10 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

10 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FUNDARGERÐ
10. AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Föstudaginn 19. apríl 2013 kl: 13 var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn  á Hótel Borgarnesi.

 

Mætt voru:
Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð:
Laufey Jóhannsdóttir, Hvalfjarðarsveit
Regína Ásvaldsdóttir, Akranesi
Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ
Páll Brynjarsson, Borgarbyggð.
Ingveldur Guðmundsdóttir, Dalabyggð

Stjórnarmenn:
Sigrún H. Guðmundssdóttir formaður,  Snæfellsbæ

Aðrir gestir:
Gunnar Sigurðsson, formaður SSV, Akranesi
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV
Sveinn Pálsson, Dalabyggð

Starfsmenn: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir.

Sigrún Guðmundsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Kristinn Jónasson var  samþykktur sem fundarstjóri og Ása Hólmarsdóttir ritaði fundargerð.
  
Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2012.
Sigrún Guðmundsdóttir, formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2012.
Skýrslan framlögð og verður send til sveitarstjórna.

 

2. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2012
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári og önnur mál sem brenna á eftirlitinu í daglegu starfi.
Skýrslan framlögð og verður send til sveitarstjórna.

 

3. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2012
Framkvæmdastjóri fór helstu lykiltölur í ársreikningi 2012 og rekstur heilbrigðiseftirlitsins.


4. Umræður um skýrslu stjórnar, skýrslu Heilbrigðiseftirlits og ársreikning.
Umræður um starf HeV á árinu, skýrslu stjórnar og ársreikning.
Páll Brynjarsson ræddi samskipti sveitarstjórna við Matvælastofnun og Umhverfisstofnun og tók undir efni í skýrslu heilbrigðiseftirlits 2012 um samskipti þessara stofnana við sveitastjórnir.  Hvatti hann  stjórn SSV til að halda á lofti merkjum sveitarfélaganna við þessar stofnanir.

Ársreikningur samþykktur samhljóða.


5. Önnur mál.

• Umboð  Heilbrigðisnefndar árið 2014.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands leggur til við aðalfund eftirfarandi tillögu.

„Aðalfundur samþykkir að umboð starfandi Heilbrigðisnefndar Vesturlands, verði lengt fram yfir næstu sveitarstjórnarkosningar 2014 og myndaðir hafa verið meirihlutar í sveitarfélögum á Vesturlandi.“

Tillagan samþykkt samhljóða.

• Nýr stjórnarmaður í stjórn Heilbrigðisnefndar.
Tillaga frá Akraneskaupsstað um að Þröstur Þór Ólafsson verði aðalmaður í stjórn heilbrigðisnefndar í stað Jóns Pálma Pálssonar.

Samþykkt samhljóða.

• Launakjör nefnarmanna hjá SSV.
Framkvæmdastjóri ræddi  launakjör nefndarmanna í Heilbrigðisnefnd Vesturlands og tillögur frá SSV, frá 27. mars s.l,  um starfskjör nefnda á vegum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Framlagt.


Fundi slitið kl:   14:05