91 – SSV stjórn

admin

91 – SSV stjórn

 

F U N D A R G E R Ð

 Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 1.október 2012 kl. 12 á Hótel Hamri.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Jón Þór Lúðvíksson og áheyrnarfulltrúi Lárus Hannesson.  Halla Steinólfsdóttir, áheyrnarfulltrúi, boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

 

Formaður, Gunnar Sigurðsson, setti fyrsta fund sem haldinn er eftir aðalfund.  Bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.  Er þetta fyrsti fundur Ingibjargar Valdimarsdóttur og Jóns Þórs Lúðvíkssonar.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.            Fundargerð síðasta fundar.

2.            Kosning varaformanns,

3.            Úrvinnsla ráðgjafa frá aðalfundi SSV.

4.            Undirbúningur þingmannafundar.

5.            IPA stofnun samráðsvettvangs

6.            Málefni fatlaðra

7.            Fundargerðir.

8.            Önnur mál.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Kosning varaformanns

Formaður lagði til Ingibjörgu Valdimarsdóttur sem varaformann og var það samþykkt.

 

3.   Úrvinnsla ráðgjafa frá aðalfundi SSV

Sigurborg Hannesdóttir, Ildi, greindi frá úrvinnslu gagna úrumræðum á aðalfundi SSV.   Lögð fram skýrsla sem hefur verið unnin.  Samþykkt að vinna úr niðurstöðum og taka málið fyrir að nýju á næsta stjórnarfundi.   HBJ falið að senda skjalið til kjörinna fulltrúa sveitarstjórna og óska eftir umsögn.

 

Rætt um byggðamál og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar frá maí 2009, um að unnið verði á kjörtímabilinu að víðrækti breytingu stjórnsýslunnar með fækkun ráðuneyta og sameiningu málaflokka, m.a. með stofnun nýs ráðuneytis sveitarstjórnar, samgöngu og byggðaþróunar. 

Rætt um samráðsvettvang og sóknaráætlun.  Sóknaráætlun landshlutans  skal skila í desember.  Starfsmenn lögðu áherslu á að vinna við stofnun samráðsvettvangs hefjist sem fyrst.  Boða þarf fund með samráðsvettvangi í framhaldinu og vinna áframhaldandi að sóknaráætlun og frekari mótun hennar.

 

Samþykkt að senda ályktun þess efnis að byggðamálin verði á forræði stjórnsýslu innanríkisráðuneytisins.  Um er að ræða ályktun í anda aðalfundar SSV.  Einnig var málið til umræðu á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn var 26. sept. sl.

 

4.   Undirbúningur þingmannafundar.

Samþykkt að dreifa skýrslu Ildis á þingmannafundinum.  Vekja athygli m.a. á vinnu aðalfundar, flutning eftirlitsiðnaðar heilbrigðismála frá stofnunum á höfuðborgarsvæðinu til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, samgöngumálum, vinnu við sóknaráætlun, almenningssamgöngur og atvinnumál.  Formaður hafi inngang á fundinum og síðar fulltrúar sveitarfélaganna.

 

5.   IPA

ÓS gerði grein fyrir vinnu að IPA-málum.  Verkefnið hefur þróast út í að vinna með landshlutasamtökum í NV-kjördæmi.

Lögð fram bókun frá Snæfellsbær þar sem bæjarstjórn lýsir undrun sinni á afgreiðslu stjórnar SSV á málinu og óskar eftir því við stjórn SSV að málið verði endurskoðað m.a. vegna þess að Svæðisgarðsverkefnið fékk ekki framgang.  Fundað var með Snæfellingum sl. föstudag og kom Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi, á fundinn.  Hún rökstuddi verkefnaval.  Samþykkt að umsókn Snæfellinga hafi aðgang að ráðgjafa ÖMG meðan á ferlinu stendur.

 

6.   Málefni fatlaðra

a.    Fundargerð frá 30. ágúst.

Lögð fram og samþykkt

b.   Starfshópur og gögn í skoðun.

Lögð fram ýmis gögn til upplýsinga fyrir stjórn en gögnin hafa verið tekin saman fyrir starfshóp.

c.    Reglur um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa.

Lagðar fram til samþykktar reglur sem settar eru með hliðsjón af 27. gr. laga um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992. Samþykktar.

d.   Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk.

Lagðar fram til samþykktar NPA reglur Þjónustusvæðisins Vesturlands bs. sem Þjónusturáð hefur unnið.  Samþykktar.

e.     Umsókn um fjárveitingu úr Varasjóði Þjónustusvæðis  Vesturlands bs.

Fyrir liggur umsókn um fjárveitingu úr varasjóði Þjónustusvæðis Vesturlands bs.fyrir einstakling búsettan í Borgarbyggð.  Samþykkt fjárveiting Þjónusturáðs 1.344.000 kr.

 

 

7.   Fundargerðir.

a.    Sorpurðun Vesturlands hf. 14. september 2012

Framkvæmdastjóri fylgdi eftir fundargerð SV en unnið er að nýju starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.

 

b.   Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. 4. sept. 12.

c.    Menningarráð 3. og 9. sept. 2012

Lagðar fram.

 

8.   Önnur mál.

a.    Samráðshópur vegna undirbúnings að gerða framkvæmdaáætlun fyrir ESF.

Samþykkt að skipa Hrefnu B. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, fulltrúa SSV í samráðshópi.

 

b.   Almenningssamgöngur.

ÓS sagði frá vinnu við almenningssamgöngur á Vesturlandi.  Hann ræddi m.a. neikvætt fjárhagsstreymi yfir vetrartímann og hugmyndir sem ræddar hafa verið um að stofna sérstakt félag um verkefnið.  Þau landshlutasamtök sem að verkefninu koma hefðu þá sameiginlega ábyrgð á verkefninu.

 

c.    Landsskipulagsstefna – fundur á Hótel Hamri 17.október kl. 13.

Kynnt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10

 

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir