109 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

109 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 

FUNDARGERÐ

109. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 15. október 2012 kl: 16:00  kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Sigrún Guðmundsdóttir
Eyþór Garðarsson
Ólafur Adolfsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.  Áður en formlegur fundur var settur fóru nefndarmenn og starfsmenn Heilbrigðiseftirlits í  heimsókn á Félagsbúið Miðhrauni II. 
 
Dagskrá:
 
Heimsókn í Félagsbúið Miðhrauni II. (kl: 16-17:20)
Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku á móti gestum og fylgdu þeim um húsakynni og umhverfi fyrirtækisins. Greindu  þeir frá starfsemi Félagsbúsins, sem er fiskþurkkun, marningsframleiðsla og nýting á fiskslógi til áburðar. Nýjar fráveituframkvæmdir voru skoðaðar sérstaklega.
 
Fundur í Breiðabliki:
Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. 
 
1)      Fráveitumannvirki  í eigu OR á Vesturlandi og staða mála.
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur,  Sigurður  I. Skarðhéðinsson tæknistjóri OR ,  Elín Smáradóttir  lögfræðingur  og  Páll Erland framkvæmdastjóri veitusviðs OR mættu á fundinn.  Greindu þau frá starfsemi OR á Vesturlandi og fyrirhuguðum opnunum  hreinsistöðva á Akranesi og í Borgarnesi árið 2016. Ennfremur var rætt um málaferli sem eru í gangi vegna innheimtu vatns- og fráveitugjalda.
 
2)      Heimavinnsla matvæla í Breiðabliki.
Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi hjá SSV og verkefnisstjóri á Snæfellsnesi sagði frá verkefni sem hún hefur unnið um aðstöðu í félagsheimilinu Breiðabliki fyrir heimavinnslu matvæla. Greindi hún m.a frá gæðahandbók fyrir starfsemina sem hún hefur unnið að  og starfsreglum fyrir þá sem munu nýta sér aðstöðuna. Eyja- og Miklaholtshreppur mun sækja um starfsleyfi vegna starfsemi hússins og síðan mun hver framleiðandi þurfa sitt leyfi.
 
Nefndin þakkar Margréti fyrir greinargóða og upplýsandi kynningu.
  
3)      Félagsbúið Miðhraun II – fráveitumál.– Framhald frá síðasta fundi. 
Gerðar  voru athugasemdir við fráveitumál  Félagsbúsins á Miðhrauni II  á síðasta fundi  nefndarinnar, 4. sept´12, með bréfi  til hlutaðeigandi þar sem samþykkt var að gefa frest til 1. október s.l  til að koma fráveitumálum fyrirtækisins í  viðeigandi horf.  Eftirlit af hálfu HeV fór fram 28. september og framkvæmdum við fráveitumannvirki á staðnum  var þá nær lokið samanber bréf til fyrirtækisins dagsett 3. október s.l. 
 
Þar sem fyrirtækið hefur farið að kröfum Heilbrigðisnefndar mun ekki koma til þvingunarúrræða sbr. bókun á 108. fundi nefndarinnar.
 
4)      Breyting á sundlaugareglugerð og bréf frá Umhverfisráðuneyti til  fjögurra sveitarfélaga á Vesturlandi (Stykkishólmur, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Grundarfjörður) vegna óska um undanþágu vegna laugargæslu, dagsett 25.9.2012. Framkvæmdastjóri sagði frá helstu breytingum á nýrri sundlaugarreglugerð (nr. 814/2010, breyting nr. 773/2012). Í  bréfi ráðuneytis til sveitarfélaganna  er óskum um undanþágu, sem sendar voru til ráðuneytis á vordögum 2011, ekki svarað heldur vísað í nýjar breytingar á reglugerðinni.
 
Framkvæmdastjóra falið að kynna sveitarstjórnum á Vesturlandi efni breytinganna.
 
