113 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

113 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

113. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 15. apríl 2013 kl: 17:00 var haldinn fundur í Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3.
Á fundinum voru:
Sigrún Guðmundsdóttir, formaður (SG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Eyþór Garðarson (EG)
Laufey Jóhannsdóttir (LJ)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Trausti Gylfason boðaði forföll og enginn varamaður kom inn fyrir hann. Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
Dagskrá.
1) Málefni  heilbrigðisnefndar. – Launamál nefnda á vegum SSV.- Lagt fram bréf dagsett 27. mars 2013 frá SSV.
Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti efni bréfsins.
2) Ársreikningur HeV 2012. 
Framkvæmdastjóri skýrði og fór yfir ársreikning  Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2012.
Ársreikningur samþykktur og undirritaður af stjórn og framkvæmdastjóra HeV.
3) Matvælafyrirtæki- Vörublekking- Gæðakokkar í Borgarnesi.
Gögn lögð fram vegna málsins.
Framkvæmdastjóri greindi frá gangi málsins  og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til gagnvart fyrirtækinu s.s. kæru vegna blekkinga.
Stjórnin harmar  kynningu MAST í fjölmiðlum í kjölfar sýnatöku af kjötvörum í matvælum og telur að ekki hafi verið gætt meðalhófsreglu vegna málsins.
4) Ný efnalög.  Lög samþykkt  frá Alþingi 26. mars 2013.
Framkvæmdastjóri greindi frá aðdraganda málsins og efni breytinga í nýjum lögum m.a yfirfærslu eftirlits frá HES til UST.
Framlagt.

5) Heitloftsþurrkun JHS Fish Product Ltd.,  Ægisbraut 2-4, Búðardal.
Framkvæmdastjóri kynnti málið og drög að  starfsleyfi fyrir slíkan rekstur.
Heilbrigðisnefnd álítur sig ekki geta auglýst starfsleyfisdrög fyrirtækja sem ekki eru með kenntitölu.
6) Síldarmengun í Kolgrafarfirði.-  Staða mála.
Framkvæmdastjór og Eyþór  Garðarson  úr Grundarfirði kynntu stöðu mála, næstu framtíðarhorfur vegna mengunar í friðinum. Fram kom að enn er verið að urða grútarmengaðann jarðveg úr Kolgrafarfirði í Fíflholtum. Fundur verður með ráðuneyti, Vegagerð, íbúum og fleiri aðilum sem málið snerta í vikunni.
7) Starfsleyfi frá síðasta fundi.
Vatnsveita Skálpastöðum, Borgarbyggð. Mjólkurframleiðsla – Nýtt
Vatnsveita Deildartungu, Borgarbyggð – Mjólkurframleiðsla – Nýtt
Fiskmarkaður Íslands Reitarvegi 12 Stykkishólmi. Fiskmarkaður, – Nýtt
Skeljungur Stöðin Skagabraut 43.- Endurnýjun
EFLA ehf vegna gangaborunar í Langjökli. – Endurnýjun, tímabundið leyfi.
Hlín-  Borgarbraut 74, Borgarnesi, snyrtivöruframleiðsla. – Nýtt
ÁTVR Grundargötu 38, Grundarfirði –  Nýtt.
Vegagerðin  vegna starfsmannabúða við Reykjadalsá Miðdölum.- Tímabundið leyfi.
Svínabú Höndlunar ehf  Hýrumel, Borgarbyggð. – Yfirfærsla leyfis.
Gáma, sorpmóttökustöð, Höfðaseli 18, Akranesi. – Endurnýjun
Almenna Umhverfisþjónustan Grundarfjörður vegna grútarflutnings úrKolgrafarfirði.- Tímabundið leyfi.
Sæfrost ehf, Ægisbraut 4 Búðardal. -Frysting sjávarafurða – Breytt
Múlavirkjun ehf, Vatnsorkuvirkjun, Eyja- Miklaholtshreppi. Nýtt.
SG- sultur, Suðurgötu 50a Akranesi. – Sultuframleiðsla.- Nýtt
Fiskmarkaður Íslands Norðurtanga 6 Ólafsvík. – Endurnýjun.
Fiskmarkaður Íslands Hafnargötu 6 Rifi. – Endurnýjun
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
8) Umsagnir til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi)
Jaðar I í  Borgarbyggð, sumarhús. – Endurnýjun
Þyngslalöpp ehf,  Edduveröld, Skúlagötu 17 Borgarnesi. Veitingastaður – Nýtt leyfi
Hótel Vogur, Fellströnd, Dalabyggð. Heyá ehf. – Nýr staður, nýtt leyfi.
Island Tours Iceland, Hreðavatnsskála Borgarbyggð. Veitingastaður. -Nýtt leyfi.
Ship O Hoj Brúartorgi 4 Borgarnesi. Veitingastaður og matvöruverslun. – Nýtt leyfi
 Framlagt.

Umsagnir vegna tækifærisleyfa.
Félagsheimilið Miðgarður, Hvalfj.sveit. Ungm.félagið Þrestir – Þorrablót 23. 02.13
Hjálmaklettur Borgarnes. Knattspyrnudeild Skallagríms – Þorrablót 16.02.13
Félagsheimilið Brautartunga Borgarbyggð, Þorrablót 23.02.13
Félagsheimilið Brúarás Borgarbyggð, Góugleði 08.03.13
Félagsheimilið Brún Borgarbyggð, samkoma 01.03.13
Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, Konukvöld ÍA, 22.03.13
Félagsheimilið Lyngbrekka, samkoma 06.03.13
Hjálmaklettur Borgarnes. Nemendafélag Menntaskóla Borgarnesi, árshátíð 14.03.13
Snæfellingshöllin Grundarfirði, tónleikar og dansleikur,  26. og 27.03.13
Brautartunga Borgarbyggð,  samkoma 13. apríl n.k .
Hjálmaklettur Borgarnesi, Samstöðuball Borgarbyggðar, 12.04.13
Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, Sjávarréttakvöld ÍA 26.04.13
Framlagt
Leyfi vegna förgunar íbúðarhúss (brenna)
Lambastaðir í Laxárdal. Slökkvilið Dalabyggðar. 06.02.13
 
Framlagt
9) Tóbakssöluleyfi
Sturlaugur AK 10. Bárugötu 8-10 Akranesi.
Olíuverslun Íslands, Aðalgötu 25, Stykkishólmi.
 Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
10)  Aðrar umsagnir.
• Urðarfellsvirkjun Húsafelli. – Umsögn send Skipulagsstofnun 7. mars s.l
Framlagt.
• Grundartangi deiliskipulag vestursvæðið. – Umsögn vegna fráveitumála send Hvalfjarðarsveit 15. mars s.l
Framlagt.
• Fiskimjölsverksmiðja HB Granda Akranesi. – Umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis send UST 10. apríl s.l
Framlagt.
11)  Önnur mál.
• Múlavirkjun.- Niðurstaða Skipulagsstofnunar  frá 1. mars s.l
Framlagt.
• Bensínlyktarmál á  Akranesi, Presthúsabraut –Vallarbraut. 14.- 19. mars´13
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og aðgerðir HEV þegar bensínlykt kom upp á Akranesi. 
• Vanskilalisti fyrirtækja .
Samþykkt að fara í frekari innheimtuaðgerðir gegn fyrirtækjum sem ekki standa í skilum og afskrifa í samræmi við tillögur framkvæmdastjóra
• Árskýrsla OR 2012. Hreinistöðvar í Borgarbyggð.
Framlagt.
• Námskeið sem HeV tók þátt í vegna  matvælaeftirlits í framleiðslufyrirtækum í samvinnu við TAIEX 12. -14. mars  s.l og námskeið MAST um fullyrðingar á merkingum matvæla 10. apríl.
Ása greindi frá efni námskeiðanna sem hún sótti.
• Aðalfundur HeV 19. apríl 2013, Hótel Borgarnesi kl: 13:00
Framkvæmdastjóri greindi frá fyrirhuguðum aðalfundi HeV sem verður haldinn með öðru sniði nú en vanalega þar sem einn aðalfundadagur verður á vegum stjórna og nefnda Sveitarfélaga á Vesturlandi.
Samþykkt að stjórnarmenn, auk formanns og framkvæmdastjóra, hafi heimild  til sækja  aðalfund HeV.
• Kynningarfundir  um niðurstöður umhverfisvöktunar  iðnðarfyrirtækja á Grundartanga 2012, 17. apríl n.k. kl: 13 á Hótel Glym.
Samþykkt að stjórnarmenn hafi heimild til að sækja kynningarfundinn.

Ólafur vék af  fundi eftir 3.  lið dagskrár, kl: 17:50
Fundi slitið kl: 18:55