85 – SSV stjórn
Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV miðvikudaginn
14. desember 2011 kl. 14:00 á skrifstofu SSV.
Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 14. Fundurinn er haldinn á skrifstofu SSV. Mætt eru: Sveinn Kristinsson, formaður, Kristjana Hermannsdóttir, varaformaður. Bjarki Þorsteinsson, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Sigríður Bjarnadóttir. Áheyrnarfulltrúi, Halla Steinólfsdóttir boðaði forföll.
Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar og Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Sóknaráætlun 20/20
2. Eftirlitshlutverk UST og MAST og vilji heimamanna til yfirtöku eftirlits
3. Sveitarstjórnarvettvangur EFTA og fundur í Brussel 14.–15. nóvember sl.
4. Málefni fatlaðra. Fundargerðir 13.10 og 22.11.11
5. Almenningssamgöngur
6. Málefni atvinnuráðgjafar.
7. Húsnæðismál.
8. Fundargerðir.
9. Umsagnir þingmála.
10. Önnur mál.
1. Sóknaráætlun 20/20
Hrefna greindi frá þeim verkefnum sem fengið hafa hljómgrunn stjórnvalda og tengjast sóknaráætlun. Ólafur dreifði yfirliti yfir þau verkefni sem voru sendar inn sem tillögur frá Vesturlandi. Tvö þeirra fengu fjármagn til áframhaldandi verka og þau eru: Efling sveitarstjórnarstigsins og efling fjarskipta og gagnaflutninga á Vesturlandi. Bæði þessi verkefni eru undir forræði Innanríkisráðuneytisins. Næstu skref eru að funda með ráðuneytinu um næstu skref.
2. Eftirlitshlutverk UST og MAST og vilji heimamanna til yfirtöku eftirlits.
Lögð fram erindi til Jón Bjarnasonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra. Vakin er athygli ráðherra á því að auðveldlega megi flytja til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) eftirlit með ákveðnum mengandi atvinnurekstri á Vesturlandi. Eins er vakin athygli ráðherra á því að flytja megi eftirlit til HeV sem nú er á vegum Matvælastofnunar. Farið hefur verið fram á að þeir beiti sér fyrir því að af flutningi þessara verkefna geti orðið og hefur stjórn SSV lýst fullum vilja til stamstarfs um útfærslu og fyrirkomulag verkefnisins. Afrit erindanna hafa verið send á þingmenn NV-kjördæmis.
3. Sveitarstjórnarvettvangur EFTA og fundur í Brussel 14.–15. nóvember sl.
Formaður gerði grein fyrir fjórða fundi EFTA sveitarstjórnarvettvangs sem haldinn var í Brussel 14. – 15. nóv. Ályktun um drög að tilskipun ESB um orkunýtni var til umræðu og þjónusta í almannaþágu. Sendi hópurinn frá sér ályktanir um málefnin.
Rætt um fundinn og nauðsyn þess að koma athugasemdum við tilskipanir ESB á vinnslustigi svo raddir EFTA landanna komi fyrr fram í ferlinu.
4. Málefni fatlaðra. Fundargerðir 13.10 og 22.11.11
Fundargerðir lagðar fram og samþykktar.
Framkvæmdastjóri SSV, sem sér um umsýslu fyrir Þjónusturáð, hefur sent út innheimtu. Um er að ræða 0,125% af útsvarsstofni sem rennur til sveitarfélaganna í gegnum útsvar og innheimtist frá þeim í miðlægan sjóð Þjónustusvæðisins. Innheimtan miðast við útsvarsstofn fyrstu níu mánaða ársins og eru byggðar á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Síðustu þrír mánuðirnir verða innheimtir í byrjun nýs árs en endanlegt uppgjör mun ekki verða fyrr en líður á árið 2012. Sú fjárhagsáætlun sem unnið hefur verið eftir á árinu 2011 ef sú sama og unnið hefur verið eftir á árinu 2010. Fjöliðjan fékk fjárveitingu á aukafjárlögum og var ekki tekið tillit til þess í fjárveitingum ríkisins til Þjónustusvæðisins fyrir árið 2011. Haldið var fast við fjárhagsáætlun 2010. Líflegar umræður urðu um fjárhagsáætlanir og betri þekkingu félagsþjónusta til byggja á í vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2012.
Erindi munu berast frá félagsþjónustusvæðinu sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Akranes-kaupstaðar, um fjárveitingu úr Jöfnunarsjóði Þjónusturáðs. Rætt um fund með Þjónusturáði á nýju ári þar sem farið verður yfir rekstrarmál og sýn á rekstur mála-flokksins á árinu 2012.
5. Almenningssamgöngur
Fundargerðir frá 20.09.11 og 30.11.11.
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir stöðu mála í verkefni um almenningssamgöngur. Sveitarfélögin samþykkt verkefnið með þeim fyrirvara að ekki verði um kostnaðar-auka að ræða. Samningur við núverandi verktaka verður framlengdur til hausts eða næstu áramóta, en nýta verður tímann vel til undirbúnings breytinga á leiðakerfinu.
Stjórn SSV samþykkir að ganga til samninga við Vegagerðina um umsjón með almenningssamgöngum á Vesturlandi. Leitað verði samninga við Vegagerðina og núverandi þjónustuaðila.Starfshópur um almenningssamgöngur á Vestur-landi haldi áfram að vinna að verkefninu.
Leið 57, Akranes – Mosfellsbær, hefur verið boðin út en í gær voru opnuð tilboð en níu tilboð bárust. Leið 57 er hluti af almenningssamgangna verkefninu sem hér um ræðir. Tilboð í aksturinn voru í samræmi við væntingar.
6. Málefni atvinnuráðgjafar.
Vaxtarsamningur. Fundargerðir frá árinu 2011.
Torfi Jóhannesson kom inn á fundinn. Hann fór yfir nýjan samning vaxtarsamnings sem endurnýjaður var árið 2010 og ábyrgð stjórnar gagnvart honum. Hann velti því upp við stjórn hvort eðlilegt þætti að fundargerðir yrðu staðfestar af stjórn og hún upplýst reglulega um starfsemina.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir vék af fundi.
Átaksverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Ólafur Sv. fór yfir átaksverkefni sem er í farvatninu á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni til styrkingar byggðar á svæðinu. Stjórn samþykkir þátttöku í verkefninu næsta ári að hámarki 3.2 millj.kr.
7. Húsnæðismál.
Ólafur og Hrefna fóru yfir húsnæðismál SSV. Gögn lögð fram til kynningar.
Gestur fundar frá Markaðsstofu Vesturlands.
Magnús Freyr Ólafsson, stjórnarformaður Markaðsstofu Vesturlands, (MV) kom inn á fundinn og kynnti stefnumótunarvinnu MV. Magnús og framkvæmdastjóri MV, Rósa Björk Halldórsdóttir, hafa kynnt verkefnið fyrir sveitarstjórnum á Vesturlandi. Hann nefndi aðkomu sveitarfélaganna á árinu 2011 með 200 kr. pr. íbúa viðbótarframlagi til starfseminnar. Hann sagði þá leið ekki endurtekna. Hugmyndir byggðu á verkefnatengdum tekjum. Magnús fór yfir hugmyndir að markaðsvinnu fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi og hvernig hún getur tengst MV.
8. Fundargerðir.
a. Sorpurðun Vesturlands hf. 7.10.11
b. Samgöngunefnd SSV 24.10.11
c. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 31.10, 28.11 og 5.12.11
d. Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 12.10.2011.
Lagðar fram.
