120 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

120 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

120. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Þriðjudaginn 10. júní 2014 kl: 10 var haldinn símafundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
 
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA) formaður
Sigrún Guðmundsdóttir, (SG)
Eyþór Garðarsson (EG)
Trausti Gylfason (TG)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Ragnhildur Sigurðardóttir komst ekki á fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna til símafundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
1.      Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna slógdreifingar á Miðhrauni II, 25.apríl´14.
Starfsleyfi vegna slógdreifingar á Miðhrauni II  í Eyja – og Miklaholtshreppi var kært til ráðuneytis í október 2011. Úrskurður frá ráðuneyti barst loks nú í lok apríl.
Framkvæmdastjóri greindi frá helstu atriðum í nýjum úrskurði þar sem m.a kemur fram að ekki þurfi starfsleyfi ef flokka má „úrgang“ sem aukaafurð dýra og notuð úr vinnslu eiganda.
Heilbrigðisnefnd óskar eftir skýringum frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti á því hvort ekki beri að endurskoða öll starfsleyfi sem gefin hafa verið út til fiskvinnslufyrirtækja á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Jafnframt furðar nefndin sig á hversu langan tíma það tók ráðuneytið að úrskurða í máli  þessu.
 
2.      Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (UUA) vegna gistingar í  Harbour Hostel, Stykkishólmi, 23. maí 2014.
Framkvæmdastjóri greindi frá nýjum úrskurði þar sem rekstraraðili Harbour Hostel (Sjávarborg) kærði, í júní 2013, skilyrði í umsögn HeV , til Sýslumanns Snæfellinga, vegna  stærðar gistirýmis í svefnherbergjum á staðnum. HeV gerði kröfur um a.m.k. 4 fm á hvern gest í gistirými þannig að það væri t.d í samræmi við fermetrafjölda á íbúa í starfsmannabúðum. Þessu var hafnað af úrskurðarnefnd.  
Heilbrigðisnefnd álitur að með úrskurði þessum sé gengið á rétt neytenda í gistirými. Framkvæmdastjóra falið að senda UAR bréf þar sem óskað er eftir að hollustuháttareglugerð 941/2002 verði tekin til  endurskoðunar  sem fyrst
með ofangreindan úrskurð í huga. Óskað er eftir leiðbeiningum um hvernig aðbúnaður skuli vera í gistiherbergjum þar til að reglugerð verður löguð.
 
3.      Búseta á þynningarsvæði Grundartanga. Bréf frá UAR 22.maí´14 til Framkvæmdastjóri sagði frá afriti af bréfi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti til Hvalfjarðarsveitar og íbúa á Aðalvík, Hvalfjarðarsveit, sem óskaði eftir því að fá að breyta sumarhúsi sínu, sem stendur innan skipulags þynningarsvæðis, í íbúðarhús með heilsárs búsetu. Ráðuneyti óskar eftir frekari  skýringum frá sveitarfélaginu vegna leyfisveitinga til bygginga á þynningarsvæði.
Framlagt.
 
4.      Vorfundur á  Hótel Glym.
Árlegur fundur Heilbrigðiseftirlits Sveitarfélaga (HES), Matvælastofnun  (MAST), Umhverfisstofnun (UST), Atvinnuvegaráðuneytis (ANR) og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (UAR) var haldinn 12.- 13. maí s.l. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sá um fundahaldið þetta árið.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu atriði af fundinum. Fundargerð af vorfundinum verður framlögð á næsta fundi.
 
5.      Starfsleyfi Brúneggja ehf að  Stafholtsveggjum, Borgarbyggð.
Engar athugasemdir bárust við  auglýsta starfsleyfistillögu (2.maí – 30. maí s.l) en ábendingar varðandi reksturinn þegar hann hefst. Tillaga að starfsleyfi var auk þess send  til MAST, UST, Borgarbyggðar og umsækjanda.
Samþykkt að gefa út starfsleyfi.
 
6.      Starfsleyfi
Vatnsveita Hrísakoti, Helgafellssveit.- Nýtt.
Félagsheimilið Brautartunga, Lundareykjadal. –Kotakinn ehf, Tjaldstæði, veitingarekstur/greiðasala,.- Nýtt
Verslunin Virkið, Hafnargata 11, Rifi, Solla Bláfeld ehf.- Matvöruverslun- Nýr rekstraraðili.
Ísgöng ehf, Ísgangagerð í Langjökli. Tímabundið leyfi til 1. október 2014.
Vatnaskógur Svínadal, Hvalfjarðarsveit. Skógarmenn KFUM,- Endurnýjun
Sumarbúðir  KFUKÖlveri, Hvalfjarðarsveit. – Endurnýjun.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
 
7.      Umsagnir til sýslumanns.
Hótel Hafnarfjall, Hvalfjarðarsveit. Tourist Online ehf. – Veitingar og gisting.-  Nýr rekstraraðili.
Olís Brúartorg 8, Borgarnesi- Olíuverslun Íslands – Veitingar- Endurnýjun.
Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf. Húsafelli. Veitingar – Endurnýjun.
Gistihúsið Steindórsstöðum, Reykholtdal. Gisting. – Endurnýjun.
Ferðaþjónustan Stóra-Kroppi, Setraco ehf. – Endurnýjun
Hvítárbakki III, Borgarbyggð, Milli vina ehf. – Endurnýjun
Álfabrekka 4, Ytri-Skeljabrekku- Sumarhús- Nýtt
Fjóluklettur 18, Borgarnesi.- Heimagisting – Nýtt
Hvítárbakki VII, Borgarbyggð, Hvítárbakki ehf. Gisting og veitingar. –Nýtt
Freyjulundur, Aðalgötu 24a Stykkishólmi. Sælkerahúsið ehf.- Kaffihús- Nýtt
Grillið Veitingaþjónusta, Ólafsbraut 19, Ólafsvík. Veitingaþjónusta Dóru ehf.- Nýr rekstraraðili.
Þórisstaðir, Svíndal, Hvalfjarðarsveit, Fálki ehf.- Heimagisting.- Nýtt
Ferðaþjónustan Fljótstungu, Hvítársíða, Borgarbyggð. – Gisting- Endurnýjun
Hvassafell II, Norðurárdal, Borgarbyggð. – Heimagisting – Nýtt
Skriðuland, Saurbæ, Dalabyggð, P1 ehf- Gisting og veitingar- Nýtt
Sæunnargata 12, Borgarnesi.  Heimagisting- Nýtt
Skemman (Safnaðarheimilið) Hvanneyri.  Kaffihús-  Nýr rekstraraðili
Rauðanes II, Borgarbyggð.- Heimagisting- Nýtt
Hvítidalur, Saurbæ, Dalabyggð. – Sumarhús – Nýtt
Búrfell, Reykholtsdal, Borgarbyggð – Heimagisting – Nýtt
Kálfhólabyggð 11, í landi Stóra Fjalls, Borgarbyggð- Sumarhús. –Nýtt
Samkomuhús Grundarfjarðar, Sólvöllum, Grundarfirði- Endurnýjun
Kaffi Emil, Grundargötu 35, Grundarfirði. Bongó slf– Nýr rekstraraðili.
Neskinn 4, Stykkishólmi.- Gisting, íbúð. – Nýtt
Veiðihús Norðurá, Rjúpnaási, Borgarbyggð, Chef slf. – Nýr rekstraraðili
Gistiheimilið Virkið, Hafnargötu 11, Rifi. – Veitingar og gisting.- Endurnýjun
Hraun Veitingahús, Grundarbraut 2a, Ólafsvík- Veitingar- Nýr rekstraraðili
Kaffi Sif,  Klettsbúð 3,Hellissandi., Labradorit ehf, Kaffihús- Endurnýjun
Hvammur, Eyja – og Miklaholtshreppi. Sumarhús/íbúðarhús- Endurnýjun
Snjófell, Arnarstapa, Snæfellsbæ. – Veitingar. – Endurnýjun
Félagsheimilið Skjöldur Helgafellssveit, Endurnýjun
Hótel Framnes, Nesvegur 4, Grundarfirði.- kaffihús og gisting- Nýtt
Frystiklefinn Hafnargötu,  Rifi. Gisting og samkomuhús. – Nýtt
Blómalindin, Vesturbraut 12a, Búðardal. Kaffihús- Nýtt.
Kálfhólabyggð 12a, í landi Stóra Fjalls, Borgarbyggð- Sumarhús. – Nýtt 
 
