19 – SSV stjórn

admin

19 – SSV stjórn

                     F U N D A R G E R Ð
               Stjórnarfundur SSV, þriðjudaginn 18. júní kl. 15.

Stjórnarfundur SSV,  haldinn þriðjudaginn 18. júní 2002 kl. 15 á skrifstofu SSV, í  Borgarnesi.  Mætt voru: Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Kristinn Jónasson, Sigurður Valgeirsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jóndóttir.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Gjöf til Ferðamálasamtaka Vesturlands.
2. Tilnefning í svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands.
3. Aðalfundur Fjöliðjunnar.
4. Sagnadagar í Reykholti, 1. – 3. júní 2002.
5. Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna á Vesturlandi 27. og 28. júní n.k.
6. Málefni atvinnuráðgjafar.
7. Umsagnir þingmála:
8. Framlagðar fundargerðir.
9. Önnur mál.
 
Gjöf til Ferðamálasamtaka Vesturlands.
Samþykkt 150.000 kr. gjöf til Ferðamálasamtaka Vesturlands vegna 20 ára afmælis samtakanna.  Sérstakar þakkir til Ásthildar Sturludóttur, ferðamálafulltrúa, fyrir vel unnin störf við undirbúning afmælishátíðarinnar sem haldin var í Reykholti, 30. maí 2002.
 
Tilnefning í  svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands.
Tilneft í svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands samkvæmt beiðni Félagsmálaráðuneytisins.  Samþykkt að tilnefna Björn Arnaldsson og Gunnólf Lárusson.  Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún Elsa Gunnarsdóttir til vara.
Hrefnu falið að þakka Gunnari Guðmundssyni vel unnin störf í svæðisráði Svæðisvinnumiðlunar f.h. SSV.
 
Aðalfundur Fjöliðjunnar.
Hrefna sótti aðalfund Fjöliðjunnar og sagði frá honum, auk þess að afhenda stjórnarmönnum skýrslu fyrirtækisins fyrir liðið starfsár og reikninga.
 
Sagnadagar í Reykholti, 1. – 3. júní 2002.
Hrefna sagði frá vel heppnuðum Sagnadögum í Reykholti dagana 1. – 3. júní 2002.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna á Vesturlandi 27. og 28. júní n.k.
Lögð fram til kynningar dagskrá að fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.
 
Málefni atvinnuráðgjafar.
Mat á áhrif Hvalfjarðarganga.

Löfð fram verkáætlun varðandi fyrirhugaða vinnu á verkefni um mat á áhrif Hvalfjarðarganga.  Starfsmönnum SSV veitt heimild til að vinna áfram að verkefninu og  Kristni Jónassyni falið að vera tengiliður við verkefnið fram til næsta stjórnarfundar.
Ferð ferðamálafulltrúa til Skotlands.
Lögð fram til kynningar ferðaáætlun ferðamálafulltrúa til Skotalands.  Samþykkt að veita ferðamálafulltrúa Vesturlands heimild til þátttöku.  
 
Stækkun Vesturlands hf.
Kynntar hugmyndir að stækkun eignarhaldsfélagsins Vesturlands hf. 
Umsagnir þingmála:
a. Tillaga til þingsályktunar um þjónustugjald á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum, 439. mál.
b. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 651. mál, EES-reglur.
c. Tillaga til þingsályktunar um gagnsemi raflýsingar á þjóðvegum milli þéttbýlisstaða, 442. mál.
d. Tillaga til þingsályktunar um strandsiglingar, 466. mál.
Samþykkt að vísa umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs til stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf.
 
Framlagðar fundargerðir.
Fjöliðjan.  UKV.
Samkvæmt fundargerð UKV, frá 23. apríl 2002, þar sem er óskað eftir liðsinni SSV til að leysa fjárhagsvanda UKV sem er kr. 1,8 milljón.  Stjórn SSV sér ekki annan möguleika til fjármögnunar fyrrnefndrar upphæðar en að sveitarfélögin komi að lausn þessa máls með 110 kr.  framlagi pr. íbúa og verður leitað eftir samþykki þeirra bréfleiðis.   
 
Önnur mál
Guðrún Jónsdóttir, sagði frá fundi í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands sem haldinn var 18.06.02. 
 
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.