9. Umsagnir þingmála.
a. Frumvarp til laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Sjá umsögn
Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0197.html
b. Frumvarp til laga um náttúruvernd, 63. mál. Sjá umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0231.html
c. Þingsályktun um styttingu þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands, 36. mál.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0036.html
d. Tillaga til þnigsályktunar um Fjarðarheiðargöng.127.mál
http://www.althingi.is/altext/140/s/0127.html
e. Tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð við Breiðafjörð norðvestan, 238. mál.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0244.html
f. Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjógarðs, 106. mál.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0106.html
g. Frumvarp til laga um varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga
http://www.althingi.is/altext/140/s/0208.html
h. Frumvarp til laga um stimpilgjald (afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði), 44. mál.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0044.html
i. Frumvarp til laga um fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun (gjaldtaka), 362. mál.
Lagðar fram og kynntar.
10. Önnur mál.
a. Ályktun frá sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 30.11.2011.
Lagt fram.
b. Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaganna frá 17.10.2011.
Lögð fram ályktun frá fundinum varðandi heilbrigðis- og löggæslumál.
c. Samstarfsmöguleikar í skipulagsmálum.
Torfi Jóhannesson kom inn á fundinn og hafði framsögu um málið. Lagt var fram minnisblað sem unnið hefur verið. Sveitarfélög eru að velta fyrir sér samstarfi um ráðningu skipulagsfulltrúa og einnig eru hugmyndir um að eitt sveitarfélag þjónustu annað.
Bjarki sagði ástæðu til að halda þessu máli á lofti en hér væri um að ræða verkefni sem hefði samstarfsfleti við öll sveitarfélögin á Vesturlandi ef svo bæri undir.
Hallfreður sagði mikil tækifæri í þessu verkefni. Mikil samlegðaráhrif væru í verkefninu en hann tók það fram að hans tal byggði á persónulegum skoðunum.
Gunnar og Sveinn sögðu Akraneskaupstað ekki hafa verið tilbúinn til að fara þessa leið að sinni. Gunnar sagði það ekki þurfa að verða til framtíðar en ef til kæmi yrði Vesturland að vinna saman sem heild.
ÓS minnti á fjármuni úr vaxtarsamningi sem eru eyrnamerkt ,,eflingu sveitarstjórnar-stigsins“. Hann velti því upp hvort nýta mætti fjármuni úr sóknaráætlun til að koma umræddu verkefni af stað.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði um leiðir og uppsetningu þjónustu þar
sem SSV ráði skipulagsfulltrúa sem þjónusti öll sveitarfélög á Vesturlandi.
d. Menningarsamningar – safnliðir.
Framkvæmdastjóri skýrði frá vinnu landshlutasamtakanna við að ná niðurstöðu í sanngjarna skiptingu fjármagns sem á að renna til landshlutasamtakanna í tengslum við safnliði tengda menningarmálum. Austfirðingar hafa lýst sig óánægða með allt nema að farið verði eftir sömu skiptingu og unnið er eftir í dag en þar hefur sá landshluti afgerandi forskot á hina. Hrefna sagði þetta dapra stöðu m.t.t. þess að hér hefði verið um ákveðið tilraunaverkefni að ræða þar sem landshlutasamtökunum sjálfum var gefin færi á að komast að niðurstöðu um gegnsæa skiptingu fjárins en deild hefur verið á ráðuneytið vegna þess að engin skýr formúla liggur t.d. á bak við skiptingu fjármagns til hinna hefðbundnu menningarsamninga í dag. Lögð fram sú skipting sem unnið var með þar til austfirðingar sögðu sig frá henni og sendu ráðuneytinu bókun þess efnis sem komið hefur fram. Stjórn lagði áherslu á að náð yrði niðurstöðu á þeim nótum sem kynnt var, sem byggist á skiptingu á grundvelli fasts framlags, fólksfjölda, þéttleika byggðar o.fl., en hér um ræðir breytur sem vega þyngst í reikniformúlu sem sett hefur verið upp í tillögu að skiptingu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir