106 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

106 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

106. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS 

Mánudaginn 23. apríl   2012 kl: 11:30 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar að Hraunsnefi Sveitahóteli í Norðurárdal.
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Dagbjartur Arilíusson
Eyþór Garðarsson
Rún Halldórsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Trausti Gylfason
 
Ragnhildur Sigurðardóttir, fulltrúi náttúruverndarnefnda, komst ekki á fundinn. Á fundinum voru auk nefndarmanna  Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. 
Formaður setti fundinn, bauð gesti og fundarmenn velkomna til fundar og var síðan gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá
 

  1. Kostnaður við endurskoðun ársreiknings HeV.

Framkvæmdastjóri greindi frá mikilli hækkun kostnaðar við endurskoðun reikninga HeV á síðustu 2 árum.
Framkvæmdastjóra og formanni falið að skoða málið nánar og fá nánari útskýringar vegna endurskoðunar frá KPMG. Stjórn leggur til við aðalfund að ákvörðun um áframhaldandi viðskipti við endurskoðunarfyrirtækið verði frestað og stjórn verði falið að taka ákvörðun um framhaldið.
 

  1. Starfsleyfi frá síðasta fundi.

Dagforeldrar Furugrund 30, Akranes. – Nýtt leyfi.
Íslensk bláskel og sjávargróður ehf, Nesvegi 16. Stykkishólmi. Kræklingavinnsla og sjávargróður. –Ný staðsetning, breytt leyfi.
Fálki 19, Tjaldstæðið Þóristöðum. –  Eigendskipti
Sjávariðjan Rifi, fiskvinnsla- Endurnýjun.
Rjúkandavirkjun Ólafsvík. Tvö leyfi – Orkusalan ehf / Rarik.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 

  1. Umsagnir til sýslumanns.

Ó.J.  Háholti 11, Akranesi. Heimagisting- Endurnýjun leyfis.
Ocean Safari ehf., Sjávarpakkhúsið, Hafnargötu 2, Stykkishólmur. Kaffihús. – Nýtt leyfi.
Mávur ehf., Skólabraut 8,Valhöll, Hellissandi. Gististaður.- Nýtt leyfi
Mávur ehf., Keflavíkurgötu 1, Ártún, Hellissandi. Gististaður. – Nýtt leyfi.
Gististaður Vogi, Fellsströnd, Dalabyggð. (Hótel Hengill ehf) Heimagisting. – Nýtt leyfi.
J.L, Vogabraut 4, heimavist, Akranes. Gistiheimilið Birta.- Nýr rekstraraðili, nýtt leyfi.
L.H.S, Skagabraut 4, Akra Guesthouse. Heimagisting- Nýtt leyfi.
Fálki 19, Þóristöðum Hvalfjarðarsveit. Sumarhús og veitingasala.- Nýr rekstraraðili, breytt leyfi.
 
Lagt fram.
 
Skeljungur Brútartorgi 6, Stöðin, vegna teikninga að nýju húsnæði og lagna á lóð.
 
Heilbrigðisnefnd samþykkir teikningar vegna starfseminnar að því undanskildu að sett verði niður fitugildra  við eldhús veitingastaðar. Úttekt skal síðan fara fram áður en leyfi verður veitt. 
 
 

  1. Tillögur til aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands:

Nefndarlaun stjórnar heilbrigðisnefndar:
„Stjórn leggur til við aðalfund að laun stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði sem hér segir:
,,Laun nefndarmanna skulu vera 3% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. Formaður fær 6% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
Auk þess skal greiða dagpeninga fyrir hálfan dag fyrir hvern setinn fund.
Ferðakostnaður greiðist samkvæmt akstursdagbók og kílómetragjaldi.
Einingarverð dagpeninga og kílómetragjalds miðast við fjárhæðir á hverjum tíma samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
Fyrir hvern fund sem stjórnarmaður situr f.h. heilbrigðiseftirlitsins skal hann fá greitt 2% af þingfararkaupi. Um ferðakostnað og dagpeninga gilda sömu ákvæði og um stjórnarfund.
Laun nefndarmanna skulu reiknuð samkvæmt reglum þessum frá og með síðustu áramótum.“
           
            Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar.
 

  1. Önnur mál.

·         Gjaldþrota fyrirtæki í veitingarekstri í Búðardal. -Bréf frá Gjaldheimtunni vegna árangurslauss fjárnáms.
Framkvæmdastjóri fór yfir feril málsins þar sem veitinga-og gististaður er sagður gjaldþrota en er jafnframt í fullum rekstri. Fyrirtækið hefur ekki borgað eftirlitsgjald í nokkur ár. Athugasemdir hafa áður verið sendar til sýslumannsins í Búðardal.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands telur að ekki sé hægt að sinna eftirliti í matvælafyrirtækjum sem ekki greiði eftirlitsgjöld. 
Framkvæmdastjóra falið að tilkynna viðkomandi fyrirtæki og öðrum fyrirtækjum sem svipað er ástatt um,  að þeim beri að greiða  eftirlitsgjöld fyrir 15. maí að viðlagðri lokun. Heilbrigðisnefnd óskar eftir því við viðkomandi sýslumannsembætti  að rekstarleyfi gjaldþrota fyrirtækja verði afturkallað.
 
·         Kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga, 18. apríl s.l.
Framkvæmdastjóri greindi frá helstu niðurstöðum af opnum kynningarfundi um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðanna á Grundartanga árið 2011.
Lagt fram.
 
·         Umræðu- og upplýsingafundur þann 2. maí, n.k  um umhverfismál í tengslum við stóriðju á Grundartanga. – Fundarboð frá Akraneskaupsstað.
Lagt fram.
 
 
 
 
Fundi slitið kl:  12:21