117 – SSV stjórn

admin

117 – SSV stjórn

117 fundur stjórnar SSV


Fundur haldinn í stjórn SSV, miðvikudaginn 10 júní 2015 kl.13.00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.


Mætt voru; Ingveldur Guðmundsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Kristín Björk Árnadóttir, Gunnhildur Björnsdóttir, Ása Helgadóttir, Bjarki Þorsteinsson, Guðveig Eyglóardóttir, Eggert Kjartansson, Eyþór  Garðarsson, Sif Matthíasdóttir, Árni Hjörleifsson, Hafdís Bjarnadóttir.  Gunnhildur mætir í forföllum Valgarðs og Ása í forföllum Björgvins Helgasonar.  Einnig sátu fundinn Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri, og Hrefna B. Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn velkomna, þó sérstaklega varamenn.


1. Framlögð fundargerð frá 116 fundi stjórnar SSV.
Formaður lagði fram fundargerð frá 116 fundi stjórnar SSV til staðfestingar.  Samþykkt.

 

2. Samgönguáætlun 2015-2018
Rætt um drög að umsögn SSV um frumvarp að samgönguáætlun 2015-2018. 

Fram kom að fundarmenn eru afar ósáttir við stuttan fyrirvara í umsagnarferli.  Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi landshlutasamtaka og sveitarfélaga með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem fram fór 2. júní sl.   Hann sagði að Sunnlendingar hefðu gagnrýnt háar fjárveitingar til framkvæmda um Uxahryggi en svo virtist að þeir hefðu áhyggjur af aukinni umferð um Þingvallasvæðið.  Því er komin upp sú staða að Vestlendingar þurfa að standa vörð um þessa framkvæmd.   Til vegabóta á Uxahryggjaleið er áætlað að verja 500mkr á árunum 2016 og 2017, en auk þess er fjárveiting til verksins á árinu 2015.


Þá fór framkvæmdastjóri yfir þær framkvæmdir sem Vestlendingar vildu að yrðu teknar inn í áætlunina, en það eru sömu verkefni og tiltekin eru í umsögn sem lá fyrir fundinum.  Árni Hjö0rleifsson sem einnig sat fundinn gerði frekari grein fyrir umræðu fundarins.  Kristín Björg fór yfir fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem fram fór fyrr un daginn, en á þann fund voru boðaðir fulltrúar nokkurra sveitarfélaga.  Rætt var um áhersluatriði umsagnar um samgönguáætlun 2015 – 2018 og kynnt breytingartillaga sem lögð var fram af Eyþóri Garðarssyni, auk þess sem hann kynnti þá hugmynd a þjóðvegur 1 yrði sérstakur flokkur í samgönguáætlun.


Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum til Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þá hugmynd sem upp kom að taka þjóðveg nr. 1 frá öðru framkvæmdafé til samgöngumála og ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

 

3. Málefni fatlaðra
a. Lagt fram minnisblað frá fundi með Karli Björnssyni framkvæmastjóra.
Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fór fram 22.05 2015.
Framkvæmdastjóri fór yfir fundinn með Karli.  Stjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun vegna fjárveitinga stjórnvalda til málefna fatlaðra; Það er ljóst að fjárveitingar ríkisins til málefna fatlaðra standa engan veginn undir rekstri þessa mikilvæga málaflokks.  Á árinu 2014 greiddu sveitarfélög á Vesturlandi 87 mkr með rekstrinum.  Þrátt fyrir það er mjög erfitt að standa undir lögbundnum skyldum vegna málaflokksins.  Auk þess vantar verulega fjármagn til að byggja upp þjónustu við fatlaða einstaklinga á ákveðnum svæðum á Vesturlandi.  Stjórn SSV telur ljóst að ef fjárveitingar til málefna fatlaðra verði ekki hækkaðar í kjölfar viðræðna sveitarfélaga og ríkisins sem nú standa yfir, þá eru sveitarfélög á Vesturlandi knúin til þess að skila verkefninu aftur til ríkisins.

 

b. Lögð fram tillaga þjónusturáðs að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 sem og fundargerð frá fundi ráðsins 30.04 2015
Rætt um stöðu málaflokksins út frá kostnaði við rekstur hans og þá óþolandi stöðu sem uppi er.  Rætt um úthlutun þess fjármagns sem er til skiptanna og hvort samþykkja eigi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þegar ljóst er að fjárveitingar ríkisins standa ekki undir kostnaði.  Svohljóðandi bókun var samþykkt við afgreiðslu áætlunarinnar.
Stjórn SSV samþykkir að fjárveitingar til félagsþjónustusvæða á Vesturlandi og starfsemi Þjónusturáðs verði á árinu 2015 í samræmi við þá tillögu að fjárhagsáætlun sem fyrir liggur.  Að öðru leyti er vísað til fyrri bókana stjórnar varðandi fjárveitingar til málaflokksins.
Samþykkt.

 

Skipting fjármagns til félagsþjónustusvæðanna:
 Akraneskaupstaður  266.468 m.kr.
 Borgarbyggð   106.148 m.kr.
 Snæfellsnes    34.565 m.kr.
 Þjónusturáð      3.000 m.kr.
 Samtals      410.181 m.kr.

 

4. Almenningssamgöngur
Lagt fram erindi frá Eyþingi um breytingar á fargjöldum á ákvarðanatökuferli vegna fargjalda á akstursleiðum landshlutasamtakanna varðandi almenningssamgöngur á milli sveitarfélaga.  Tillaga liggur fyrir frá Eyþingi um breytt fyrirkomulag.  Hún gengur út á að formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sem aðild eiga að samkomulaginu fjalli um tillögu að gjaldskrárbreytingu á sameiginlegum fundi sínum.  Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að tillögur um gjaldskrárbreytingar þurfi samþykki aukins meirihluta fundarmanna (2/3). 

Stjórnir landshlutasamtaka fái síðan tillögu um gjaldskrárbreytingu til formlegrar samþykktar.
Stjórn SSV felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu. 

 

5. Starfsmannamál 
Lagt fram bréf frá Einari Eyjólfssyni atvinnuráðagjafa þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfum í eitt ár vegna náms.  Samþykkt að veita honum launalaust leyfi.  Brúa verður bilið og mun framkvæmdastjóri leggja fram tillögur að leiðum á næsta stjórnarfundi.

 

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 30. júní í Snæfellsbæ.

 

Að loknum stjórnarfundi hefst vinnufundur með samráðshópi um mótun framtíðarsýnar fyrir Vesturland.  Hann mun hefjast kl.14.00 og er áætlað að hann standi til kl. 17.30.

Fundarritari: HBJ