133 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

133 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

133. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 7. mars  2016 kl: 16:00  var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi.

Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþór Garðarssonar, (EG) varaformaður
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Ólafur Adolfsson boðaðu forföll.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. 
1. HB Grandi Akranesi. Auglýst deiliskipulag og starfsleyfi.- Framhald máls.
Formaður greindi frá fundi með forráðamönnum HB Granda sem haldinn var s.l. föstudag á Akranesi. Þar sem ljóst er að deiliskipulagsvinnu á Breiðinni verði varla lokið fyrir 1. maí n.k  sækir HB Grandi fiskþurrkun um óbreytt starfsleyfi til 18 mánaða þar sem áætlað er að byggingarframkvæmdir við 1. áfanga,  sbr. umhverfisskýrslu muni taka allt að 18 mánuði frá því að deiliskipulagvinnu lýkur, verði breytt deiliskipulag samþykkt.
Tímabundin undanþágu frá starfsleyfi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti rennur út 1. maí 2016.
Samþykkt er að auglýsa óbreytt starfsleyfi sem mun gilda til  1. maí 2017 með þeim skilyrðum að flutningi á hráefni og unnum vörum verði hagað þannig að lykt verði sem minnst og húsnæði starfseminnar verði lokað eins og kostur er.
2. Framsal eftirlits Matvælastofnunar til Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
-Tveir nýir  úrskurðir  frá ráðuneyti Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis vegna framsals
eftirlits frá MAST til HES.
Framkvæmdastjóri greindi frá úrskurðunum sem  snúa að því hvort eftirlit með
matvælafyrirtækjum eigi að vera hjá Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirliti
Sveitarfélagana (HES).  Af  lestri úrskurðanna er erfitt að ráða út frá hvaða línu
ráðuneytið er að vinna og  það virðist tilviljanakennt hjá hverjum eftirlitið lendir.
Nefndin óskar eftir því að Samband Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ)  taki málið fyrir og fái skýr svör frá ráðuneytinu eftir hvað línu sé unnið við úrskurðina.
3. Hreinsistöðvar OR á Akranesi og Borgarnesi. Starfsemi mun hefjast árið 2016.
Þar sem ljóst er að hreinsistöðvar OR á Akranesi og Borgarnesi fara í gang síðla árs samþykkir heilbrigðisnefndin að endurskoða starfsleyfin í samræmi við starfsleyfin sem gefin voru út árið 2010.
4. Arctic Prótín Borgarnes. 
              Tölvupóstur frá UST 29. janúar s.l  vegna starfsemi Arctic Protein Vallarási 7-9 í Borgarnesi og bréf               
              vegna eftirlits á staðnum sent til rekstraraðila.
Framkvæmdastjóri greindi frá kvörtun sem borist hefur vegna ólyktar frá starfseminni og bréfs sem sent hefði  verið í kjölfarið frá HeV.
Nefndin leggur áherslu á að fyrirtækið fylgi ákvæðum laga nr. 7 frá 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og vinni í samræmi við framlagða greinargerð fyrirtækisins svo ekki þurfi að koma til sérstakra þvingunaraðgerða sbr. VI. kafla laganna.
5. Ferðaþjónusta í íbúða- og frístundabyggð. – Kvartanir
Framkvæmdastjóri greindi frá nokkrum kvörtunum sem borist hafa HeV vegna starfsemi í ferðaþjónustu á Vesturlandi, sem starfrækt er bæði í íbúða- og frístundabyggð. Kvartað hefur verið um ónæði og óþægindi.
Samþykkt að senda sveitarfélögum á Vesturlandi bréf þar sem bent er á  það ónæði sem getur komið upp í tengslum við ferðaþjónustu í íbúða- og frístundabyggð. Það tengist  hávaða, sorpmálum og fráveitu slíkrar starfsemi.
6. Starfsleyfi
-Aðalréttingar og sprautun, Reitarvegi 3 Stykkishólmi.  – Nýtt leyfi.
– Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi, Hvalfjarðarsveit. Heimavinnsla matvæla í eldhúsi  veitingastaðarins Skessubrunns í Hvalfjarðarsveit. Tímabundið leyfi til 1. maí 2017.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
7. Tóbakssöluleyfi. Gildir í 4 ár.
Grá-Hraun ehf. Hreðavatnsskála Borgarbyggð.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint leyfi.
   
