24 – SSV stjórn

admin

24 – SSV stjórn

                         F U N D A R G E R Ð
          Stjórnarfundur SSV, 19. nóvember 2002.

Stjórnarfundur SSV, haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2002 kl. 16 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

Fundinn sátu:  Kristinn Jónasson, Dagný Þórisdóttir, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Kristján Sveinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson.

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var tekið fyrir.

Fundargerð aðalfundar.
Fundargerð aðalfundar lögð fram.  Samþykkt.
  
Erindi Akraneskaupstaðar.
Lögð fram hugmynd að útfærslu verkefni Atvinnuráðgjafar á Akranesi.  Verkefnið gengur út á ,,eflingarprógramm”.  Nokkur umræða varð um þetta verkefni.  Í framhaldinu kynnti Ólafur Sveinsson þau nýsköpunarverkefni sem ATSSV hefur komið að í landshlutanum á síðustu fjórum árum.  Fundarmenn tóku vel í verkefnið en vildu ekki taka afstöðu til þess fyrr en betur liggur fyrir formleg afstaða Akraneskaupstaðar til málsins.

Hvalfjarðargangaverkefni.
Ólafur sagði frá Hvalfjarðargangnaverkefni, fjármögnunarferli þess og fjármögnunarstöðu.  Lögð var fram skipan verkefnisstjórnar í verkefninu.  Að verkefninu koma a.m.k. Vegagerðin, Félagvísindastofnun, Atvinnuráðgjöfin og SSV, Spölur, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Þróunarsvið Byggðastofnunar.  Samþykkt að Ólafur Sveinsson og Kristinn Jónasson verði í verkefnisstjórn f.h. SSV.  Áætlaður fyrsti verkefnasjórnarfundur er í næstu viku. 

Erindi til fjárlaganefndar.
Samþykkt ályktun frá SSV til Fjárlaganefndar Alþingis um mikilvægi atvinnuþróunarstarfsemi á landsbyggðinni, mikilvægi þess að framhald verði á stuðningi við þau og tekið verði mið af verðlagsbreytingum þar sem framlög til félaganna hafa ekki hækkað frá árinu 1997. 

Logo fyrir SSV.
Kynntar hugmyndir að nafnabreytingu atvinnuráðgjafar og tillögur að merki SSV og Atvinnuráðgjafar. 

Menningarsamningur.
Sagt frá stöðu menningarsamnings.  Ákveðið að gefa stefnumótunarskýrsluna út í lokaútgáfu og þrýsta enn frekar á þá sem málið varðar að koma samningi í gegn fyrir áramót.


Samgöngur sérleyfishafa um Hvalfjarðargöng.
Formaður sagði frá viðræðum við bæjarstjóra á Vesturlandi við Vegagerðina og Spöl um niðurfellingu gjalda í Hvalfjarðargöng fyrir þá sérleyfishafa sem nýta göngin í föstum áætlunum sínum.  Stjórn Spalar féllst á að fella niður gjöldin frá og með áramótum árið 2003.  Einnig ræddi hópurinn ýmis hagnýt atriði sem varða þá sem kaupa þjónustu af sérleyfishöfunum, eins og tímasetningar, gjaldskrá, magnkaup ferða o.fl.

Málefni atvinnuráðgjafar
Erindi frá Snorrastofu
Lögð fram umsókn um framlag til vinnslu þróunaráætlunar fyrir Snorrastofu og Reykholt.  Samþykkt að veita verkefninu 500.000 kr. styrk svo fremi að hækkun framlaga fáist fá Byggðastofnun.  Fundarmenn lýstu almennri ánægju með metnaðarfulla starfsemi í Reykholti.
Hagvísar
Lagðir fram hagvísar, unnir af Vífli Karlssyni, hagfræðingi, um rekstur grunnskóla og leikskóla.  Vífill kom inn á fundinn og reifaði niðurstöður hagvísanna. 
Stefnumótun í ferðamálum.
Lögð fram úttekt Ásthildar Sturludóttur, ferðamálafulltrúa, á stefnumótunarskýrslunni ,,Byggðir milli jökla” og gengur út á hvað áunnist hefur frá 1998.
 
Rarik málið.
Lagt fram bréf frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem kröfu sveitarfélaganna um eignaraðild sveitarfélaganna að Rarik er hafnað.  Hópurinn sem hefur með Rarik málið að gera hefur ákveðið að skrifa aftur til ráðuneytisins og koma á framfæri fleiri rökum í málinu.

Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna, 7.11.02
Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn var 7. nóvember sl.  Á fundinum var m.a. rætt um stefnumótun landshlutasamtakanna.

Nám fyrir sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram til kynningar hugmyndir að námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn.  Áætlað er að halda þau um helgi um miðjan janúar.

Erindi frá Vesturlandsskógum.
Lagt fram erindi frá Vesturlandsskógum.  Umfjöllun um skógrækt í aðalskipulagi og gerð sérstaks svæðisskipulags fyrir landshlutabundin skógræktarverkefni.

Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands.
Samþykkt tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands.  Dagný Þórisdóttir, aðalmaður, og Hrefna B. Jónsdóttir til vara.

Umsagnir þingmála
a. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til verndar rjúpnastofninum.
b. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstrií smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
c. Tillaga til þingsályktunar um skattfrelsi lágtekjufólks.
d. Tillaga til þingsályktunar um útsendingar sjónvarps og útvarps um gervitungl.
e. Tillaga til þingsályktunar um nefnd til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar.
f. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
g. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54 16. maí 1992, um fullvinnslu bornfiskafla um borð í veiðiskipum.
h. Frumvarp til laga um breytingu á löfum nr. 33 5. maí 2000, um veiðieftirlitsgjald.
i. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Framlagðar fundargerðir.
Lögð fram fundargerð frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna frá 7. nóvember sl. 

Önnur mál.
Engin.

Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir