67 – Sorpurðun Vesturlands

admin

67 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í stjórn Sorpurðunar Vesturlands,  haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi,  föstudaginn 16. desember 2011 kl. 13:00.

 

Stjórnarfundur í stjórn SV, haldinn föstudaginn 16. desember 2011 kl. 13.  Mætt voru: Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Friðrik Aspelund, Gyða Steinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson, Sveinn Pálsson og Þröstur Ólafsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Magntölur.

2.    Áminning frá UST til SV.

3.    Umhverfisráðuneytið – Erindi til Umhverfisráðuneytisins dags. 7.10.2011

4.    Metangasmál – Söfnun og brennsla. – Mannvit og sérfræðingar frá EU

5.    Botnþétting í Fíflholtum – Ómar Bjarki.

6.    Umræða um fjárhagsáæltun og útgjöld vegna fjárfrekra verkefna.

7.    Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.

8.    Önnur mál.

 

1.    Magntölur.

Magntölur fyrstu ellefu mánaða ársins eru í heildina 9.048 tonn.  Þar er almennt sorp 8.831 tonn og sláturúrgangur 217 tonn.  Af þessu hafa 1680 tonn hafa komið frá Vestfjörðum.  Þetta samsvarar 15 % aukningu á sorpi til urðunar í Fíflhotum m.v. sama tímabil árið 2010.  Sorpamagn hefur minnkað frá Vesturlandi.

 

2.   Áminning frá UST til SV.

a.    Erindi SV til Umhverfisráðuneytisins 7.10.2011

b.   Erindi UST til SV 18.10.2011

c.    Erindi SV til UST 18.10.2011

d.   Erindi UST 15.12.2011.

Farið yfir erindi sem farið hafa á milli SV og UST frá 7.10 til 18.10.2011.  Vegna misskilnings fékk urðunarstaðurinn í Fíflholtum á sig áminningu.  Borist hefur afturköllun áminningarinnar. 

 

 

3.   Metangasmál – Söfnun og brennsla. – Mannvit og sérfræðingar frá EU

Sérfræðingar frá Mannviti hafa unnið að metangasmælingum í Fíflholtum.  Holurnar hafa verið álagsprófaðar en ekki liggja fyrir tillögur Mannvits um framhald verkefnisins.

Í vikunni 29. nóv. til 2. des. sl. voru hér á landi  Heijo Scharff frá Afvalzorg í Hollandi og Jørgen Hansen frá Miljøstyrelsen í Danmörku. Þeir voru fengnir sem sérfræðingar í hauggasmálum og heimsóttu Fíflholt 29. nóv. sl.  Þann 1. des var haldin ráðstefna um hauggasmál. Í máli þeirra komu fram upplýsingar um urðunarstaði og hin ýmsu tæknimál sem, einkum Heijo Scharff, virtist hafa yfirburða þekkingu á. Þeir félagar komu á fund verkefnisstjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um úrgangsmál föstudaginn 2. des. Svöruðu þeir spurningum nefndarmanna og  greindu þeir einnig frá viðræðum við fulltrúa  Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytisins sem

þeir áttu fyrr um morguninn.

 

Með hliðsjón af umfjöllun sérfræðinganna mun SV ítreka beiðni sína um frekara svigrúm til skoðunar á þeim lausnum sem tiltækar eru í þessu samhengi.   Urðunarreinar í Fíflholtum eru mjög lágar.  Grynnsta reinin er tæpir 3 metrar að dýpt, sú næsta er fjórir metrar að dýpt en sú þriðja fer allt niður í sex – sjö metra dýpt.  Fram kom í máli Heijo Scharff að hauggassöfnun í reinum sem eru minna en 8 metra  að þykkt sé tæknilega erfið, allt að því vonlaus, hvað þá eftir á.  Umhverfisávinningur af tilraun  til söfnunar á hauggasi við þessar aðstæður væri því enginn.  Óskar Sorpurðun Vesturlands hf. einnig eftir að fallið verði frá þeirri áætlun, sem gerði ráð fyrir uppsetningu safnkerfis í Fíflholtum og brennslu gass frá og með júní 2012.

Lögð fram drög að erindi er munu verða send Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun.

 

Samþykkt að fresta frekari vinnu frá Mannviti að svo stöddu. 

 

4.   Botnþétting í Fíflholtum – Ómar Bjarki.

Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur, vinnur að rannsóknum að botnþéttningu í, og við, urðunarstaðinn í Fíflholtum.  Verkinu er ekki lokið og mun hann skila niðurstöðu á nýju ári.

 

  

5.   Umræða um fjárhagsáæltun og útgjöld vegna fjárfrekra verkefna.

Umræður um fjárhagsáætlun og fjárfrek verkefni.  Samþykkt að framkvæmdastjóri leggi fram fjárhagsáætlun varðandi almennan rekstur á næsta stjórnarfundi.    

 

  

6.   Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.

Fundargerð frá  12.10 og 2. 12.11.

Lagðar fram.

 

7.   Önnur mál.

Umhverfisvöktun og grænt bókhald SV.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir vinnu UMÍS við umhverfisvöktun og vinnu við grænt bókhald sem almennt er reynt að gera skil á fyrir aðalfund Sorpurðunar hf. en hann verður haldinn í mars 2012.

 

 

Þjónustusamningur á milli SSV og Sorpurðunar Vesturlands hf.

Lagður fram nýr þjónustusamningur  milli SSV og SV.  Greiðsla til SSV 460.000 kr. pr. mán + vsk.  Samþykkt.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 14:40.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.