66 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi, föstudaginn 7. október 2011.
Stjórnarfundur, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi, föstudaginn 7. október 2011 kl. 14:00. Mætt voru: Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Gyða Steinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson, Friðrik Aspelund, Þröstur Ólafsson og Sveinn Pálsson. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Formaður setti fund og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi.
1. Uppgjör jan – ágúst 2011
2. Eftirlitsskýrsla UST frá 28.06.11
3. Umhverfisráðuneytið – svar við beiðni SV við áframhaldandi svigrúmi til rannsókna.
4. Botnþétting í Fíflholtum
5. Metangasmál – Söfnun og brennsla. – Mannvit
6. Vöktun umhverfisþátta – skýrsla Umís v/eftirlits.
7. Umræða um fjárhagsáæltun og útgjöld vegna fjárfrekra verkefna.
8. Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.
9. Önnur mál.
Uppgjör jan – ágúst 2011.
Lagt fram uppgjör fyrir tímabilið jan. ágúst.
Eftirlitsskýrsla UST frá 28.06.11
Lögð fran eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar. Farið er yfir atriði er varða endurnýjun starfsleyfis, sbr. botnþétting og jarðfræðilegir tálmar, hauggassöfnun o.fl.
Umhverfisráðuneytið – svar við beiðni SV við áframhaldandi svigrúmi til rannsókna.
Svarbréf Umhverfisráðuneytis við erindi frá 21.06.11. Óskað var eftir frekara svigrúmi til rannsókna á urðunarstaðnum en í svarbréfi er ekki fallist á undanþágu frá gassöfnun. Í niðurlagi erindis frá Umhverfisráðuneyti segir: ,,
Að genginni framgreindri umsögn Umhverfisstofnunar fellst ráðuneytið ekki á að veita Sorpurðun Vesturlands frekari unganþágu frá gassöfnun á urðunarstaðnum í Fíflholtum og skal ráðist í söfnun gassins og eyðingu þess með bruna í samræmi við ákvæði tl. 4.2. í viðauka I reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs”
Stjórn SV ræddi auknar kröfur um urðunarstaði og undrar sig á svari ráðuneytisins m.t.t. þess um hve umfangsmikla framkvæmd er að ræða. Safna ber hauggasi á því svæði sem til hefur fallið frá 16. júlí 2009. Unnið er að rannsóknum sem tryggja fagleg vinnubrögð.
Botnþétting í Fíflholtum
Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur, vinnur að rannsóknum og skoðun á botnþéttni bergsins í Fíflholtum.
Metangasmál – Söfnun og brennsla. – Mannvit
Lagt fram minnisblað frá Mannviti, verkfræðistofu, varðandi rannsóknir og söfnun metangass í Fíflholtum. Mannvit mun vinna áframhaldandi að skoðun/hönnun gassöfnunarkerfis.
Lagt fram minnisblað frá UMÍS, Stefáni Gíslasyni, umhverfis-stjórnunarfræðingi. Umræður urðu um umhverfislegan ávinning framkvæmdarinnar, þ.e. gassöfnunar í Fíflholtum.
Í næstu viku á að álagsprófa borholurnar í Fíflholtum.
Rætt um að láta skoða hvernig hugsanlega megi hanna metangassöfnunarkerfi í urðunarrein 4, en ekkert hefur verið urðað í þeirri rein enn sem komið er.
Vöktun umhverfisþátta – skýrsla Umís v/eftirlits.
Lögð fram skýrsla Umís, vöktun umhverfisþátta við urðunarstaðinn í landi Fíflholta.
Umræða um fjárhagsáæltun og útgjöld vegna fjárfrekra verkefna.
Lagðar fram upplýsingar um sorpmagn á árinu og samanburður við árið 2010.
Samþykkt að hækka gjaldskrána. Almennt sorp úr 6,10 pr. kg. í 6,50 kr. pr. kg./án vsk. Sláturúrgangur úr 12,20 kr. pr. kg.í 13,00 pr. kg. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2012.
Rætt um fjárfrek verkefni sem standa nú fyrir dyrum.
Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.
a. Fundargerð frá 15.08.11
Önnur mál.
Haustfundur FENÚR
Sagt frá haustfundi FENÚR sem haldinn verður á Akureyri 11. nóvember n.k.
Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Lögð fram úttekt Verkís vegna framkvæmd við urðunarrein 4 í Fíflholtum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.