115 – SSV stjórn

admin

115 – SSV stjórn

115. fundur stjórnar SSV

Fundur haldinn í stjórn SSV, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 10.00 í Leifsbúð í Búðardal.


Mætt voru; Ingveldur Guðmundsdóttir, Eggert  Kjartansson, Sif Matthíasdóttir, Björgvin Helgason, sem sat fundinn sem varamaður Hjördísar Stefánsdóttur, Kristín Björg Árnadóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Árni Hjörleifsson, Eyþór Garðarsson, Rakel Óskarsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Magnús Snorrason sem sat fundinn sem varamaður Bjarka Þorsteinssonar.  Einnig sátu fundinn Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri og Hrefna B.  Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá
1. Framlögð fundargerð frá 114. fundi stjórnar SSV
Formaður lagði fram fundargerð frá 114. fundi stjórnar SSV til staðfestingar.
Stjórn staðfesti fundargerðina

 

2. Vesturlandsstofa
a. Breyting á stjórn Vesturlandsstofu ehf.
Lögð fram tillaga um  að Páll S. Brynjarsson taki við stjórnarformennsku í Vesturlandsstofu ehf. á aðalfundi 25. mars n.k. og að Ólafur Sveinsson verði varamaður.  Stjórn samþykkti tillöguna
b. Uppgjör fyrir rekstur Vesturlandsstofu árið 2014
Lagður fram ársreikningur Vesturlandsstofu árið 2014.  
Framkvæmdastjóri SSV fór yfir ársreikninginn.  Rekstrartekjur Vesturlandsstofu fyrir árið 2014 voru kr. 40.216.891.  Rekstrargjöld 37.538.628.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði eru kr. 1.915,837 kr.  Fjármunagjöld 941.109 kr. Rekstrarafgangur 974.728.  Skammtímaskuldir félagsins eru 11.081.707 kr.    Samþykkt að vísa ársreikningi til aðalfundar.

 

3. Málefni fatlaðra, Þjónustusvæði Vesturlands bs.
a. Framlagður ársreikningur fyrir byggðasamlag um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
Rekstrartekjur Þjónustusvæðisins eru 402.503.135 kr.  Af því er útsvar innheimt frá sveitarfélögum 59.186.945 kr.  Rekstrargjöld eru 401.963.934 kr.  Fjármunatekjur 135.811 kr. Rekstrarafkoma ársins 675.012 kr.  Framkvæmdastjóri SSV fór yfir ársreikninginn og skiptingu til félagsþjónustusvæðanna þriggja innan Vesturlands. 
Stjórn samþykkti ársreikninginn og vísaði honum til umfjöllunar á aðalfundi.
b. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra um umræðu á fundi bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi um skipulag á málefnum fatlaðra á Vesturlandi.
Minnisblað lagt fram.  Rætt um erfiða stöðu í rekstri málaflokksins, en Akranes og Borgarbyggð eru að greiða verulegar fjárhæðir með rekstrinum umfram tekjur.    Fundarmenn almennt sammála um að þjónustan sé betri hjá sveitarfélögunum en þau ekki tilbúin að greiða með málaflokknum eins og gert hefur verið.  Framundan eru uppbyggingaráform á Snæfellsnesi sem ekki eru fyrirséð vegna fjármagnsskorts.  Samþykkt að ítreka bókun stjórnar frá stjórnarfundi þann 3. desember sl. og leggja áherslu á aukinn sveigjanleika varðandi félagsþjónustusvæði. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga um stöðu viðræðna ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

4. Menningarmál 
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning menningarsamningsins.  Rekstrartekjur eru 42.143.000 kr.  Rekstrargjöld eru kr. 37.454.205 kr.  Fjármunatekjur 488.919 kr.  Rekstrarafgangur kr 5.177.714 kr.  Rekstrarafgangur skýrist af hærra framlagi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármagn sem ætlað var til stefnumótunarvinnu færist yfir til ársins 2015 og afskrifaðir voru styrkir sem ekki hafði verið vitjað frá fyrri árum.   
Stjórn samþykkti ársreikninginn með undirritun sinni og vísaði honum til umfjöllunar á aðalfundi

 

5. Vaxtarsamningur Vesturlands
Lagður fram til kynningar ársreikningur Vaxtarsamnings Vesturlands.
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikninginn.  Rekstrartekur ársins eru 23.750.000 kr. Rekstrargjöld eru 27.471.386 kr.  Rekstrartap (3.721.386) kr. Fjármunatekjur 1.173.361 kr.  Tap ársins  ( 2.548.025) kr.  
Vísað til samþykktar stjórnar Vaxtarsamnings Vesturlands. 
   
6. Ársreikningur SSV
Framkvæmdastóri fór yfir ársreikninginn.  Heildartekjur eru 422.924.086 kr.  Heildargjöld kr. 422.741.985 kr. Fjármunatekjur 142.692 kr. Hagnaður ársins 324.793 kr.  Inni í þessum reikningum er rekstur almenningssamganga en tekjur af þeim rekstri eru 2.817 þús. kr.  Skuldir og eigið fé eru 100.710.432 kr.
Stjórn samþykkti ársreikninginn og vísaði honum til umfjöllunar á aðalfundi.

 

7. Aðalfundur SSV
Lögð fram dagskrá fyrir aðalfund SSV sem fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi miðvikudaginn 25. mars n.k. kl. 14:30.  Dagskrá dagsins mun hins vegar hefjast kl. 10:00 með aðalfundi Símenntunarmiðstöðvarinnar.  Heilbrigðisnefnd Vesturlands kl. 11. Sorpurðun Vesturlands hf. kl. 12:45 og Vesturlandsstofa kl. 14:00.  
Stjórn samþykkti tillögu að dagskrá aðalfundar SSV.


Lagt fram erindi Hvalfjarðarsveitar þess efnis að Björgvin Helgason taki sæti aðalmanns í stjórn og Ása Helgadóttir til vara.  Aðalmaður í stjórn, Hjördís Stefánsdóttir hefur óskað eftir því að láta af stjórnarsetu.  Samþykkt að vísa erindinu til aðalfundar.

 

8. Sóknaráætlun 2015-2019
Lögð fram greinargerð um þau verkefni sem stjórn þarf að taka ákvörðun um varðandi nýjan samning um sóknaráætlun.  Auk þess er lagt fram minnisblað frá Alta um svæðisskipulag. 
Framkvæmdastjóri fór yfir samningaferli vegna sóknaráætlunar og helstu verkefni henni tengdri. 
Mótun framtíðarsýnar; Stjórn samþykkti að boða til  þjóðfundar á Vesturlandi til að ræða framtíðarsýn.  Framkvæmdsstjóra falið að vinna tillögu að tímasetningu og hvernig staðið verði að boðun þátttakenda.  Rætt um að starfsmenn SSV vinni stöðugreiningu í samráði við sveitarfélögin á Vesturlandi. 
Uppbyggingarsjóður;  Lögð fram tillaga að verklags- og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn sem og tillaga að skipan stjórnar.  Tillaga að verklags- og úthlutunarreglum samþykkt.  Þá samþykkti stjórn að skipa eftirtalda aðila í úthlutunarnefnd;
Helga Guðjónsdóttir, formaður
Rakel Óskarsdóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
Sveinn Pálsson
Hallfreður Vilhjálmsson
Fjárhagsáætlun Sóknaráætlunar Vesturlands 2015;   Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Sóknaráætlun Vesturlands 2015.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt.

 

9.  Almenningssamgöngur
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra um breytingar á sumaráætlun Strætó árið 2015.  Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Strætó bs. um kostnað við akstur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem og umsögn um mögulegar breytingar á tímatöflu á leið 58 og 82.
Stjórn samþykkti að gera ekki breytingar á tímasetningum á leiðum 58 og 82.
Stjórn samþykkti að fækka ferðum á leið 81 um tvær á viku.  Þetta þýðir að eknar verða þrjár ferðir á viku í stað fimm eins og verið hefur frá árinu 2012. 
Mikil umræða varð um tillögu að akstri um sunnanvert Snæfellsnes en fyrir fundinum liggur tillaga um akstur frá Vegamótum til Arnarstapa, tvær ferðir á dag.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við fulltrúa Strætó bs. um möguleika í stöðunni til að draga úr kostnaði.  Í framhaldinu verði tillögur sendar á stjórn í tölvupósti.  

 

10. Skrifstofa SSV
Lagt fram minnisblað þar sem óskað er heimildar stjórnar til að fara í endurnýjun á heimasíðu SSV. 
Stjórn samþykkti að heimila að óskað verði tilboða í nýja heimasíðu fyrir SSV.

 

11. Húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs á Vesturlandi
Lagt fram minnisblað frá framkvæmadstjóra varðandi umræðu á fundi bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi um húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs í landshlutanum.
Samþykkt var að skipa þriggja manna vinnuhóp um húsnæði í eigu Íbúðarlánasjóðs á Vesturlandi, í hópnum verði bæjarstjórnarnir á Akranesi og Snæfellsbæ og sveitarstjóri Borgarbyggðar.  Með hópnum starfi atvinnuráðgjafi frá SSV. 

 

12. Kosningar í stjórnir og ráð
Lagt fram yfirlit yfir þær stjórnir og ráð sem SSV þarf að tilnefna fulltrúa í vorið 2015
Stjórn samþykkti að tilnefna eftirfarandi aðila;
Símenntunarmiðstöð Vesturlands:  Kristín Björg Árnadóttir aðalmaður og Hrefna B. Jónsdóttir, varamaður.
Ferðamálasamtök Vesturlands:  Guðveig Eyglóardóttir, aðalmaður, og Margrét Björk Björnsdóttir, varamaður.
Vinnumarkaðsráðs Vesturlands:  Valgarður Jónsson aðalmaður og Páll Brynjarsson, varamaður.

 

13. Efling fjarskipta
Lagt fram minnisblað frá Rafal ehf. sem unnið var fyrir atvinnuráðgjöf SSV.  Þar kemur fram að áætlaður kostnaður við forhönnun ljósleiðaranets í Dalabyggð er kr. 705.000.  Samþykkt að veita fjármagni til verkefnisins af því fjármagni sem fékkst í gegnum fjárfestingaráætlun Sóknaráætlunar árið 2012 en um var að ræða framlag til þriggja ára.

 

14. Framlögð mál
– Yfirlit frá framkvæmdastjóra um helstu fundi og ráðstefnur sem hann hefur sótt fyrir hönd SSV.  Undir þessu lið var samþykkt að framkvæmdastjóri fari með umboð SSV á aðalfundi Spalar þann 20. mars 2015
 
Fundi slitið kl. 12:45.

Að loknum fundi var snæddur léttur hádegisverður í Leifsbúð.  Eftir hádegisverðinn kynnti  Anna Margrét Tómasdóttir Ungmenna – og  tómstundabúðirnar á Laugum og Sveinn Pálsson, sveitarstjóri,  fór yfir stöðu Dalabyggðar hvað varðar rekstur og byggðaþróun.