8. Umsagnir til sýslumanns – Rekstrarleyfi  veitinga- og gististaða.
-Nesbrauð ehf,  Nesbrauð kaffihús, Nesvegi 1 Stykkishólmi. – Veitingar.- Nýr rekstraraðili.
-Flesjustaðir, Borgarbyggð.  Tíbrá ehf,  Sumarhús, gisting. – Nýtt leyfi.
-Hótel Bifröst Borgarbyggð, Hótel Bifröst ehf,  veitingar.-  Nýr rekstraraðili.
-Hólmurinn ehf, Lágholt 15 Stykkishólmi, Comfort,- Gistiheimili –  Nýr staður.
-Beitistaðir Hvalfjarðarsveit. Heimagisting. – Endurnýjun.
-Hótel Borgarnesi hf,  Hótel Borgarnesi – Endurnýjun og breyting.
-Langatröð 9, Svarfhólsland Hvalfjarðarsveit.- Sumarhús, gisting- Hafnað vegna fráveitumála
Framlagt.
9. Umsagnir til sýslumanns vegna tækisfærisleyfa
-Félagsheimilið Staðarfell, Dalabyggð, þorrablót 13. febrúar.
-Félagsheimilið Logland Borgarbyggð,  Ungmennafélag Reykdæla, þorrablót 6. febrúar.
-Félagsheimilið Brautartunga, Ungmennafélagið Dagrenning, þorrablót 20. febrúar
-Félagsheimilið Miðgarður  Hvalfjarðarsveit, Ungmennafélagið Þrestir,  þorrablót 20. febrúar.
-Félagsheimilið Lýsuhóli, Staðarsveit, þorrablót  20. febrúar.
-Félagsheimilið Brúarás, Borgarbyggð, góugleði með þorramat , 5. mars
-Íþróttahúsið Jaðarsbökkum Akranesi, Konukvöld ÍA 18. mars.
Framlagt
10. Aðrar umsagnir.
-Snæfellsbær.  Umsögn send  byggingarfulltrúa vegna skipulagslýsingar á stækkun hótelbyggingar á Búðum í Staðarsveit.
-Snæfellsbær. Umsögn send byggingarfulltrúa vegna breytinga á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Ólafsvík.
– Stykkishólmur. Umsögn send skipulags- og byggingarfulltrúa vegna deiliskipulagstillögu Borgarbrautar 8-8a, Hótel Stykkishólmur,  í Stykkishólmi.
-Stykkishólmur.  Umsögn send  skipulags- og byggingarfulltrúa vegna  tillögu að breyttu skipulagi fyrir lóð á Aðalgötu 17 í Stykkishólmi.
-Snæfellsbær. Umsögn send byggingarfulltrúa  vegna nýs deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði í Fossárdal, Ólafsvík.
-Snæfellsbær. Umsögn  send byggingarfulltrúa  vegna nýs deiliskipulags  fyrir verslunar -og þjónustusvæði á Arnarstapa.
-Dalabyggð. Umsögn send skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir lýsingu á deiliskipulagi á Laugasvæðinu í Sælingsdal.
– Snæfellsbær. Umsögn send skipulags- og byggingarfulltrúa  vegna skipulagslýsingar á ströndinni milli Arnarstapa og Hellna.
– Snæfellsbær. Umsögn send skipulags- og byggingarfulltrúa vegna deiliskipulagstillögu um áningarstað og þjónustustarfsemi  í Skarðsvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
– Borgarbyggð. Umsögn send skipulags- og byggingafulltrúa vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir þjónustu- og verslunarsvæði á Húsafelli.
Framlagt
11. Önnur mál.
-UST og Kratus ehf, reglubundið eftirlit frá 25.nóv og  9. des´15
Eftirlitsskýrslur UST vegna Kratus ehf á Grundartanga ræddar.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum vegna endurtekinnar slæmrar umgengni á lóð og vegna umhverfismála fyrirtækisins almennt.
 
-UST og Elkem reglubundið eftirlit 9.des´15
Framlagt.
– Dekkjakurl á gervigrasvöllum. – Umræðan í fjölmiðlum og þingsályktunartillaga.
Framkvæmdastjóri greindi frá umræðunni og fyrirhuguðum aðgerðum vegna þessa máls.  Umhverfisstofnun  mun taka sýni af sparkvöllum í Reykjavík og kynna niðurstöðurnar.
Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir að því við Umhverfisstofnun að tekið verið sýni á sparkvöllum sambærilegum þeim sem eru á Vesturlandi.
– Frumvarp til laga: breyting á lögum nr. 9 /2009 um fráveitur, janúar 2016.
 Framlagt
– Frumvarp til laga: breyting á lögum nr. 32 /2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, janúar
  2016
 Framlagt
– Drög að reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Beiðni um umsögn frá 
 UAR.
 Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn um reglugerðardrögin.
             -Gjaldtaka frá HeV á fyrirtæki sem taka þátt í matarmörkuðum á Vesturlandi ?.
  Fyrirspurn kom frá nefndarmanni um fyrirkomulag gjaldtöku á matvælafyrirtæki þegar 
              matarmarkaðir eru haldnir á Vesturlandi í tilefni af því að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur 
              (HER) tekur „sölubása-starfsleyfigjald“ af matvælafyrirtækjum sem taka þátt í 
              matarmarkaði í Hörpu, sbr. markað sem haldinn var þar nýlega.
              Framkvæmdastjóri greindi frá því að ábyrgðaraðili matarmarkaða á Vesturlandi þurfi
              starfsleyfi frá HeV og í skilyrðum er að allir söluaðilar  hafi gild starfsleyfi hvaðan sem þeir 
              koma af landinu. HeV  tekur ekki  „sölubása“-  starfsleyfisgjald af þátttakendum í slíkum
              mörkuðum.
              Fram kom í umræðum að önnur heilbrigðiseftirlitsvæði (nema HER)  taka ekki aukagjald á
              matvælafyrirtæki, sem eru með gild starfsleyfi úr heimahéraði, þegar þau taka þátt í
              matarmörkuðum.
-Heimasíða HeV. – Samantekt.
Starfsmenn HeV lögðu fram samantekt á upplýsingum sem þyrftu að birtast á heimasíðu HeV og  greindu frá heimasíðum annarra heilbrigðiseftirlitsvæða.  Einnig rætt um mögulega aðila sem gætu komið að því að setja upp heimasíðu fyrir HeV.
Nefndin felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið kl:  17:50