113 – SSV stjórn

admin

113 – SSV stjórn

113 fundur stjórnar SSV

Fundur haldinn í stjórn SSV, miðvikudaginn 3 desember 2014 kl. 09.30 að Hótel Stykkishólmi.

Mætt voru: Ingveldur Guðmundsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson, Hafdís Bjarnadóttir,  Eyþór Garðarsson, Eggert Kjartansson, Árni Hjörleifsson, Guðveig Eyglóardóttir, Rakel Óskarsdóttir, Valgarður Jónsson, Sif Matthíasdóttir,  Kristín Björg Árnadóttir og Björgvin Helgason sem situr fundinn sem varamaður Hjördísar Stefánsdóttur.  Auk þess sátu fundinn Páll S Brynjarsson, framkvæmdastjóri og Hrefna B. Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

1.      Menningarmál

a.      Starfshópur um menningarmál

Framlagt endurskoðað erindisbréf fyrir starfshóp í menningarmálum.  Jafnframt lagðar fram tilnefningar frá sveitarfélögunum um skipan fulltrúa í starfshópinn.

Helena Guttormsdóttir, Borgarbyggð, aðalmaður og Eggert Antonsson Dalabyggð varamaður.

Jónella Sigurjónsdóttir, Hvalfjarðarsveit aðalmaður og Anna Leif Elísdóttir varamaður.

Sigríður Finnsen, Grundarfirði aðalmaður og Kristjana Hermansdóttir Snæfellsbæ varamaður

 

 Erindisbréf starfshópsins var samþykkt.

 

b.      Menningarstefna Vesturlands

Lagt fram minnisblað frá menningarfulltrúa um málstofu um menningarstefnu sem fram fór á Bifröst 21. nóvember s.l. Páll fylgdi minnisblaðinu úr hlaði og fór yfir áherslur í tengslum við stefnumótunarvinnu.

 

c.       Fjárhagsáætlun 2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir rekstur menningarmála á árinu 2015.

Formaður fylgdi lykiltölum í fjárhagsáætlun úr hlaði og framkvæmdastjóri fór yfir óvissuþætti í tekjum þar sem fjárlög ríkisins liggja ekki endanlega fyrir sem og fyrirhugaða hækkun á starfshlutfalli menningarfulltrúa um 10% sem kemur fram í áætlun  

Fjárhagsáætlun samþykkt með fyrirvara um fjárframlög frá ríkinu.

 

2.      Vesturlandsstofa

a.      Erindisbréf starfshóps um markaðs- og ferðamál

Lögð fram endurskoðuð drög að erindisbréfi starfshóps um markaðs- og ferðamál.

Erindisbréfið var samþykkt.

b.      Fjárhagsáætlun Vesturlandsstofu 2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Vesturlandsstofu 2015

Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir fjárhagsáætlun komandi árs.  Rætt um áherslur í markaðsmálum.  Samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu fjárlaga en allt bendir til að Ferðamálastofa muni setja sömu fjárhæð til markaðsstofanna árið 2015 og á yfirstandandi ári.

 

3.      Almenningssamgöngur

a.      Yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna það sem af er árinu 2014

 

Lagt fram yfirlit yfir rekstur almenningssamganga á svæðinu sem eru í umsjá SSV. 

Fram kom að Snæfellingar vilja fá betri þjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi og óskuðu eftir því að tímanlega verði haldinn fundur til að skipuleggja sumaráætlanir á Snæfellsnesi.  Einnig var rætt um merkingar strætóskýla en þar má gera talsverðar umbætur á Snæfellsnesi og hafa sveitarfélögin ákveðið að setja fjármagn í þá framkvæmd.