5)      Starfsleyfi frá síðasta fundi.
Brugghús Steðja ehf., Steðja Borgarbyggð- Bjórframleiðsla- Nýtt.
Vatnsból OR Rauðsgili í Reykholtsdal.- Nýtt.
MS Búðardal, Brekkuhvammi15, Búðardal (umhverfi, verkstæði, olíubirgðatankur, ofl.)- Endurnýjun.
N1 hf.  Grundartanga, olíuafgreiðslustöð- Nýtt.
IV Iceland ehf, Smiðjugötu 5, Rifi.- Vatnverksmiðja- Nýtt
Orkuveita Reykjavíkur, OR, Sólbakka 10, Borgarnesi- Asbestsvinnsla. – Endurnýjun, sett skilyrði í starfsleyfi til að hindra aðgengi almennings að asbesti fyrirtækisins.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
Dagbjartur vék af fundi vegna afgreiðslu á starfsleyfi Brugghúss Steðja.
 
6)      Umsagnir til sýslumanns. – (afgreitt frá síðasta fundi )
Rósudropi/Kollubar Hvanneyri.-  veitingar.- Nýtt leyfi
Bassi Ferðaþjónusta slf.- Fosslóð í Gríshólslandi, Helgafellssveit- Sumarhús- Nýtt.
 
Lagt fram.
 
Tækifærisleyfi:
Félagsheimilið Brúarási, Borgarbyggð- Dansleikur 14. september
Félagsheimilið Valfell í Borgarbyggð. – Dansleikur 21. september
Félagsheimilið Logaland, Borgarbyggð- Tónleikar 29. september
Reiðhöllin Faxaborg, Borgarbyggð – Sauðamessa, dansleikur, 13. október
Háskólinn á Bifröst, Borgarbyggð- Októberfest á Bifröst, 12. október
Félagsheimilið Logaland, Borgarbyggð- Söngbræður með skemmtun 2. nóvember.
 
Lagt fram.
 
7)      Tóbakssöluleyfi.-(gildir í 4 ár)
Kaffi Ást ehf., Kirkjubraut 8,  Akranesi.
Nettó Borgarbraut 58-60, Borgarnesi.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi
 
8)      Aðrar umsagnir:
Lagning jarðstrengs og ljósleiðara milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar.
Umsögn sem send var til Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, 7. september 2012, lá fyrir fundinum.
Framlagt.
 
9)      Önnur mál.
 
·         Ósk Sorpurðunar Vesturlands  til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um undanþágu frá starfsleyfi fyrir sorpurðun í Fíflholtum. – Framhald máls. Bréf frá Umhverfisráðuneyti 02102012.
Framlagt.
 
·         Virkjun í Svelgsá  í Helgafellssveit– Ákvörðun um matsskyldu- Niðurstaða.- Bréf frá Skipulagsstofnun 5.sept´12, þar sem ekki er talin þörf á að virkjunin þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Framlagt.
 
·         Staða vinnu vatnasvæðanefnda 1 og 4.
Heilbrigðisfulltrúi og framkvæmdastjóri sögðu frá stöðu mála og fundum Vatnasvæðanefnda.
 
·         Langisandur Akranesi, sýnataka úr sjó.
 Greint frá niðurstöðum úr sýnatöku sem fram fóru í sumar og síðasta haust.
 
·         Úrskurður  Umhverfis-og auðlindaráðuneytis frá 21. september 2012 vegna óska um undanþágu vegna starfsmannaaðstöðu á veitingastað á Vesturlandi.  Sótt var um undanþáguna til  ráðuneytis  14. mars 2012.
Framlagt.
 
·         Breytingar  á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar  vegna  a) Brennimelslínu  1  og  b) Brennimelur- Blanda. – Beiðni frá skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, dagsett 4. og 5. okt´12, um umsögn HeV vegna aðalskipulags breytinganna.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindunum.
 
 
            Fundi slitið kl: 19:07