110 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

110 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299 

FUNDARGERÐ

110. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 10. desember 2012 kl: 16. Símafundur.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Sigrún Guðmundsdóttir
Eyþór Garðarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Ólafur Adolfsson mætti ekki á fundinn og varamaður ekki boðaður í hans stað. Formaður bauð  fundarmenn velkomna til símafundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá
 
1)      Verkaskipting milli heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar.
 Svar Umhverfisráðuneytis dagsett 21. nóv´12 vegna bréfs HeV frá 30. jan´12 um verkefnaflutning frá Umhverfisstofnum til heilbrigðiseftirlits.
Heilbrigðisnefnd fagnar því að ráðuneytið taki undir efni bréfs frá 30. jan ´12 og væntir þess að vinnu við framsalsmál og verkaskiptingu  HES og UST ljúki sem fyrst.
 
2)      Drög að breyttum samstarfssamningi sveitarfélaga um HeV.
Framkvæmdastjóri lagði  fram drög að breyttum samningi en núverandi samningur er frá árinu 1999.
Málið rætt og lagðar til breytingar.  Samþykkt að senda samningsdrögin svobreytt til sveitarfélaga á Vesturlandi.
 
3)      Starfslýsingar starfsmanna HeV. (endurskoðun frá 1999)
Starfslýsingar sem gerðar voru árið 1999 uppfærðar með hliðsjón af breyttu laga- og reglugerða umhverfi.
Samþykktar.
 
4)      Frumvarp til laga frá Alþingi.
Frumvarp til laga um velferð dýra. Ósk um umsögn frá atvinnuveganefnd Alþingis. –Framlagt
 
Frumvarp til laga um búfjárhald. Ósk um umsögn frá atvinnuveganefnd Alþingis.  -Framlagt.
 
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.- Ósk um umsögn frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. –
Heilbrigðisnefnd fagnar öllum breytingum á lögum sem varða lífsgæði og velferð almennings. Í grein 5 b. er gert ráð fyrir vöktun vegna loftgæða og tilkynningar til almennings um loftgæði sem byggja á mælingum. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a :  „ áhrif frumvarpsins á kostnað sveitarfélaga eru talin  óveruleg en á það bent að frekari útfærsla á hlutverki sveitarfélaga mun koma fram í reglugerð sem verða kostnaðarmetnar sérstaklega „
Heilbrigðisnefndir  utan Reykjavíkursvæðis reka ekki mælistöðvar fyrir loftgæði og því verður ekki séð annað en að kaup á mælistöð muni kosta verulega fjárhæð auk kostnaðar við hefðbundin rekstur. Heilbrigðisnefnd Vesturlands telur því að kostnaðarmat verði að koma fram í greinargerð með frumvarpinu og hvernig eigi að bregðast við þessum miklu útgjöldum.
 
5)      Laxeyri ehf, Borgarbyggð – Seiðaeldisstöð í Húsafelli.
Rætt um bréf sem HeV sendi  fyrirtækinu  hinn  4. október s.l  vegna mengunarvarna við seiðaeldisstöðina á Húsafelli í Borgarbyggð. Gefinn var frestur til 15. nóvember til svara en svar hefur ekki borist.
Fyrirtækinu er gefinn frestur til 20. desember n.k til að svara bréfi HeV, dagsett 4. október 2012, um mengunarvarnir við seiðaeldisstöðina á Húsafelli að viðlagðri afturköllun á starfsleyfi.
 
6)      Starfsleyfi frá síðasta fundi.
Íslands Treasures ehf., sælgætispökkunar – og dreifingarfyrirtæki, Kirkjubraut 37 á Akranesi.- Nýtt
Mýranaut, sölumarkaður Brúartorgi 4 í Borgarnesi- Tímabundið leyfi, 4 helgar í nóv-des.
Símenntunarmiðstöð á Vesturlandi, kennsluhúsnæði, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.-Nýtt
Símenntunarmiðstöð á Vesturlandi, kennsluhúsnæði, Kirkjutúni 2, Ólafsvík.- Nýtt.
Jaðarsbakkalaug-íþróttamiðstöð, Akranesi.  -Endurnýjun
Tjaldsvæði Lýsudal- Lýsudal, Staðarsveit, Snæfellsbæ.  -Nýtt
Múlavirkjun ehf, Eyja- og Miklaholtshreppi. -Nýtt
Vatnsveita OR Akranesi.  -Endurnýjun
SD Þjónusta, Stillholt 23, Akranesi- Verslun með hreinlætisvörur og þvottahús.- Nýtt.
Snyrtistofa Guðrúnar, Stillholti 23 Akranesi. –Nýtt.
Lífland ehf., framleiðsla á húsdýrafóðri. Klafastaðavegi 1, Grundartanga.- Nýtt.
IV Iceland, Vatnsverksmiðja, Rifi Snæfellsbæ.-  Nýtt.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
7)      Umsagnir til sýslumanns. – (afgreitt frá síðasta fundi )
 
Tækifærisleyfi:
Jaðarsbakkar, Akranesi- Herrakvöld  ÍA 3. nóvember
Félagsheimilið Þinghamar Borgarbyggð,  dansleikur 24. nóvember
Félagsheimilið Logaland, Borgarbyggð, árshátið, 17. nóvember
Félagsheimilið Brautartunga, Borgarbyggð, 11. nóvember.
Félagsheimilið Hjálmaklettur Borgarnes, dansleikur,  1. nóvember
 
Framlagt
 
Brennur og flugeldasýningar.:
Björgunarsveitin Brák, skoteldasýning, Borgarnes 24. nóvember.
S.A, Akranesi. Brenna á Víðigrund Akranesi þann 31. desember.
Lionsklúbburinn Ólafsvík. Brenna við Hvalsá 6. janúar 2013.
Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ. Brenna  á Breiðinni, Rifi 31. desember.
 
                   Framlagt.
 
8)      Tóbakssöluleyfi
N1 hf., Hyrnan, Brúartorgi 1, Borgarnesi.
Heilbrigðisnefnd staðfestir leyfið.
 
9)      Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.
Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneyti dagsett 30. nóv´12 til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs (HHK) vegna starfa unglinga yngri en 18 ára í verslunum sem selja tóbak. HHK sendi erindi til Velferðarráðuneyti þann 30. október s.l vegna athugasemda frá Samtökum verslunar og þjónustu um þá skoðun HHK að ábyrgð á tóbakssölu skuli ekki varpað á barn.
Framkvæmdastjóri skýrði aðdraganda málsins og niðurstöðu úrskuðar ráðuneytis þar sem fallist er á skoðun HHK. Nefndin ræddi ennfremur um útgáfu undanþága á Vesturlandssvæðinu og sýnileika þeirra á sölustöðum.
Starfsmönnum HeV falið að vinna að hentugri útfærslu og senda tóbakssöluaðilum á Vesturlandi bréf vegna úrskurðar Velferðarráðuneytis.
 
10)  Aðrar umsagnir.
Ísgöng í Langjökli  til Skipulagsstofunar. Umsögn HeV nr. 2 vegna málsins dagsett 23. nóvember s.l
Flæðigryfja á Grundartanga. Umsögn HeV  til Skipulagsstofnunar dagsett 29. nóvember s.l
Framlagt og staðfest.
 
Trausti Gylfason sat hjá í afgreiðslu um umsögn um flæðigryfju á Grundartanga vegna hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
 
11)  Önnur mál.
·         Umhverfisúttekt á Grundartanga. Bréf Faxaflóahafna frá 13. nóvember s.l. Óskað eftir tilnefningu fulltrúa  til samstarfs í starfshópi  vegna umhverfisúttektar á Grundartanga og nágrenni.
Nefndin samþykkir að  taka þátt í verkefninu og að þóknun fyrir útselda vinnu verði í samræmi við gildandi gjaldskrá.  
 
·         Urðunarstaður Akraneskaupsstaðar við Berjadalsá.
Umhverfisráðuneytið sendi þann 22. nóvember s.l  beiðni um umsögn HeV vegna tímabundninnar undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn sem er nýlega útrunnið.
Heilbrigðisnefnd mælir með að veitt verði undanþága til eins árs.
 
Jón Pálmi Pálsson sat hjá við afgreiðslu á þessum lið með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
 
·         Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi,  29. október s.l
Framkvæmdastjóri greindi frá efni fundarins.
 
·         Úttekt á mengunarvarnarbúnaði hjá bensínstöðvum.
Starfsmenn HeV greindu frá úttekt á mengunarvarnabúnaði nokkura bensínstöðva.
 
·         Bréf  frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 30. nóv´12  um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.
Í lagabreytingunni, nr. 24/2012,  er kveðið á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um umhverfsmál sbr. 10. gr laganna.
Ráðuneytið óskar eftir tillögum um  hvað skuli afmarka viðmið um skaðleg/hættuleg frávik vegna mengandi efna í umhverfinu.
Framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið.
 
·         Úrskurður vegna frumframleiðslu.
Bréf frá  Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti  til Matvælastofnunar  frá 4. des´12 vegna frumframleiðslu matjurta og pökkunar þeirra. Þar er hafnað þeim vilja Matvælastofnunar að eftirlitið sé hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna nema sérstakur samningur liggi fyrir um hvern rekstraraðila.
Framkvæmdastjóri greindi frá efni málsins.
Framlagt.
 
 
Fundi slitið kl: 16:55