87 – SSV stjórn

admin

87 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV miðvikudaginn

14. mars 2012 kl. 15:00 á skrifstofu SSV.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Gunnar Sigurðsson, Lárus Hannesson og Ragnar Frank sem sat fundinn í fjarveru Bjarka Þorsteinssonar sem boðaði forföll.  Sigríður Bjarnadóttir og Hallfreður Vilhjálmsson boðuðu einnig forföll.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Formaður setti fund og bauð sérstaklega velkomna, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, ráðgjafa, sem kynnti upphafsvinnu við IPA umsókn fyrir SSV.

 

IPA umsókn

Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi, kynnti vinnuferli við umsóknarvinnu að IPA styrkjum.  Samþykkt að leggja upp í verkefnið.  Anna Margrét kynnti þá vegferð sem framundan er í verkefninu.  Fundur hefur verið boðaður 12. mars til hagsmunaaðila að verkefninu.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir vék af fundi.

 

1.                Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

 

2.                Málefni fatlaðra.

Fundargerðir dags. 8. mars og  9. mars.

Staðfestar.

 

Rekstrarstaða ársins 2011.  Samþykkt að greiða til félagsþjónustusvæða.

Akraneskaupstaður:  236.727.636 kr.

Borgarbyggð: 102.658.111 kr.

Félags og skólaþjónusta Snæfellinga: 22.118.659 kr.

Þjónusturáð 2.500.000

 

Fjárhagsáætlun ársins 2012.

Fjárhagsáætlun ársins 2012 samþykkt að greiða til félagsþjónustusvæða.

Akraneskaupstaður:  248.383.000 kr.

Borgarbyggð: 102.609.317 kr.

Félags og skólaþjónusta Snæfellinga: 43.599.740 kr.

Þjónusturáð:    2.500.000 kr.

 

Rætt um fjárhagsáætlanir félagsþjónustusvæðanna.  Samþykkt fjárhagsáætlun.  Umframkostnaður kr. 4.338.911 kr. verði teknar af varasjóði Þjónustusvæðisins Vesturlands.  Varðasjóður verði þá 5.661.089 kr.

Lárus Hannesson og Kristjana Hermannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.  Fjárhagsáætlun ársins 2012.  Samþykkt.  Áréttað að félagsþjónustusvæðin eru ábyrg fyrir rekstri svæðanna.

 

3.                Húsnæðismál.

Lagðir fram útreikningar varðandi kaup á húsnæði VERKÍS.  Hugmyndir um að Sorpurðun Vesturlands hf. láni 11 millj. Kr. til Sorpurðunar .  Tilboð SV til SSV er með fyrirvara um samþykki stjórnar Sorpurðunar.

Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að ganga til samninga við VERKÍS, eða skráðan eiganda eignarinnar,  kaupverð 15,9 millj.kr.  Samning skal leggja fyrir stjórn.

 

4.                Fundur með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 6. mars 2012

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir heimsókn fulltrúa SSV í samgöngunefnd til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.  Lögð fram gögn sem voru afhent Þingmönnum.

Lögð fram umsögn um samgönguáætlun sem send hefur verið Nefndasviði Alþingis.

 

5.                Fundargerðir.

a.       Sorpurðun Vesturlands hf. 9. mars 2012.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands.

 

6.                Önnur mál.

IPA – verkefni sem tengist social funds. (Margrét Jónsdóttir)

Kynnt.  Formaður mun áfram fylgjast með verkefninu.

 

Reglur um úthlutun Menningarráðs – styrkir tengdir safnliðum fjárlaga.

Lagðar fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.