifa bréf til sveitarfélaganna og tilkynna þeim gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands hf.
Lögð var fram sundurliðun á því sorpmagni sem að hefur borist til urðunar í Fíflholt til 31.12.2000.
Á næsta stjórnarfundi verður lögð fram sundurliðun sorpmagns frá 1.1. 2001.
Guðbrandur og Ríkharð hafa unnið að endurheimtun votlendis fyrir Sorpurðun.  Munnlegt samkomulag hefur verið gert við eigendur Saura um að fá að endurheimta tjarnir og er fyrirhuguð vísindaferð þangað til að athuga aðstæður betur.
Formaður reifaði hugmynd um að stjórnarmenn færu ferð um Vesturland í sumar, heimsæktu þéttbýlisstaðina og tækju út  aðstöðuna hjá sveitarfélögunum.  Hugmyndinni var vel tekið.
Fundi slitið
Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir.