6 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

6 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 23. maí 2013 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH) og Davíð Pétursson (DP) Reynir Þór Eyvindarson (RÞE) og Sveinn Pálsson (SP) Dalabyggð fyrir IG.

Kristinn Jónasson (KJ), Ingveldur Guðmundsdóttir (IG) og Gunnar Sigurðsson (GS) boðuðu forföll.

Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS), Anna Steinsen (AS).

 

1.    Yfirlit yfir stöðu verkefnisins.

Páll setti fund og fór yfir dagskrá sem fyrir lá. Hann tilkynnti jafnframt þá ákvörðun stjórnar SSV frá því um morguninn að greiða vinnuhópnum þóknun sambærilega nefndum SSV frá og með síðustu áramótum.

ÓS fór í stuttu máli yfir fjárhagsstöðu verkefnisins frá áramótum. Uppsafnað tap frá áramótum er upp á rúmlega 4 milljónir. Skv. áætlun er gert ráð fyrir að niðurstaða verði jákvæð þann 1. september þegar ár er liðið frá innleiðingu kerfisins. Fjárhagsyfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuðina verður sent fundarmönnum.

 

2.    Minnisblað frá Smára Ólafssyni Strætó, varðandi vetrarakstur 2013/2014

SÓ fór yfir minnisblaðið sem sent hafði verið til fundarmanna fyrir fund. Til skoðunar var að:

Fella niður ferð milli Akraness og Borgarness kl. 15:26 sem sett var upp vegna nemanda í Fjölbrautaskólanum, en ferðin hefur ekki verið notuð.

Athugasemdir komu fram vegna tillögu J

Samþykkt var að skoða leið J á 58 og 82.

Fram kom vilji til að milda áhrif tillögunnar gagnvart Dölunum. Rætt var um að skoða þann möguleika að fá heimamenn til að aka ferðir í Bifröst/Borgarnes.

PB og DP falið að skoða leið 81, t.d. sunnudagsferð.

SÓ var beðinn um að senda farþegatalningar til fundarmanna.

Ennfremur var SÓ beðinn um að kostnaðarmeta miðvikudagsferð á Snæfellsnes og SP og SÓ að skoða möguleika á því að nota heimamenn sem verktaka í Dölum.

Samþykkt var að fundarmenn fari yfir tillögurnar og kynni heima fyrir áður en endanleg niðurstaða verður tekin varðandi vetraráætlun.

 

3.    Önnur mál

RÞE beindi þeim tilmælum til Strætó að hætt væri við akstur niður í Leirvogstungu. SÓ upplýsti að verið væri að vinna í því að hætta alfarið að koma við í Leirvogstungu, en nota anna bíl í það. RÞE bent á að það væri óvíst hvenær það kæmist í framkvæmd. Ef enginn farþegi fer hvorki inn eða út úr vagninum sé óþarfi og afskaplega óvinsælt að taka krókinn framhjá strætóskýlinu.

DP spurði af hverju hefði hefði verð breytt akstri í Reykholt, hvort ekki hefði mátt hafa vetraráætlun fram til 1. júní eða þar til skólum væri lokið. Svarið við því er að búið er að innleiða sumaráætlun.

 

Næsti fundur er boðaður 3. júní kl. 16:00

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20

Fundargerð ritaði  ÓS