131 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

131 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

131. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 25. nóvember 2015 kl: 11  var haldinn símafundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþórs Garðarssonar, (EG) varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Trausti Gylfason (TG)

Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Sigrún Guðmundsdóttir komst ekki. Formaður bauð fundarmenn velkomna að símtækjunum og hófst síðan formleg dagskrá fundarins.

1. HB Grandi fiskþurrkun. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti,  dagsett  13. nóvember  s.l, þar sem beðið er um umsögn vegna undanþágubeiðni fyrirtækisins um áframhaldandi rekstur á óbreyttu starfsleyfi til eins árs.
HB Grandi hefur sótt um breytingar á deiliskipulagi á Breiðinni á Akranesi þar sem fyrirtækið hyggur á miklar breytingar á rekstri. Þetta á m.a við um aukinn rekstur fiskþurrkunar fyrirtækisins þar sem lofað hefur verið betri mengunarvörnum og að öll starfsemi færist í eitt húsnæði.
Þar sem skipulagsvinna hefur dregist nokkuð m.a vegna gagnavinnslu og upplýsingaöflunar, er fyrirsjáanlegt að henni muni ekki ljúka fyrir 1. febrúar n.k þegar starfsleyfi fiskþurrkunarverksmiðju HB Granda rennur út.
Heilbrigðisnefndin telur af ofangreindum ástæðum og vegna yfirlýsingar HB Granda um betri mengunarvarnir að veita eigi fyrirtækinu umbeðna undanþágu sem gildi þar til gengið hefur verið frá deiliskipulagi svæðisins og vinnslu starfsleyfis lokið. Undanþágan gildi þó aldrei lengur en til 1. ágúst 2016.
2. Undanþága til dreifingar á svínamykju.
Stjörnugrís, Melum, Hvalfjarðarsveit fékk undanþágu frá HeV til dreifingar svínamykju. 
Heilbrigðisnefndin staðfestir undanþáguna í samræmi við starfsleyfi  þar sem rök umsækjanda um seinkun á uppskeru og vætusamrar veðráttu í haust eiga við rök að styðjast.

3. Gjaldskrá Hvalfjarðarsveitar um sorphirðu og sorpeyðingu 2016. 
Innsent erindi frá Hvalfjarðarsveit frá 23. nóvember s.l þar sem óskað er umsagnar um gjaldskrá sveitarfélagsins.
Heilbrigðisnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá sem byggir á samþykkt 582/2008 um meðhöndlun úrgangs i Hvalfjarðarsveit.
4. Starfsleyfi
FACE Snyrtistofa (Snyrtistofa Akranes) Stillholti 16-18 – Breytt starfsemi.
Heimamarkaður matvæla Norðurtangi 3 Ólafsvík.  Tímabundið leyfi.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Aðalgötu 24 Stykkishólmi. – Endurnýjun
Heimavinnsla matvæla, Breiðablik,  Katharina Kotschote – Nýtt
Matarmarkaður í Breiðabliki  22. nóvember s.l .- Tímabundið leyfi.
Ofangreind leyfi staðfest.
5. Umsagnir til sýslumanns – Rekstrarleyfi  veitinga- og gististaða.
Stuttárbotnar 14, Húsafelli. Glerfell ehf –  Gisting, sumarhús. – Nýtt
Jaðar 2, Arnarstapa, Snæfellsbæ,  Keilir ehf. – Gisting, sumarhús – Nýtt
Hafnarskógur 73, Hvalfjarðarsveit, RK ehf- Gisting, sumarhús – Nýtt
Melteigur 16b, Akranes. – Heimagisting – Nýtt
Thai Santi, Stillholti 23, Akranesi, Thai Santi ehf  – Veitingastaður – Nýtt
Framlagt
6. Umsagnir til sýslumanns  vegna tækifærisleyfa.
Félagsheimilið  Logaland. Tónleikar 31. okt.
Íþróttahúsið Jaðarsbökkum,  uppskeruhátíð og árgangsmót 14. nóv.
Félagsheimilið Þinghamar, árshátíð LBHÍ 21. nóv.
Félagsheimilið Logaland,  skemmtum 14. nóv.
Framlagt
7. Aðrar umsagnir
-Umsögn vegna teikninga um tengivirki Ártúni 21 Grundarfirði send byggingafulltrúa.
-Umsögn vegna teikninga af þjónustuhúsi og gistiskála á Arnarstapa send tæknideild  
Snæfellsbæjar.
-Umsögn vegna teikninga af húsi (vélaverkstæði, mötuneyti, skrifstofa) á Leynisvegi 6, 
 Grundartanga send arkitekt hússins.
-Umsögn vegna þjónustuhúss fyrir malarnám í Hólabrú, Hvalfjarðarsveit send arkitekt 
  hússins.
Framlagt

8. Önnur mál.
-Mengun í viðtaka fráveitu og ákvæði reglugerðar um fráveitu.
Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirlestri Guðjóns Atla Auðunssonar efnafræðings, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, um rannsóknir á viðtaka fráveitu á Sundunum fyrir utan Reykjavík.  Fyrirlesturinn var á vegum Orkuveitu Reykjavíkur  þann 23. nóvember s.l. 
Rannsóknir hafa verið gerðar á viðtaka fráveitu, í rúm 20 ár, eða frá því áður en hreinsistöðvarnar í Ánanaustum og Klettagörðum voru teknar í notkun og síðan með nokkurra ára millibili, skv. starfsleyfi.  Niðurstöður síðustu rannsókna voru gefnar út nú í vor og þær sýna að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar, hegðun og samsetningu sets og á lífríkið í kringum útrásarendana. Mikil hreinsun á skólpi (2.stigs og 3. stigs hreinsun) virðist vera óþörf á þessu tiltekna viðtaka svæði. Örveruviðmið í reglugerð (um fráveitur og skólp nr. 798/1999)  vegna viðtaka næst fráveituútrás eru hærri á Íslandi  en í sjó á baðströndum í Evrópu.
-Sementsverksmiðjan Akranesi. Eftirlitskýrsla UST frá 29. september s.l
Framlagt
– Fjárhagsáætlun HeV 2016. Staðfesting frá sveitarfélögum.
Framkvæmdastjóri greindi frá því  að ekki hefur borist staðfesting eða  athugasemdir við fjárhagsáætlun HeV fyrir árið 2016  frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi. Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Akranes hafa formlega staðfest fjárhagsáætlunina.

Fundi slitið kl:  12:10