4 – Sorpurðun Vesturlands

admin

4 – Sorpurðun Vesturlands

  1. FUNDARGERÐ
    Stjórnarfundar í Sorpurðun Vesturlands hf.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 27. september kl. 15.30.  Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Hrefna Bryndís Jónsdóttir.  Einar Mathiesen boðaði forföll.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Reikningar
2. Þjónustusamningur við SSV.
3. Suðurlandsheimsókn, Kjötmjölsverksmiðjan.
4. Úttekt VST á verkefnum sem varða urðunarstaðinn í Fíflholtum.
5. Tiltekt á jörðinni Fíflholtum
6. Opnunartími urðunarstaðarins.
7. Hugsanleg heimasíða.
8. Íbúðarhús í Fíflholtum.
9. Önnur mál.
Íbúðarhús í Fíflholtum.
Í upphafi fundarins kom Ólöf Davíðsdóttir inn á fundinn, en hún leigir íbúðarhúsið í Fíflholtum, en hún lýsti ástandi íbúðarhússins og taldi upp atriði sem þyrfti að laga sbr. vatn, rafmagn, einangrun, glugga og bakdyr.
Í framhaldi af heimsókn Ólafar sagði formaður frá viðtali við Jón Ágúst Guðmundsson, VST, en hann sagði ekki ráðlegt að leggja fjármagn í húsið því það yrði afar kostnaðarsöm framkvæmd að gera það upp.  Niðurstaða fundarins var sú að hún fengi að búa áfram í íbúðarhúsinu eins og verið hefur en Sorpurðun myndi ekki leggja út í þá framkvæmd eða leggja út í neinn kostnað við húsið meira en orðinn er.
Framkvæmdastjóra var falið að gera húsaleigusamning við Ólöfu.
Guðbrandur Brynjúlfsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Reikningar
Reikningar Sorpurðunar lagðir fram samkvæmt samþykkt síðasta stjórnarfundar.
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri útskýrðu reikningana fyrir tímabilið 1.1. – 31.08.2000.
Þjónustusamningur við SSV.
Pétur Ottesen sagði frá viðræðum við formann stjórnar SSV varðandi hugsanlegan þjónustusamning milli SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf.  Framkvæmdastjóra og formanni var falið að útbúa þjónustusamning með ákvæðum um að hann sé uppsegjanlegur með stuttum fyrirvara.  Sú tillaga var samþykkt með greiðslur fyrir þjónustu SSV við Sorpurðun að greitt yrði  300.000 kr. fyrir þjónustu til síðustu áramóta og 70.000 kr. á mánuði frá 1.1.2000.
Suðurlandsheimsókn, Kjötmjölsverksmiðjan.
Þann 6. september sl. fóru Pétur Ottesen, Guðbrandur Brynjúlfsson, Hrefna B Jónsdóttir og Stefán Kalmansson bæjarstjóri í Borgarbyggð í heimsókn til Selfoss og skoðuðu nýja kjötmjölsverksmiðju í Hraungerðishreppi.  Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi og Einar Pálsson atvinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands tóku  á móti hópnum.
Guðbrandur, Hrefna og Pétur sögðu frá heimsókn þessari og spunnust út frá því umræður um urðun sláturúrgangs og möguleika á endurvinnslufarvegi fyrir hann.
Niðurstaða fundarins var að halda fund með sláturleyfishöfum á svæðinu í byrjun nóvember og ræða hugsanlega lausn á förgun sláturúrgangs.
Úttekt VST á verkefnum sem varða urðunarstaðinn í Fíflholtum.
VST hefur tekið út verktakasamning við Jónas Guðmundsson á Bjarteyjarsandi.  Komið hefur í ljós að eftir er að jafna út uppgreftri úr framræsluskurðum og uppmokstri úr hreinsigryfju og lagfæra þarf girðingu umhverfis urðunarstaðinn þar sem komið hefur í ljós að hún er ekki fjárheld.  Verktaki mun vinna að frágangi þessa verkefna á næstu dögum.
VST hefur einnig gert úttekt á hreinsikerfi fyrir sigvatn  Ganga þarf frá hreinsigryfju og nánasta umhverfi hennar.  Leggja þarf rörakerfi fyrir dælingu sigvatns og loftunarrör, eins og Iðntæknistofnun hefur lagt til.  Þá þarf að fylla í skurð ofan við hreinsigryfjuna og jafna yfirborð svæðisins.
Svæðið sem nú er notað undir sláturúrgang er að verða fullnýtt og ef ætlunin er að halda áfram að urða sláturúrgang verður að útbúa sérstaka gryfju með drenlögn og tengja við núvernadi safnlögn.
Formaður lagði fram þá tillögu að fá VST til að útbúa útboðslýsingu í verkin og fá tilboð í þau frá Jónasi.  Framkvæmdastjóra og formanni var falið að ganga til samninga við Jónas svo framarlega sem tilboðið fer ekki yfir áætlaðan kostnað samkvæmt útreikningum VST.
Tiltekt á jörðinni Fíflholtum
Rífa þarf og urða gamlar byggingar á jörðinni.  Gert er ráð fyrir að rífa kastala og útihús og urða í gryfju.    Framkvæmdastjóra og formanni var falið að ganga til samninga við Jónas svo framarlega sem tilboðið fer ekki yfir áætlaðan kostnað samkvæmt útreikningum VST.
Fjarlægja þarf járnúrgang á jörðinni og var framkvæmdastjóra falið að semja við Þorstein Eyþórsson um að fjarlægja þær í samráði við Guðbrand Brynjúlfsson.
Opnunartími urðunarstaðarins.
Á samráðsfundi sem haldinn var 8. ágúst með Þorsteini Eyþórssyni kom fram að sá opnunartími sem nú er í gildi er óhentugur.  Svo virðist sem að umferðin um staðinn sé mun meiri fyrri hluta dagsins og lítil sem engin seinnipartinn.  Ákveðið var að vísa til stjórnar tillögu um að breyta opnunartíma í 10 til 16.
Formaður fluttir eftirfarandi tillögu:

