135 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

135 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

 F U N D A R G E R Ð
135. FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 9. maí  2016 kl: 16:00  var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Melahverfi.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþór Garðarsson (EG), varaformaður
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Brynja Þorbjörnsdóttir (BÞ)
Trausti Gylfason (TG)

Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Ragnhildur Sigurðardóttir komst ekki á fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. Brynja Þorbjörnsdóttir var sérstaklega boðin velkomin til starfa í nefndinni.
1. Skipulag heilbrigðiseftirlits í landinu. Bréf frá  Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til allra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu frá 31. mars s.l
Heilbrigðisnefnd Vesturlands fagnar fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 7/1998 þar sem komið hefur í ljós mismunandi túlkun á lögunum sérstaklega hvað varðar starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. 
Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða gæti orðið til að styrkja starfsemi heilbrigðiseftirlits ef aukin verkefni fylgdu þessum breytingum. Heilbrigðisnefndin telur að nærþjónusta við íbúa skipti miklu máli og varar því við fækkun starfsstöðva frá því sem nú er.
Góð samskipti hafa verið milli heilbrigðissvæða á liðnum árum og ekki ljóst hvernig hægt er að treysta þau samskipti með lagasetningu.
2. Endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Gögn frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem skýrð voru á  vorfundi. (sjá lið 3)
Lagt fram.
3. Vorfundur Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (HES), Matvælastofnunar (MAST), Umhverfisstofnunar (UST), Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytis (ANR) og Umhverfis – og auðlindaráðuneytis  (UAR) á Hótel Laxá við Mývatn 2.-3. maí s.l. 
Á fundinn mæta framkvæmdastjórar HES,  nokkrir fulltrúar frá MAST, UST, ANR og UAR. Framkvæmdastjóri greindi frá fundinum og helstu málum sem þar voru rædd.
4. Bréf til Sýslumannsins á Vesturlandi vegna umsagna.
Lagt fram bréf frá HeV  til Sýslumannsins á Vesturlandi frá 20. apríl s.l vegna lagaóvissu í kjölfar úrskurðar (sjá dagskrárlið nr. 5).
5. Úrskurður nr. 17/2016 vegna sorphirðugjaldskrá Akranes.
Niðurstaða úrskurðar rædd.
Samþykkt að senda bréf til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis  þar sem óskað er eftir að ráðuneytið beiti sér fyrir breytingum á lögunum þannig að ekki ríki lagaóvissa um afgreiðslumál heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og stjórnsýslan einfölduð.
Framkvæmdastjóra falið að rita sveitarstjórnum bréf  þar sem  þeim er bent  á að  senda inn tímanlega óskir um umsagnir vegna gjaldskráa.
6. HB-Grandi Fiskþurrkun Akranesi. Athugasemdafrestur vegna auglýsts starfsleyfis, sem gilda á til 1. maí 2017,  rann út 15. apríl s.l.
Framkvæmdastjóri fór yfir athugasemdir sem bárust.
Samþykkt að leita ráðgjafar lögfræðings  vegna svara við athugasemdum og framhald málsins.
Afgreiðslu að öðru leyti frestað.
7. Bréf frá Landeigendum Melaleitis vegna starfsleyfis Stjörnugríss á Melum frá 25. júní´15 til UAR. Svar UAR til eigenda Melaleitis 28.4.16
Framkvæmdastjóra falið að svara fyrirspurnum bréfritara um taðþrær og fleira.
8. Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð.
Heilbrigðisnefndin gerir smávægilegar athugasemdir við drögin.  Framkvæmdastjóra er falið að svara erindinu.
9. Arctic Prótein, Vallarási 7-9, Borgarnesi.  Umsókn um starfsleyfi.
Heilbrigðisnefnd synjar fyrirtækinu að óbreyttu um starfsleyfi þar sem umgengni utanhúss er slæm og lyktarmengun frá plani utanhúss. Fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum HeV í bréfi dags. 29.02.2016.
10. Starfsmannabúðir á  þynningarsvæði Grundartanga. Beiðni VSÓ Ráðgjöf til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis (UAR) 5. maí´16 um staðsetningu starfsmannabúða innan þynningarsvæðis á Grundartanga.
Framlagt.  Formlegt erindi um umsögn heilbrigðisnefndar hefur ekki borist frá UAR.
11. Starfsleyfi
Topp Útlit ehf., Líkamsræktarstöð, Ægisbraut 29, Akranesi. – Nýtt
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint leyfi.
12. Umsagnir til sýslumanns – Rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.
EIH ehf, Akranes Hostel Suðurgata 32, Akranesi.- Gisting- Nýr rekstraraðili
EIH ehf, Kirkjuhvoll, Merkigerði 7, Akranesi. – Gisting – Nýr rekstraraðili
EIH ehf, FVA Guesthouse, Vogabraut 4, Akranesi- Gisting – Nýr rekstraraðili
Gíslabær Guesthouse, Gíslabæ á Hellnum, Snæfellsbæ.- Gisting – Endurnýjun
Snæfellsjökull Glacier Tours ehf, Jaðar 15 Arnarstapa, Snæfellsbær-Gisting sumarhús. -Nýtt
Jaðar 4, Arnarstapa, Snæfellsbær.- Gisting sumarhús. – Nýtt
Nónhóll, Arnarstapa, Snæfellsbær. – Gisting sumarhús- Nýtt
Aðalgata 14, Stykkishólmi, Centerstay – Heimagisting – Nýtt
Hólmurinn  ehf, Lágholt 15, Stykkishólmi, Comfort. Gisting, íbúð. – Breytt
Fransiskus ehf, Hótel Fransiskus, Austurgata 7, Stykkishólmi. – Breytt
Mund ehf, Laufásvegur 33. Stykkishólmi, íbúð, gisting. – Nýtt
SH 55 slf, Láki Hafnarkaffi, Nesvegi 5, Grundarfirði. – Veitingar. – Nýr rekstraraðili.
Stóra-Vatnshorn, Haukadal Dalabyggð. Gisting, íbúð, 2 sumarhús. – Endurnýjun
Brekkuhvammur 1, Búðardal, Dalabyggð. Heimagisting. Nýtt
Hafnargata ehf, Sjávarpakkhúsið, Hafnargata 2, Stykkishólmi.- Veitingar- Endurnýjun
Kaffibollinn ehf, Veitingahúsið Munaðarnesi, Borgarbyggð. – Veitingar – Nýr rekstraraðili.
Hraunháls, Helgafellssveit. Gisting, sumarhús. – Endurnýjun
The Freezer ehf, The Freezer Hostel, Hafnargötu 16, Rifi. Gisting, veitingar- Breytt
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar umsagnir
Metal Equipped ehf, Litli Botn, Hvalfjarðarsveit.  Sumarhús, gisting.
Heilbrigðisnefnd hafnar leyfi þar sem fyrirhuguð starfsemi uppfyllir ekki ákvæði reglugerðar 941/2002 um baðaðstöðu.
Ingibjörg Valdimarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum dagskrárlið (12.liður)  og tók Eyþór Garðarsson varaformaður við stjórn fundarins á meðan.
13. Umsagnir til sýslumanns vegna tækisfærisleyfa.
Selás ehf, Reiðhöllin Vindási, Faxaborg, Borgarnesi. Dansleikur 20. apríl´16.
Framlagt
14. Aðrar umsagnir
-Snæfellsbær. Litli Kambur. Umsögn send til skipulags- og byggingafulltrúa vegna teikninga af veitingahúsi.
-Stykkishólmur. Vatnsás. Umsögn send byggingarfulltrúa vegna matslýsingar á nýju íbúðarhverfi.
-Akranes. Vallholt 5. Umsögn send skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupsstaðar vegna aðal- deiliskipulagsbreytinga.
Framlagt
15. Önnur mál
– Aðalfundur HeV haldinn á Hótel Hamri Borgarbyggð 6. apríl s.l.

