82 – SSV stjórn

admin

82 – SSV stjórn

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn
25. ágúst kl. 13:00 á skrifstofu SSV.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13. Mættir voru: Sveinn Kristinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir.  Áheyrnarfulltrúi.  Halla Steinólfsdóttir.  Sigurborg Hannesdóttir boðaði forföll og hafði varamaður hennar ekki tök á því að mæta á fundinn.

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:

 

1.            Aðalfundur SSV.

2.            Árshlutauppgjör – 6 mánaða yfirlit.

3.            Málefni fatlaðra.

4.            Sumarfundur landshlutasamtakanna.

5.            Sóknaráætlun landshluta

6.            Efling sveitarstjórnarstigsins

7.            Fundur með formanni fjárlaganefndar 29.06.11

8.            Almenningssamgöngur.

9.            Málefni atvinnuráðgjafar.

10.          Fundargerðir

11.          Umsagnir þingmála.

12.          Önnur mál.

 

 

1     Aðalfundur SSV.

Rætt um drög að dagskrá og umgjörð fundarins.  Fundurinn verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 30. september og 1. október.

Gunnar Sigurðsson ræddi um hvort aðalfundur SSV væri vettvangur til að ræða eftirlit með starfsleyfisskildum rekstri á Vesturlandi.

Rætt um árgjald sveitarfélaganna, í formi fastagjalds til SSV og framlög sveitarfélaganna til Markaðsstofunnar.

 

2     Árshlutauppgjör – 7 mánaða yfirlit.

Lagt fram uppgjör fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.  Rekstur á áætlun.

 

3     Málefni fatlaðra.

Ekki neinar fundargerðir framlagðar.  Rætt um að fá erindi frá þjónusturáði á aðalfund SSV.

 

  

4     Sumarfundur landshlutasamtakanna.

Sumarfundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna var haldinn á Gauksmýri í V-Hún 23. júní sl.  Lögð fram fundargerð frá fundinum framkvæmdastjóri reifaði umræður á fundarins.

 

5     Sóknaráætlun landshluta.

Vífill Karlsson kom inn á fundinn.

ÓS fór yfir drög að skýrslu sem unnin hefur verið innan SSV en búið er að vinna að en búið að leggja upp með sex verkefni fyrir landshlutann.   Tillögurnar hafa verið sendar til IRR til umsagnar en skila skal tillögum að verkefnum fyrir Vesturland til stjórnvalda fyrir 10. sept. n.k. 

N.k. mánudag er fundur í ráðuneytinu og er vonast til að fá svör við spurningum/álitaefnum sem lhs hafa hnotið um í vinnu sinni.

Rætt um  að senda verkefnatillögurnar til sveitarfélaganna og óska eftir áliti  á þeim. 

 

6     Efling sveitarstjórnarstigsins 

Gátlisti frá nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Lagður fram gátlisti frá nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Listinn var sendur framkvæmdastjórum landshlutasamtakanna og óskað álits á álitaefnum sem fram koma í plagginu.  Nefndin leggur t.d. til að ,,landshlutasamtök sveitarfélaganna verði efld og leggur m.a. til að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að landshlutasamtök geti fengið greiddan kostnað vegna verkefna sem þau taka að sér með samningum við ríkið þótt verkin tengist ekki beinlínis sameiningum sveitarfélaga.“ 

         

          Stjórn SSV lýsir ánægju sinni með þau verkefni sem óskað hefur verið eftir aðkomu landshlutasamtakanna að.  Þekking innan landshlutanna er gríðarleg og bæði vilji og fagleg geta til að taka að sér aukin verkefni. 

Þar sem auknum verkefnum hafa ekki fylgt fjármunir lýsir stjórn SSV ánægju sinni yfir tillögu nefndarinnar.     

Stjórn SSV sendi frá sér ályktun á stjórnarfundi sem haldinn var 7. júní sl. og þar sem áhersla var lögð á að fjármagn fylgi auknum verkefnum.  Tillaga nefndarinnar er því í fullu samræmi við þá ályktun og er það ánægjulegt.

 

Greinargerð um störf nefndarinnar á Vesturlandi og stöðu verkefna sem unnin hafa verið á skrifstofu SSV.

Vífill Karlsson gerði grein fyrir vinnu við skýrslu um eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Tillögur eru að vinna með þrjár sviðsmyndir hvað varðar sameiningar og/eða samstarf.   Hann kynnti þær.  Rætt um og hugsanleg samstarfsverkefni sveitarfélaga og urðu líflegar umræður um skipulagsmál sem þykja gott dæmi um verkefni sem sveitarfélögin geta náð talsverðum ávinningi með samstarfi.

 

 

 

7     Fundur með formanni fjárlaganefndar 29.06.11

Lögð fram fundargerð frá fundi með formanni fjárlaganefndar sem fulltrúarlandshlutasamtaka og menningarsamninga sóttu.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi með formanni fjárlaganefndar þar sem farið var yfir breytingar á vinnulagi með fjárlagagerð 2012.  Formaður nefndarinnar, Oddný G. Harðardóttir kynnti verkefnið en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar mun hluti þeirra fjárveitinga sem veitt hefur verið af safnliðum renna til menningarsamninga landshlutanna.  Einnig er um að ræða sjóði sem starfa á landsvísu m.a. Safnasjóð, Húsafriðunarsjóð, Tónlistarsjóð o.fl. 

Fjárlaganefnd mun ekki taka við styrkumsóknum nú í haust en tekið verður á móti minnispunktum sveitarfélaga.  Fjárlaganefnd mun þó halda áfram að ræða við sveitarfélögin um framkvæmdir, velferðamál o.fl.

Oddný hefur orðið við ósk SSV um að koma á aðalfund SSV og kynna verkefnið fyrir sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi.

 

8     Almenningssamgöngur.

Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og lagði fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og SSV. 

Samþykkt að halda áfram með vinnu við verkefnið og starfsmönnum SSV falin áframhaldandi vinna við verkefnið.

Framkvæmdastjóra falið að senda drög að samningi til sveitarstjórna.  Verkefnið fái þar með kynningu áður en það kemur til kynningar og afgreiðslu á aðalfundi SSV.

 

9     Málefni atvinnuráðgjafar.

a.    Starfsmannamál.

ÓS óskaði eftir heimild til að ráða starfsmann tímabundið.  Samþykkt.

 

10   Fundargerðir

a.    Sorpurðun Vesturlands 28.06.11

b.   SASS 12.08.11, SSNV 07.07.11 og SH 4.07.11.

 

11Umsagnir þingmála.

Engar.

 

12  Önnur mál.

a.    Fjórðungsþing/aðalfundir landshlutasamtakanna í NV-

kjördæmi.  Framkvæmdastjóra falið að sækja fundina.

b.   Eftirlit með starfsleyfisskyldum rekstri á Vesturlandi.

Verkefnið er í vinnslu en fyrirspurnir hafa m.a. verið sendar til   MAST og UST en svör hafa ekki borist.  Rætt um að ræða málið á aðalfundi SSV.

 

Fundaritari: Hrefna B. Jónsdóttir.