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf., haldinn á skrifstofu SSV þann 27. september árið 2000, samþykkir að breyta opnunartíma urðunarstaðarins í Fíflholtum þannig að framvegis verði opið frá kl. 10 – 16 opnunardaga í stað 13 – 18.

Tillagan var samþykkt með fyrirvara um breytingar ef þörf krefur.

Hugsanleg heimasíða.
Hrefna sagði frá því að verið væri að vinna að því að búa til heimasíðu fyrir SSV og Atvinnuráðgjöf og kynnti möguleika á því að tengja síðu fyrir Sorpurðun við SSV síðuna.  Þar gæti komið fram merki félagsins, fundargerðir, opnunartími urðunarstaðarins og jafnvel fréttatilkynningar.  Fundarmenn tóku vel í þessa hugmynd.
Önnur mál.
Formaður sagði frá bréfi sem Guðjón Ingvi skrifaði til Heilbrigðisnefndar Vesturlands þess efnis að Heilbrigðisnefnd Vesturlands annist t.d. framkvæmd mengunarmælinga í samráði við Hollustuvernd ríkisins.  Framkvæmdastjóra var falið að fylgja þessari beiðni eftir.
Kristinn Jónasson spurðist fyrir um hvernig gengi að útbúa skilti fyrir Sorpurðun sem yrði sett upp við Fíflholt.  Framkvæmdastjóra var falið að koma því verkefni í framkvæmd.
Kynnt merki og bréfsefni Sorpurðunar.
Ríkharð spurðist fyrir um verkefni varðandi endurheimt votlendis.  Ekkert liggur fyrir í því máli enn sem komið er.
Fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir.