112 – SSV stjórn

admin

112 – SSV stjórn

Fundargerð

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV, miðvikudaginn 22 október 2014 kl.09:30

að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Ingveldur Guðmundsdóttir, formaður, Eyþór Garðarsson, Rakel Óskarsdóttir, Valgarður Jónsson, Eggert Kjartansson, Árni Hjörleifsson, Guðveig Eyglóardóttir, Bjarki Þorsteinsson, Hilmar Hallvarðsson, Hafdís Bjarnadóttir og Hjördís Stefánsdóttir. Einnig sat fundinn Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð og Jónína Erna Árnadóttir fulltrúi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

1.    Kosning varaformanns og ritara

Rakel Óskarsdóttir var kosin varaformaður

Hafdís Bjarnadóttir var kosin ritari

2.    Upplýsingar fyrir nýkjörna stjórn

Lagt fram minnisblað um starfshætti stjórnar SSV og lögð fram tillaga að tímasetningu funda fram að aðalfundi.

Stjórn ræddi minnisblað um starfshætti og kom með ábendingar sem framkvæmdastjóra var falið að vinna frekar með.

Tillaga að dagsetningum stjórnarfunda og aðalfundar árið 2015 var samþykkt.

3.    Menningarmál

a.    Framlagt bréf frá menningarfulltrúum á landsbyggðinni

b.    Erindisbréf starfshóps um menningarmál

Stjórn samþykkti tillögu að erindisbréfi með breytingum og fól framkvæmdastjóra að kalla eftir tilnefningu fulltrúa í hópinn frá sveitarfélögunum fyrir 1. nóvember n.k.

c.    Lagt fram minnisblað um vinnu við menningarstefnu fyrir Vesturland

Menningarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu og leggja minnisblað fyrir næsta fund stjórnar um niðurstöðu „Málstofu um stefnumótun í menningarmálum“ sem fer fram á Bifröst 21 nóvember n.k.

4.    Vesturlandsstofa

a.    Rætt um starfsmannamál

Stjórn samþykkti framlagða tillögu um breytingar á starfsmannahaldi Vesturlandsstofu.

b.    Erindisbréf starfshóps um markaðs- og ferðamál

Stjórn samþykkti að endurskoða framlögð drög og fól framkvæmdastjóra að vinna að því.

c.    Stefna Vesturlandsstofu í kynningar og markaðsmálum

Rætt um stefnu Vesturlandsstofu í kynningar- og markaðsmálum. 

5.    Almenningssamgöngur

a.    Yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna það sem af er árinu 2014

Lagt fram yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna á svæðinu sem eru í umsjá SSV.  Stjórn lýsir yfir ánægju sinni með jákvæða þróun á rekstri verkefnisins.

b.    Lagt fram minnisblað um viðræður um uppgjör á milli Eyþings og landshlutasamtakana í Norðvesturkjördæmi.

Stjórn tekur undir tillögur framkvæmdastjóra um lausn á uppgjörsmálum og er honum falið að vinna áfram að þeim.

6.    Málefni fatlaðra

a.    Rætt um skýrslu KPMG um málefni fatlaðra á Vesturlandi

b.    Lagt fram minnisblað frá fundi þjónusturáðs með Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fulltrúum Velferðarráðuneytisins.

Framkvæmdastjóra falið að senda erindi á Jöfunarsjóð þar sem rökstutt er frekar eldra erindi um sérframlag úr sjóðnum til Vesturlands í ljósi nýrra upplýsinga um rekstarkostnað.

c.    Rætt um verkefni þjónusturáðs

Framkvæmdastjóra falið að ræða við fulltrúa í þjónusturáði um þörf þess fyrir frekari aðstoð frá skrifstofu SSV.

7.    Sóknaráætlun

Farið yfir fjárveitingar til verkefnisins fyrir árið 2015 og stöðu á endurskoðun þess.

Stjórn SSV krefst þess að tillaga fjárlaga fyrir árið 2015 um fjárveitingu til Sóknaráætlana verði endurskoðuð og fjárveitingin hækkuð og verði að lágmarki sambærileg við fjárveitingu ársins 2014.

Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að vinna umsögn við tillögu að skapalóni fyrir samninga við stjórnvöld um sóknaráætlun fyrir árin 2015-2019.

8.    Minjavernd

Á fundinn mætti Magnús Sigurðsson minjavörður Vesturlands og kynnti drög að reglugerð um minjavörslu, en þar er kveðið á um stofnun Minjaráðs Vesturlands.

Stjórn þakkaði Magnúsi kynninguna og fagnar því að sveitarfélögin fái beina aðkomu að minjaráði með skipan fulltrúa í gegnum SSV.  Jafnframt telur stjórn mikilvægt að kostnaður vegna ráðsins sé greiddur af Minjastofnun.

9.    Starfsendurhæfing Vesturlands

Lögð fram drög að skipulagsskrá fyrir Starfsendurhæfingu Vesturlands og tillaga um stofnframlag SSV.

Stjórn SSV tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir frekari upplýsingum um rekstrarforsendur verkefnisins.

10.    Atvinnuráðgjöf og vaxtarsamningur

Á fundinn mætti Ólafur Sveinsson og gerði grein fyrir helstu verkefnum atvinnuráðgjafar og vaxtarsamnings.

11.    Umsagnir um lagafrumvörp

Rætt um vinnulag við gerð umsagna um lagafrumvörp og þingsályktanir.     

12.    Framlögð mál

            Bréf vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Stjórn hvetur sveitarfélög á Vesturlandi til að minnast þessa merku tímamóta

            Yfirlit frá framkvæmdastjóra um helstu fundi og ráðstefnur sem hann hefur sótt fyrir hönd SSV.

            Fundargerð frá framhaldsaðalfundi og málþingi SSV sem fram fór í Búðardal 18. september s.l.