125 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

125 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERР
125. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 23. mars 2015 kl: 15 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit.
Á fundinum voru:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Eyþór Garðarsson (EG), varaformaður
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Hulda Hrönn Sigurðardóttir (HHS)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Halla Steinólfsdóttir (HS)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi sem ritaði fundargerð.  Trausti Gylfason boðaði forföll og einnig Sigrún Guðmundsdóttir og kom varamaður hennar Halla Steinólfsdóttir á fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna og var síðan  gengið til dagskrár. 
Dagskrá.
1. Ársreikningur HeV 2014.
Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning 2014.
Ársreikningur samþykktur og undirritaður.
Samþykkt að leggja ársreikninginn fyrir aðalfund HeV þann 25. mars n.k.
2. Gæðakokkar- Héraðsdómur Vesturlands 20. febrúar 2015.
HeV kærði matvælafyrirtækið Gæðakokka fyrir vörublekkingu í  byrjun mars  2013 að undangenginni  rannsókn MAST  á kjötinnihaldi í ýmsum kjötvörum. Dómur féll í málinu 20. febrúar s.l. og fyrirtækið var sýknað.
Framlagt
3. Starfsleyfi
-Trésmiðjan Akur, Akranes- Endurnýjun
-Skeljungur hf, sjálfsafgreiðslustöð Ólafsbraut 27, Ólafsvík- Endurnýjun
-Grillhúsið ehf, Brúartorgi 6, Borgarnesi- Nýr rekstraraðili
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
4. Umsagnir til sýslumanns. Rekstrarleyfi veitinga- og gististaða.
Hraun eldhús ehf,  Hraun Veitingahús, Ólafsvík –  Nýr rekstraraðili
Fossatún ehf, Fossatún Borgarbyggð – Gisting, Veitingar- Endurnýjun, breytt
Hverinn ehf, Kleppjárnsreykir- Veitingar, heimagisting- Endurnýjun, breytt
Fornistekkur 4, Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarsveit. Gisting, sumarhús – Nýtt leyfi.
Egils Guesthouse, Egilsgötu 6- 8, Borgarnesi. Gisting – Endurnýjað leyfi.
Efstiás 1, Kambshólsland, Hvalfjarðarsveit. Gisting, sumarhús. – Nýtt leyfi.
Hamrahlíð 2, Grundarfirði, gisting, íbúð – Nýtt leyfi
Framlagt.
5. Umsagnir til sýslumanns vegna tækifærisleyfa
Félagsheimilið Staðarfell, Dalabyggð, þorrablót 14. feb´15
Félagsheimilið Lýsuhóll, Staðarsveit, þorrablót 21. feb´15
Félagsheimilið Miðgarður, Hvalfjarðarsveit, þorrablót 21.feb´15
Félagsheimilið Brúarás, Borgarbyggð, góugleði 7. mars ´15
Félagsheimilið Lyngbrekka, Borgarbyggð, skemmtun 20.mars´15
Hjálmaklettur Borgarnes, dansleikur 27. mars ´15
Félagsheimilið Brautartunga, hagyrðingakvöld 28. mars´15
Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, Akranesi – Konukvöld ÍA, 27. mars´15
Framlagt
6. Tóbakssöluleyfi. Gefið út til 4 ára.
Samkaup Strax Búðardal – Endurnýjun
Grillhúsið ehf, Brúartorgi 6, Borgarnesi- Nýtt leyfi
Laxárbakki, Hvalfjarðarsveit – Endurnýjun
Olís Brúartorgi 8, Borgarnesi – Endurnýjun
Staðfest
7. Tóbakssöluundanþága fyrir ungmenni 16-18 ára.
Verslunin Virkið Rifi, undanþága fyrir 1 ungmenni.
Ábyrgðarmaður er Sólveig B. Agnarsdóttir
Undanþágan gildir frá 2. mars 2015 – 2. september 2015
Staðfest
8. Aðrar umsagnir
-Skáley Dalabyggð. Deiliskipulagstillaga-frístundabyggð. Umsögn send til byggingarfulltrúa.
– Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Umsögn send  til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
– Hótel Ólafsvík, teikningar vegna stækkunar húsnæðis. Umsögn send til byggingarfulltrúa.
– Nesvegur 5 Grundarfirði, teikningar vegna breytinga húsnæðis, veitingastaður – Umsögn send til byggingarfulltrúa.
– Primuskaffi/þjónustumiðstöð Hellnum, teikningar vegna breytinga húsnæðis. – Umsögn send til byggingarfulltrúa.
-Sólvellir 15, Bjargarsteinn, Grundarfirði, teikningar vegna nýs húsnæðis, veitingastaður. Umsögn send til byggingarfulltrúa.
Framlagt
9. Önnur mál 
• Heimasíða HeV, hvernig á hún að vera?
Rætt um vistun heimasíðu fyrir heilbrigðiseftirlitið og almennt hvaða upplýsingar ættu að vera þar.  Hugmynd kom fram að óska eftir  samstarfi við SSV um þetta mál. Framkvæmdastjóra falið að kanna málið.
• Drög að reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína.
Framkvæmdastjóri fór yfir drög að reglugerðinni sem send voru frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti til umsagnar þann 17. mars s.l.
Bókun: Nefndin leggur til  að  fjarlægðarmörk  milli eldishúsa og íbúabyggðar séu miðuð við lóðamörk og/eða landamerki jarða en ekki miðuð við staðsetningu mannvirkja.  Þá finnst nefndinni eðlilegt að fjarlægðarmörk verði einnig sett vegna dreifingar á mykju/skít frá eldishúsum.  Við skilgreiningu fjarlægðarmarka í reglugerðinni  verði tekið mið af hagsmunum almennings.
• Urðunarstaðurinn Bjarnhólar , Borgarbyggð. – Áform um dagsektir og krafa  frá  Umhverfisstofnun  um að urðun verði hætt. Bréf frá UST 30. janúar ´15
Framlagt
• Sorpurðun Vesturlands, Fíflholtum – Úrbótaáætlun samþykkt- Bréf frá UST 30. janúar ´15
Framlagt
  Hulda Hrönn yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu á þessum lið.
• Sorpurðun Vesturlands, Fíflholtum.  – Reglubundið  eftirlit, – Bréf frá UST 30.janúar  ´15
Framlagt.
• Vorfundur HES (heilbrigðiseftirlitsvæðin á Íslandi)  með  samstarfsaðilum verður haldinn að Hótel Laxá við Mývatn, 11. -12. maí n.k.
Stjórnin heimilar formanni nefndar að sækja fundinn.
• Aðalfundur HeV  verður haldinn á  Hótel Hamri 25. mars n.k,  kl. 11.00.
            Stjórnarmönnum er heimilt að sækja fundinn.

Fundi slitið kl: 16:55.