3 – SSV samgöngunefnd
F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefnd SSV, föstudaginn 9. mars 2001 kl. 16.
Fundur haldinn í Samgöngunefnd SSV, á Hótelinu í Borgarnesi föstudaginn 9. mars kl. 16. Mættir voru: Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, Þórður Þórðarson og Hrefna B Jónsdóttir. Sigurður Rúnar Friðjónsson boðaði forföll.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kosning formanns.
2. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
3. Önnur mál
1. Kosning formanns.
2. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
3. Önnur mál
Kosning formanns.
Aldursforseti nefndarinnar, Davíð Pétursson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann sagði fyrsta mál á dagskrá að kjósa formann fyrir nefndina. Gerð var tillaga um að Davíð yrði formaður og var það samþykkt.
Aldursforseti nefndarinnar, Davíð Pétursson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann sagði fyrsta mál á dagskrá að kjósa formann fyrir nefndina. Gerð var tillaga um að Davíð yrði formaður og var það samþykkt.
Staða framkvæmda á Vesturlandi.
Magnús þakkaði boðið á fundinn og bar kveðju frá Birgi Guðmundssyni. Hann fór yfir vegaáætlun, nýbyggingar, fyrir árin 2000 – 2004.
Magnús þakkaði boðið á fundinn og bar kveðju frá Birgi Guðmundssyni. Hann fór yfir vegaáætlun, nýbyggingar, fyrir árin 2000 – 2004.
Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum yfir því að Hringvegur Borgarfjarðarbraut-Grafarkot væri ekki framar í röðinni samkvæmt verkefnaáætlun en sú framkvæmd er á áætlun árið 2004.
Einnig væri slæmt að þessi framkvæmd væri ekki fyrr á ferðinni þar sem vegurinn væri ekki bara varasamur heldur væri lausaganga búfjár nokkur og menn héldu að sér höndum með girðingarvinnu af því að vegurinn ætti að breytast.
Einnig væri slæmt að þessi framkvæmd væri ekki fyrr á ferðinni þar sem vegurinn væri ekki bara varasamur heldur væri lausaganga búfjár nokkur og menn héldu að sér höndum með girðingarvinnu af því að vegurinn ætti að breytast.
Hálsasveitarv.Reykholtsd.-Húsafell er kafli sem er tvískiptur. Samkvæmt áætlun er sú framkvæmd á undan, árið 2002, sem er framar, þ.e. frá Stóra Ási að Húsafelli en neðrihlutinn, þ.e. frá Reykholti að Stóra-Ási á áætlun 2004. Fundarmenn voru sammála um að neðri hlutann ætti að taka á undan.
Kolfinna spurðist fyrir um hvort nokkuð hefði verið rætt um Kleifaveg innan Vegagerðarinnar en þingmönnum og Vegagerð hefði verið skrifað bréf vegna þess vegar á sl. ári og fengið jákvæð svör. Magnús sagðist hafa farið þarna um og skoðað en ekkert meira hefði gerst.
Þórður spurðist fyrir um viðhaldsframkvæmdir við veg frá Hvalfjarðargöngum að Akranesi. Hann væri orðinn mjög siginn. Magnús sagði að fyrir lægi að vinna áætlun um viðhald vega svo hann gæti lítið um það sagt að svo stöddu.
Sigríður Finsen sagði að Snæfellingar væru búnir að sýna mikla biðlund í vegamálum en nú væri að verða mikil bylting á samgöngumálum.
Kolfinna sagði mikla bót á því hvað meira væri gert fyrir tengivegi nú en áður og það væri jákvætt
Kolfinna sagði mikla bót á því hvað meira væri gert fyrir tengivegi nú en áður og það væri jákvætt
Magnús sagði að þegar malbiksvæðingin hefði farið í gang hefðu malarvegirnir lent í svelti en nú væri aftur komið rými til að sinna þeim.
Akurnesingar ræddu um Grunnafjörðinn. Það væri mikið hagsmunamál fyrir Vestlendinga alla að fá þann veg og lítið mál væri að fara út í þá framkvæmd þegar búið væri að leggja veg yfir Kolgrafarfjörð.
Miklar umræður urðu um þær áætlanir sem uppi eru auk þess að óskalisti nefndarmanna varð langur því svo virðist að margar framkvæmdir bíði vegagerðar á Vesturlandi í framtíðinni. Ljóst er hins vegar að Vestlendingar einir ráða ekki ferðinni og var nefnt að sumarbústaðaeigendur af höfuðborgarsvæðinu væru orðnir harður þrýstihópur.
Ákveðið var að forgangsraða verkefnum áður en þingmenn verða sóttir heim í vor.
Formaður sleit fundi.
Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir
Hrefna B Jónsdóttir