Framkvæmdastjóri lagði til að starfshópur um almenningssamgöngur yrði lagður niður og þessi mál yrðu framvegis rædd á vettvangi stjórnar.  Stjórn samþykkti tillöguna og þakkaði starfshópnum fyrir vel unnin störf.  Einnig var samþykkt að óska eftir fundi með Strætó og óska eftir útreikningum um afkomu og farþegafjölda ákveðinna leiða

 

b.      Tillaga að samkomulagi við Eyþing

Lagt fram minnisblað um tillögu að samkomulagi við Eyþing en þar segir m.a. 

Eftir umræðu og yfirferð um málið er niðurstaðan að leggja til eftirfarandi:

ü  Eyþing haldi eftir 12 m.kr. af framlagi Vegagerðarinnar

ü  Sameiginlegt félag SSV, SSNV og FV haldi eftir öllum fargjaldatekjum á leið 57

ü  Umsýsla með leið 57 verði hjá SSV

ü  Samkomulagið gildi frá og með 1. Janúar 2014 til 31.12.2015 og verði endurskoðað að þeim tíma liðnum.  Jafnframt verði á gildistíma samkomulagsins unnið að varanlegri lausn þar sem tekið er tillit til hagsmuna allra aðila.

Tillagan samþykkt.

 

4.      Málefni fatlaðra

a.      Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 18.11 2014 vegna umsóknar um aukaframlag.

Ósk SSV um aukaframlag vegna áranna 2011 til 2013 hefur verið hafnað. 

Rætt um fjármagnsvöntun til málaflokksins og lagaákvæði um aukna þjónustu við fatlaða og lögð til bókun:

„Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkir að hvetja Samband íslenskra sveitarfélaga  að beita sér af alefli fyrir auknum  fjárveitingum til reksturs málefna fatlaðra, enda er ljóst að sveitarfélögin í landinu er að greiða með verkefninu.  Jafnframt mælir stjórn SSV eindregið með því að Samband íslenskra sveitarfélaga fari sér mjög hægt í allri umræðu um frekari tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga á meðan rekstrarumhverfi í málefnum fatlaðra er eins og raunber vitni

Framkvæmdastjóra falið að senda bókunina á Samband íslenskra sveitarfélaga, auk þess að óska eftir auknu fjármagni frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2014.

 

b.      Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra um þörf þjónusturáðs fyrir vinnuframlag. 

Framkvæmdastjóri fór yfir samtal við Þjónusturáð Vesturlands um þörf ráðsins fyrir frekari stuðning við þeirra störf, samkvæmt samþykkt stjórnar frá 22. okt. sl. 

Stjórn samþykkti að heimila framkvæmdastjóra að bjóða formanni þjónusturáðs 10% starfshlutfall og leita eftir samkomulag við Akraneskaupstað þar um.

 

5.      Sóknaráætlun

a.      Sóknaráætlun 2015-2019

Lögð fram til kynningar drög að samningi um sóknaráætlun fyrir árin 2015-2019

Þau drög sem liggja fyrir eru á vinnslustigi og talsverðar athugasemdir hafa komið fram við þau.  Fram kom að fulltrúar menningarsamninga hafa haft talsverðar athugasemdir við samninginn en að þessu sinni er áætlað að samningurinn taki til verkefna sóknaráætlana, menningar- og vaxtarsamninga.

 

b.      Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra að breytingum á nýtingu fjárveitingar vegna verkefnisins „Efling fjarskipta og gagnaflutninga á Vesturlandi“.

Rætt um mikilvægi þess að heimili í dreifbýli gætu tengst ljósleiðara og reyna með öllum tiltækum ráðum að afla frekar fjármagns til ljósleiðaravæðingar.  Stjórn samþykkti að Helgafellssveit fengi kr. 5.000.000 kr. til ljósleiðaravæðingar en fjármagnið kemur úr sóknaráætlunarverkefninu „Efling fjarskipta og gagnaflutninga á Vesturlandi“.

 

6.      Starfsendurhæfing Vesturlands

Lögð fram endurskoðuð drög að skipulagsskrá fyrir Starfsendurhæfingu Vesturlands og tillaga um stofnframlag SSV.  Jafnframt var lagt fram minnisblað um áætlaðan rekstrarkostnað. 

Framkvæmdastjóri fór yfir aðdraganda að stofnun sjálfseignarstofnunar um Starfsendurhæfingu Vesturlands. 

Í umræðum var bent á þjónustuþörf í öllum landshlutanum og lagðar fram óskir um þriðja VIRK-starfsmanninn á Snæfellsnesi. 

Fyrirhugaður er stofnfundur Starfsendurhæfingarinnar þann 11. desember n.k.  Vegna þessa þarf að tilnefna í stjórn endurhæfingarinnar.  Þrír fulltrúar verða skipaðir af hálfu SSV og um það rætt að einn fulltrúi kæmi úr stjórn, einn fulltrúi úr félagsmálanefndum sveitarfélaga og einn yrði fagaðili.  Þess yrði jafnframt gætt að fulltrúarnir kæmu frá félagsþjónustusvæðunum þremur á Vesturlandi.  Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri geri tillögu um stjórnarmenn á tölvupósti.

Stjórn gerði ekki athugasemdir við skipulagsskrá og samþykkti að veita kr.500.000 í stofnfé Starfsendurhæfingar Vesturlands.

 

7.      Alþjóðlegt verkefni um nýtinu lífmassa sem orkugjafa

Lögð fram kynning á verkefninu Bioenergy and organic fertilizers in rural areas, en SSV og Sorpurðun Vesturlands eru aðilar að umsókn um verkefnið ásamt fleiri íslenskum og erlendum aðilum. 

Bjarki Þorsteinsson gerði athugasemd við það að verkefni sem hafi upphaflega verið undir forustu Orkuseturs Landbúnaðarháskólans sé flutt til Háskólans Akureyri.

 

8.      Vaxtarsamningur Vesturlands

Lagt fram yfirlit yfir úthlutanir úr Vaxtarsamningi Vesturlands á árinu 2014.   

 

9.      Skipan fulltrúa á vegum SSV í stjórnir og starfshóps

Lagt fram yfirlit yfir tilnefningar fulltrúa frá SSV í stjórn Minjaráðs Vesturlands og Ráðgjafanefnd Heilbrigðisumdæmis Vesturlands. 

Fulltrúar í Ráðgjafanefnd Heilbrigðisumdæmis Vesturlands:

Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð og Katrín Gísladóttir, Stykkishólmi.

Minjaráð Vesturlands:

Einar Brandsson, Akranesi og Eyþór Garðarsson, Grundarfirði.

Stjórn staðfesti þessar tilnefningar

 

10.  Stjórnarfundir og aðalfundur 2015

Lögð fram tillaga að dagsetningum og staðsetningu stjórnarfunda fram að næsta aðalfundi.  Jafnframt lögð fram tillaga að staðsetningu og dagsetningu fyrir aðalfund 2015.  Stjórn samþykkti framkoma tillögu um að dagsetningar og staðsetningar á næstu stjórnarfundum sem og að aðalfundur SSV fyrir árið 2015 fari fram 25 mars 2015.

 

11.  Framlögð mál

          Kynning formanns á samstarfsvettvangi EFTA-ríkja í sveitarstjórnarmálum, en formaður sótti nýverið fund vettvangsins í Brussel.

          Yfirlit frá framkvæmdastjóra um helstu fundi og ráðstefnur sem hann hefur sótt fyrir hönd SSV. 

          Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög sjóðsins til SSV á árinu 2015.

          Bréf frá Póst og fjárskiptastofnun um ljósleiðarauppbyggingu sveitarfélaga og annarra opinberra aðila.

           

12.  Fundargerð síðasta fundar.

 

Framlögð fundargerð frá stjórnarfundi 22. október s.l. 

Stjórn samþykkti fundargerðina.

 

Fundi slitið kl. 12:20.