105 – SSV stjórn

admin

105 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundar  SSV, mánudaginn 28. mars 2014 kl. 12 á Hótelinu í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sigurborg Kr.

Hannesdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir og Halla Steinólfsdóttir, sem sat fundinn sem aðalmaður í forföllum Hallfreðs Vilhjálmssonar. Jón Þór Lúðvíksson var forfallaður. 

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til fundar.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram.

 

2.   Fundur með þingmönnum 18.03.2014.

Formaður gerði grein fyrir fundi með þingmönnum en fundurinn var haldinn í Alþingishúsinu.  Farið var yfir þá óvissu sem er varðandi samninga við ríkið. Einnig var farið yfir fjarskiptaverkefni sem unnið hefur verið á vegum SSV.

 

3.   Menningarsamningur

Fyrir liggja drög að menningarsamningi sem borist hefur frá menntamálaráðuneytinu.  Framkvæmdastjóri sagði frá fundi fulltrúa landshlutasamtakanna sem fram fór í gær.  Í bígerð er sameiginlegt erindi landshlutasamtaka til ráðherra menntamála og ráðherra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.  Óvissa um fjármagn til samninganna er farin að hafa slæm áhrif þar sem ekki er hægt að úthluta til verkefna.

 

Stjórn SSV sér sér ekki fært að samþykkja samninginn eins og hann er fram lagður.  Fyrirvarinn er stuttur og í ljósi þess óskar stjórn eftir lengri tíma til að greina samninginn út frá efnislegum forsendum og felur formanni og framkvæmdastjóri að ræða við ráðherra og önnur landshlutasamtök um framhald mála.    

 

4.   Fundir um samgöngu og fjarskiptaáætlun.

Kynnt fundaröð Innanríkisráðuneytisins um samgönguáætlun 2015 – 2026.  Boðaðir eru til fundarins stjórn landshlutasamtakanna og samgöngunefnd SSV vegna stefnumótunar 7. apríl n.k.

Ólafi falið að hafa forgöngu um undirbúning fjarskiptamála fyrir fundinn.  Hrefnu og Ingibjörgu V. falið að halda utan um undirbúning vegna samgönguhlutans.

Framkvæmdastjóri lagði fram gögn frá fundi sem haldinn var hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samgöngu- og fjarskiptaáætlun.  Aðalmálefni fundarins voru farskiptamál.  Sérfræðingar kynntu leiðir til að efla tengingar í dreifbýli sem almennt eru afar kostnaðarsamar. Þeir leituðu til landshluta- samtakanna um aðkomu að verkefnum á heimavettvangi.  Þeirra hlutverk verði þá að greina aðstæður og að koma jafnvel að áframhaldandi vinnu út frá greiningunni.

 

5.    Málefni fatlaðra.

a.    Ársreikningur lagður fram til kynningar.

Bíður afgreiðslu til næsta fundar.

 

6.       Málþing að hausti.

Samþykkt að halda málþing að hausti þann 19. september sl.

 

7.       Önnur mál.

a.       Skýrsla stjórnar frá aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf.

Lögð fram.

b.      Skýrsla menningarfulltrúa frá aðalfundi Menningarráðs Vl. 2014

Lögð fram

c.       Ársreikningur Vesturlandsstofu fyrir árið 2014.

Lagður fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10

Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV.