5 – SSV stjórn

admin

5 – SSV stjórn

F U N D  A R G E R Ð
 

Mættir voru: Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Stefán Jónsson, Þórunn Gestsdóttir, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Sigurður Valgeirsson boðaði forföll og mætti varamaður hans Þórunn.  Sigríður Gróa og Kristinn Jónasson boðuðu einnig forföll.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Undirbúningur fyrir aðalfund að Laugum.
2. Ályktun stjórnar SSV til Fasteignamats.
3. Lagt fram ti kynningar bréf frá Dalabyggð.
4. Kostnaður vegna landshlutanefndar.
5. Önnur mál
Undirbúningur fyrir aðalfund að Laugum
Formaður lagði fram tillögu:
“Aðalfundur SSV haldinn að Laugum í Sælingsdal 27. október samþykkir að unnið verði að eftirfarandi markmiðum í starfi samtakanna.
1. Ekki verði gert ráð fyrir sérstöku starfi framkvæmdastjóra.  Forstöðumanni Atvinnuráðgjafar verði falið að gegna þeim störfum ásamt starfsfólki skrifstofunnar.
2. Gert verði ráð fyrir því að stjórnarmenn í UKV tilnefndir af sveitarfélögunum verði þrír og að þeir verði tilnefndir á aðalfundi SSV.
3. Stjórn SSV verði falið að skoða m.a. hvort eðlilegt sé að stofna sérstakt fyrirtæki um starfsemi atvinnuráðgjafar eða reka þá starfsemi með einhverjum öðrum hætti.  Jafnframt verði leitað leiða til að auka þjónustu atvinnuráðgjafar við Akranes  t.d. með verkefnabundnum framlögum eða með ráðgjafaþjónustu eins og áður var.
4. Hlutabréf í Speli verði seld.
5. Gert verði ráð fyrir að lækka framlög sveitarfélaga til SSV og stefnt verði að því að starfsemi SSV og nýs samstarfsvettvangs verði rekinn án framlaga frá sveitarfélögunum 2002.”
Eftir nokkrar umræður  meðal stjórnarmanna var ákveðið að gera breytingar á tillögunum.
Breyting var gerð á þriðju grein.
3. gr ,,Stjórn SSV verði falið að skoða m.a. hvort eðlilegt sé að stofna sérstakt fyrirtæki um starfsemi atvinnuráðgjafar eða reka þá starfsemi með einhverjum öðrum hætti.  Jafnframt verði leitað leiða til að auka þjónustu atvinnuráðgjafar við Akranes eins og áður var t.d. með verkefnabundnum framlögum eða með ráðgjafaþjónustu”
Breytingar urðu á 4. gr.
4. gr.  ,,Hlutabréf í Speli verði seld og sveitarfélögunum verði gefinn kostur á að kaupa þessa hluti  í hlutfalli við íbúafjölda”
Breytingar urðu gerðar á 5. grein :
5.gr.  Gert er ráð fyrir lækkun framlaga sveitarfélaga til SSV árið 2001 og stefnt verði að því að starfsemi SSV og nýs samstarfsvettangs verði rekin með framlögum úr Jöfnunarsjóði og öðrum sértekjum árið 2002, án framlaga sveitarfélaga”.
Stjórn gerði tillögur að nefndaskipan fyrir aðalfundinn.
Ályktun stjórnar SSV til Fasteignamats.
Á síðasta stjórnarfundi SSV var samþykkt ályktun þar sem  ,,hörmuð er sú ákvörðun Fasteignamats ríkisins að leggja niður stöður umdæmisstjóra á landsbyggðinni”.  Svarbréf hefur borist frá framkvæmdastjóra Fasteignamats ríkisins þar sem er m.a. ,,harmað er að SSV skuli ekki hafa aflað upplýsinga frá stofnuninni áður en ofangreind ályktun var samin og ályktunin byggi á misskilningi”  Stjórn SSV stendur við fyrri ályktun.
Lagt fram ti kynningar bréf frá Dalabyggð.
Borist hefur bréf frá Dalabyggð þar sem farið er fram á að þróunarverkefni sem verið hefur í gangi verði framlengt til 15. október á næsta ári.  Engin afstaða var tekin til erindisins og því vísað til nýrrar stjórnar SSV.
Kostnaður vegna landshlutanefndar um málefni fatlaðra.
Hrefna kynnti lauslega þá vinnu sem landshlutanefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra lagði í við að lesa yfir og gefa umsögn um fjögur frumvörp viðkomandi yfirfærslu í málefnum fatlaðra á Vesturlandi.  Nefndarmenn ákváðu að hvert sveitarfélag um sig myndi bera kostnað af sínu fólki í þessari vinnu en einn fulltrúi, sem er fulltrúi Þroskahjálpar/ÖBÍ, sótti þessa fundi á eigin kostnað en sat þó til hagsmunagæslu fyrir sína umbjóðendur og er skipaður af þeim.  Hann hefur leitað til formanns nefndarinnar, Bjargar Ágústsdóttur, og farið þess á leit að sér yrði greitt fyrir sitt framlag.  Stjórnin sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni.
Fundarmönnum voru afhent gögn frá vinnu landshlutanefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra á Vesturlandi.
Önnur mál
Hrefna kynnti stjórnarmönnum kynningarfund sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi, föstudaginn 17. nóvember n.k. kl. 14 en hann er haldinn vegna laga nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrigum.  Það er Skipulagsstofnun sem stendur fyrir fundinum.
Fundarritari
Hrefna B Jónsdóttir.