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá efni fundarins.
– Vatnsveita og vatnsverndarsvæði Grundarfjarðar. Beiðni bæjarstjóra um úttekt.
Lagt fram.
– Dýrahald á þynningarsvæði (fyrirspurn HeV 27.1´10). Svar frá UST 14.4´16
Lagt fram

– Afskrifuð eftirlitsgjöld HeV.
Framkvæmdastjóri fór yfir  lista með gjaldþrota fyrirtækjum og rekstraraðilum  sem skulda eftirlitsgjöld nokkur ár aftur í tímann.
Samþykkt að afskrifa skuldir í samræmi við listann og umræður á fundinum. 
– Umgengnismál Vallarás 7-9 í Borgarnesi, Whole Seafood ehf.
Á staðnum hefur verið starfsemi með sjávarfang frá árinu 2014  og er fyrirtækið  Aurora Seafood ehf með tímabundið rekstrarleyfi frá MAST  fram í júlí  en ekkert starfsleyfi  frá HeV fyrir mengunarþætti starfseminnar samkvæmt lögum nr. 7/1998.
Umgengni á lóð fyrirtækisins er mjög slæm.
Framkvæmdastjóra falið að senda fyrirtækinu bréf þar sem bent er á að það sé ekki með starfsleyfi frá HeV og að hreinsað verði til á lóðinni. Gefinn er vikufrestur frá dagsetningu þessa bréfs  til að koma ofangreindu í lag.

Fundi slitið kl:  18:44