Framlagt.
 
8.      Umsagnir vegna tækifærisleyfa
Reiðhöllin Vindási, Reiðhöll Borgarnesi, dansleikur 23. apríl´14.
Hjálmaklettur, Menntaskóla Borgarfjarðar. Árshátíð Nemendafélags MB 16.maí´14
Hreðavatnsskáli, Borgarbyggð. Dansleikur 7. jún´14
Félagsheimilið Brautartungu, Lundarreykjadal, Dansleikur 16. júní n.k
 
Framlagt.
  
9.      Tóbakssöluleyfi- útgefin ti 4 ára.
Grillið Veitingaþjónusta, Ólafsbraut 19, Ólafsvík.
Gistihúsið Langaholt ehf, Ytri Görðum, Snæfellsbæ
Hönnubúð Reykholti, Borgarbyggð.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi
 
10.  Tóbakssöluundanþágur
N1 Brúartorgi, Borgarnesi fyrir 4 ungmenni. Ábyrgðarmaður er Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri N1 í Borgarnesi. Undanþágurnar gilda frá 6. júní til 1. september n.k.
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar.
 
11.  Aðrar umsagnir
·         Teikningar, Austurgata 7,  Stykkishólmi, (Sjúkrahús breytingar). Sent til byggingarfulltrúa.
·         Teikningar Austurgata 7, Stykkishólmi, vegna gisti- og veitingastaðar. Sent til byggingarfulltrúa.
·         Vegna geymslu á fínryki frá Kratus ehf Grundartanga í fyrrverandi sementsverksmiðju Mánabraut 20. Sent til framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness. 
·         Tillaga að flutningi og urðun á 9500 sóttmengaðra kjúklinga í Fíflholtum.
 
Framlagt
 
12.  Önnur mál

  • Bréf frá Umboðsmanni skuldara, dags.15.04.14,  vegna einstaklings sem rak fyrirtæki í gistirekstri  á Vesturlandi 2009.  Skuld til HeV er upp á 70 þús.  Framkvæmdastjóri sagði frá efni bréfsins og viðskiptum þessa einstaklings við HeV.

 

  • Ákvörðun Skipulagsstofnunar um  matskyldu sólarkísils verksmiðju á Grundartanga, dags. 25. apríl 2014. Framlagt.

 

  • Tvær undanþágur UAR vegna laugagæslu og sundkennara (dags. 21.05.14)  Umhverfis- og auðlindaráðuneyti gaf út nú á dögunum undanþágu vegna hæfnisprófs sundkennara við sundlaug grunnskóla á Vesturlandi og gildir undanþágan út þetta skólaár. Hin undanþágan er vegna aldurs sundlaugarstarfsmanns við litla sundlaug á Vesturlandi. Framlagt

 

  •  Leyfi til veitinga- og/eða gististarfsemi. Bréf frá sýslumanni Borgfirðinga frá 22. maí 2014  um meinta ólöglega starfsemi.  Um er að ræða meintan ferðaþjónusturekstur (gisting, veitingar, hestaferðir) sem ekki hefur rekstrarleyfi frá sýslumanni.  Framlagt.

 

  • Losun slógs í sjó. Bréf frá UST 23. maí 2014  vegna fiskvinnslu í Grímsey sem losar slóg í sjó.  Framlagt

 
 
Fundi slitið kl:   10: 45