129 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

129 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

129. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 26. október 2015 kl: 16:00  var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands á Innri Mel 3, Melahverfi.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþórs Garðarssonar, (EG) varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)

Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð. Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. 
Ólafur Adolfsson yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu á 8. lið dagskrár.
1. Olíudreifing  Hvalfirði.  Starfsleyfi vegna olíumengaðs jarðvegs.
Framkvæmdastjóri greindi frá málinu. Fyrirtækið sótti fyrr á árinu um nýtt/endurnýjað starfsleyfi til UST fyrir starfsemi  olíubirgðastöðvar á Litla Sandi í Hvalfirði. Unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir Litla Sand sem er í auglýsingu. HeV sendi inn erindi (tölvupóstur) til UST varðandi ákvæði um að í nýju starfsleyfi mætti bæta við kafla um „meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi“ og eftirlit með fyrirtækinu  væri því hjá einum eftirlitsaðila (UST). UST hafnaði því með bréfi 18. september s.l til Olíudreifingar ehf og sagði að eftirlit með meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi  og starfsleyfi fyrir því ætti að vera  hjá HeV.
Framkvæmdastjóri óskað eftir skýringum á viðbrögðum UST í tölvubréfi til stofnunarinnar þann 18. september s.l en svar hefur ekki borist.
Samþykkt að óska eftir skýringum frá Umhverfisstofnun á því hvers vegna erindi frá HeV hefði ekki verið svarað. Jafnframt óskar Heilbrigðisnefnd Vesturlands  eftir formlegum viðræðum við Umhverfisstofnun um framsal eftirlits.
2. Útungun ehf. Múlakoti – Starfsleyfi.
Tillaga að starfsleyfi var auglýst í Skessuhorni 9. september s.l og athugasemdafrestur rann út  2. október s.l. Ábendingar við auglýst starfsleyfi bárust frá Umhverfisstofnun.
Samþykkt að gefa út leyfi þar sem tekið er tillit til hluta ábendinga.
3. Fráveitumál  á Akranesi- Framhald máls
HeV sendi bréf til OR  vegna fráveitumála á Akranesi þann 10. september s.l. Fundur var haldinn með  fimm starfsmönnum OR að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit þann 25. september s.l og farið yfir framtíðarlausnir fráveitumála á Akranesi. Einnig rætt um fráveitur í Borgarbyggð sem eru á vegum OR.  Svarbréf vegna bréfs HeV til OR barst 23. október s.l.
HeV mun áfram fylgjast með framgangi mála.  Upplýsingar um stöðu verkefnisins skulu berast HeV í síðasta lagi 1. mars 2016.
4. Starfsleyfi til fiskvinnslufyrirtækja.- Framhald máls.
Svar barst þann  23. október s.l frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (UAR) við bréfi sem skrifað var frá HeV þann 11. júní 2014. 
Sjá fundargerð 120. fundar nefndarinnar þann 10. júní 2014:
 „  1. Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna slógdreifingar á Miðhrauni II,  
 25.apríl´14.
Starfsleyfi vegna slógdreifingar á Miðhrauni II  í Eyja – og Miklaholtshreppi var kært til ráðuneytis í október 2011. Úrskurður frá ráðuneyti barst loks nú í lok apríl.
Framkvæmdastjóri greindi frá helstu atriðum í nýjum úrskurði þar sem m.a kemur fram að ekki þurfi starfsleyfi ef flokka má „úrgang“ sem aukaafurð dýra og notuð úr vinnslu eiganda.
Heilbrigðisnefnd óskar eftir skýringum frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti á því hvort ekki beri að endurskoða öll starfsleyfi sem gefin hafa verið út til fiskvinnslufyrirtækja á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Jafnframt furðar nefndin sig á hversu langan tíma það tók ráðuneytið að úrskurða í máli  þessu. „
Í bréfi UAR kemur m.a fram:  „Ráðuneytið bendir á að  Umhverfisstofnun  annast eftirlit með framkvæmd laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og er stjórnvöldum til ráðuneytis um málefni er  undir lögin falla, sbr. 18. gr laganna. Jafnframt skal stofnunin vinna að samræmingu heilbrigðiseftirlits í landinu, sbr. 19. gr. laganna. Samkvæmt framansögðu er unnt að beina fyrirspurnum um atriði er varða verksvið heilbrigðiseftirlitsins og túlkun laga og reglugerða í því sambandi til stofnunarinnar.
Beðist er velvirðingar á hve lengi hefur dregist að svara erindinu.“
Heilbrigðisnefnd  óskar eftir leiðbeiningum og túlkun frá Umhverfisstofnun um hvernig skuli framfylgja úrskurði Umhverfis- og auðlindaráðuneyti frá 25. apríl 2014 vegna Miðhrauns II.  Jafnframt er óskað eftir skilgreiningu frá Umhverfisstofnun  um hvað sé „ aukaafurð dýra“
5. Tækjakostur HeV.
Kaup á fjölnota mæli sem nýtist vel við mat á gæðum neysluvatns. Framkvæmdastjóri leggur til að keyptur verði mælir sem notaður er m.a  í hitastigs-,leiðni- og sýrustigsmælingar. Áætlaður kostnaður 230 þúsund.
Samþykkt að kaupa umræddan mæli.
6. Starfsleyfi
Vatnsveita Geitabergi Hvalfjarðarsveit.- Nýtt leyfi.
Sæfrost ehf, Ægisbraut 4, Búðardal. – Fiskvinnsla, breytt leyfi.
OR- Vatnsveita Grundarfjarðar. – Endurnýjun
Flikk snyrtistofa Kirkjubraut 54. – Nýtt
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar, Snoppuvegi 1. – Nýtt
Ofangreind leyfi staðfest.
7. Umsagnir til sýslumanns – Rekstrarleyfi  veitinga- og gististaða.
Höfðagata 1 ehf, Höfðagötu 1 Stykkishólmi, gisting, farfuglaheimili – Nýr rekstraraðili
Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf, Veiðihúsið Haukadalsá Dalabyggð- gisting og veitingar.- Nýr rekstraraðili.
Útsýn ehf, Birkihlíð 34, Kalastaðir Hvalfjarðarsveit. – Sumarhús.- Nýtt
Sportköfunarskóli Íslands slf, Hléskógar 10, Svarfhóli Hvalfjarðarsveit. – Sumarhús. – Nýtt
Hótel Bifröst ehf,  Hótel Bifröst, Borgarbyggð.- Nýr rekstraraðili.
Hverinn ehf, Björk, Kleppjárnsreykjum. – gisting, 3 litlar íbúðir – Nýtt
Hátíð í bæ ehf, Réttin (Kollubar) Hvanneyri. – veitingar. – Nýr rekstraraðili
MG gisting ehf, Hrannarstígur 3, Grundarfirði. –  gisting, íbúð – Nýtt
Húsfélagið Hrannarstíg 5 ehf, Hrannarstíg 5 Grundarfirði-  gisting, 2 íbúðir- Nýtt
Tikva, Grundargata 54, Grundarfirði- gisting, íbúð. – Nýtt
Bakkahvammur 11, Búðardal.- heimagisting – Nýtt
Ögurstund ehf, Marbakki, Barðastöðum, Staðarsveit. – Sumarhús – Nýtt
Grundargata 4, Grundarfirði. – gisting, íbúð – Nýtt
Guesthouse Hof, Hofgörðum, Snæfellsbæ.- gisting – Endurnýjað og breytt leyfi.
Framlagt.
8. Umsagnir til sýslumanns  vegna tækifærisleyfa.
Tjarnarlundur Dalabyggð, dansleikur 19. september.
Hjálmaklettur Borgarnes, dansleikur Sauðamessa 18. september. Eigið fé ehf.
Íþróttahúsið á Laugum, Dalabyggð. Sviðaveisla og dansleikur 23. október. Félag sauðfjárbænda í Dölum.
Félagsheimilið Dalabúð, Búðardal. Dansleikur 24. október. Félag sauðfjárbænda í Dölum.
Bifröst, skemmtun Nemendafélags Háskólans á Bifröst 9. október.
Framlagt.
9. Aðrar umsagnir
-Umsögn um teikningar af stækkun hótels á Hellnum send til byggingarfulltrúa.
-Umsögn um teikningar  af breyttu húsnæði Lágholts 15 í Stykkishólmi send byggingarfulltrúa.
-Umsögn vegna deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldanesland 2 í 
 Dalabyggð send skipulags- og byggingarfulltrúa.
Framlagt
10. Önnur mál.
• Úrskurður  nr. 26/2014 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA ) vegna álímingar á bíla í Reykjavík.  
Framkvæmdastjóri greindi frá efni úrskurðar og niðurstöðu sem gæti t.d. verið fordæmisgefandi fyrir HeV.
• Úrskurður nr. 27/2013 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA )  vegna húsnæðis á Egilsgötu 6, Borgarnesi.
Framkvæmdastjóri fór  yfir málið og niðurstöðu úrskurðarnefndar sem tengist tæknilegu atriði við fundarritun umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar.
• Breyting á lögum  um matvæli nr. 93/1995. Frumvarp til umsagnar frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti 9. október s.l og beiðni um umsögn. Umsagnarfrestur er til 26. október n.k.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að lagabreytingum um að eftirlit frumframleiðslu grænmetis verði  flutt frá Matvælastofnun til HES.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrögin.
• SHÍ  (samtök heilbrigðiseftirlitssvæða) fundargerð frá september 2015.
Fundargerð framlögð.
• Aðalfundur SHÍ haldinn 20. október s.l í Reykjavík.
Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá aðalfundi SHÍ.
• Árlegur haustfundur HES, MAST, UST og ráðuneyta haldinn í Reykjavík 21. og 22. október s.l.
Starfsmenn HeV sögðu frá efni fundarins.
• Langisandur- skýrsla um sýnatökur af sjó við Langasand á Akranesi sumar 2015.
Framlagt
• Faxaflóahafnir – skýrsla um gerlamengun og vöktun 2014. Unnin af Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Framlagt
• Stykkishólmur- Ný samþykkt um hundahald gefin út af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 8. október 2015.
Framlagt

Fundið slitið kl:  18:10