90 – SSV stjórn

admin

90 – SSV stjórn

F U N D A R G ER Ð
 Stjórnarfundur  haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn  30. ágúst 2012 kl. 19:00 á Hótel Stykkishólmi.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Bjarki Þorsteinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir.  Sigríður Bjarnadóttur boðaði forföll og hafði varamaður ekki tök á að mæta í hennar stað.  Áheyrnarfulltrúar: Halla Steinólfsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.            Fundargerð síðasta fundar.

2.            Undirbúningur aðalfundar.

3.            Þemavinna á aðalfundi.

4.            Almenningssamgöngur.

5.            Málefni fatlaðra

6.            Fundargerðir.        

7.            Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til síðasta fund stjórnar fyrir aðalfund og gekk til dagskrár.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

a.    21. ágúst 2012.

Samþykkt.

 

2.   Undirbúningur aðalfundar.

 

Farið yfir gögn sem varða aðalfund.  Dagskrá, skýrslu stjórnar, drög að ályktunum, nefndir sem starfa á fundinum og fjárhagsáætlun.  Samþykkt tillaga til stjórnar.  Fastagjald sveitarfélaga verði 330.000 kr. pr. sveitarfélag en 165.000 kr. á sveitarfélög með færri en 300 íbúa.  Framlag pr. íbúa kr. 1.000 kr. Þar af 250 kr. eyrnamerktar Markaðsstofu Vesturlands eða 3.844 þús kr.

Ólafur lagði fram samantekt á tekjusamsetningu Markaðsstofunnar.  Lögð fram gögn sem sýna framlög sveitarfélaga á öðrum landssvæðum til sambærilegrar starfsemi.

Rætt um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. 

 

3.   Þemavinna á aðalfundi.

Sigurborg fór yfir gögn sem lögð hafa verið í hendur hópstjóra sem munu stjórna umræðum á sínum borðum á aðalfundinum.  Rætt um velferðarmál og áherslur innan þess víðfeðma geira. 

 

4.   Almenningssamgöngur.

Formanni falið að undirrita samninga um almenningssamgöngur.

Stjórn SSV fagnar innleiðingu heilstæðs almenningssamgöngukerfis innan Vesturlands og til og frá höfuðborgarsvæðinu.  Í mótun eru samgöngukerfi sem verður með eitt viðmót um allt land sem gerir notkun almenningssamganga aðgengilegri fyrir alla landsmenn. Stjórn vill koma á framfæri þakklæti til starfmanna SSV fyrir undirbúning verkefnisins.

 

5.   Málefni fatlaðra

a.    Þjónustusvæðið Vesturland, ársreikningur 2011.

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Þjónustusvæðisins Vesturlands bs. sem samþykktur var af þjónusturáði fyrr í dag. 

Ársreikningurinn staðfestur og verður lagður fyrir aðalfund á morgun.  Rekstrarafgangur kr. 6.249.708.

 

6.   Fundargerðir.     

a.    Samgöngunefnd 29.08.2012

 

7.    Önnur mál.

a.    Raforkumál.

Lögð fram tillaga að bókun til aðalfundar vegna kostnaðar við dreifingu á raforku til almennra nota og niðurgreiðslu til húshitunar. 

 

Formaður lýsti yfir að hann taki ekki sæti í stjórn eftir aðalfund og þakkar stjórnarmönnum kærlega ánægjulegt og árangursríkt samstarf þessi tvö ár sem hann hefur setið í stjórn.  Hann þakkaði stjórn SSV og starfsfólki samstarf og óskar þeim velfarnaðar í mikilvægum störfum sínum fyrir landshlutann og íbúa hans. 

 

Fundi slitið kl. 20:50.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.