93 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

93 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 
 

FUNDARGERÐ

93. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 18. október kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 í Melahverfi. 
Mætt voru:
Rún Halldórsdóttir
Eyþór Garðarsson
Jón Pálmi Pálsson
Dagbjartur I. Arilíusson
Sigrún H. Guðmundsdóttir
 
Jón Rafn Högnason fulltrúi atvinnurekenda  boðaði forföll og ekki kom varamaður í hans stað. Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttuverndarnefnda komst ekki á fundinn.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð. 
 
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
 
Dagskrá:
 
1.      Fjárhagsáætlun HeV 2011
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2011 sem gera ráð fyrir um 10 % hækkun á eftirlitsgjöldum.  Umræður um drögin. 
Tillagan samþykkt. Eftirlitsgjöld verða 9275 kr.  Rekstartekjur upp á 22 milljónir. Rekstarafgangur eftir niðurfærslu 28.000.
Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnum drögin til umfjöllunar.
 
2.      Starfsleyfi
Starfsleyfi afgreidd af HeV frá síðasta fundi:
Stálsmiðjan ehf. – vélaverkstæði- Grundartangi.- Nýtt leyfi.
Bakkaflöt ehf. –  varanleg förðun/tattó. – Stillholti 14, Akranesi.- Nýtt leyfi.
S.Æ. Þurrkun og pökkun matvæla. – Félagsh. Valfelli.  -Nýtt leyfi.
Þorpið frístundamiðstöð. – Þjóðbraut 13, Akranesi. – Nýtt leyfi.
 
Samþykkt.
 
 
3.      Tóbakssöluleyfi til 4 ára.
Olís, Esjubraut 45, Akranesi. – Endurnýjun
 
Samþykkt.
 
 
4.      Umsagnir til sýslumanns.
Beitistaðir, Hvalfj.sveit – heimagisting.  – Nýtt leyfi.
Hvalalíf ehf. – Hvalaskoðunarbátur, Andrea AK. – Nýtt leyfi.
Báturinn liggur í Reykjavíkurhöfn en heimahöfn er á Akranesi.
Starfsleyfi og starfsleyfisskilyrði Heilbrigðisnefndar verða gerð síðar, sbr. lög nr. 7/1998 og  lög nr. 93/1995.
Framlagt.
 
 
5.      Önnur  mál
 
·         Bensínlyktarmál á Akranesi.  23.09.10
Í september s.l  komu kvartanir frá  íbúum nokkura húsa við Esjubraut vegna megnrar bensínlyktar sem kom upp úr niðurföllum. Reynt var að finna hugsanleg upptök mengunarinnar, m.a með skoðun á brunnum og búnaði við nálæga Olísstöð og skoðun á fráveitubúnaði  hjá iðnaðarstarfsemi í nágrenninu. Samstarf var haft við OR. Upptökin ekki ljós.
Gögn um málið lögð fram.
 
·         Hundamál  á Akranesi.
Framkvæmdastjóri fór yfir mál sem tengist ítrekuðum kvörtunum sem  bárust  í  ágúst og byrjun september vegna ónæðis af hundum á Akranesi. Hundaeiganda var sent viðvörunarbréf og síðar  var bréf sent  til Akraneskaupsstaðar þar sem farið var fram á afturköllun á hundaleyfi.  
Lagt fram til kynningar.
 
Nýútgefin hunda- og kattasamþykkt á Akranesi rædd samhliða,  sem samþykktar voru frá Umhverfisráðuneyt 1.10.10.  Formaður ræddi helstu áherslur í samþykktinni.  Samþykkt að senda fyrirspurn til umhverfisráðuneytis um aðkomu heilbrigðisnefndar að gæludýramálum m.t.t stjórnsýslu.
 
·         Salt til hálkueyðingar.
Framkvæmdastjóri kynnti fyrirspurn/ábendingu sem barst til HeV um það hvort að fiskvinnslusalt væri notað til hálkueyðingar á vegum, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Framkv.stjóri sendi fyrirspurn til Vegagerðarinnar. 
Gögn um málið lögð fram.
 
·         Undanþágur vegna tóbakssölu.
Framkvæmdastjóri ræddi og kynnti undanþágur sem  gefnar hafa verið út af HeV vegna sölu unginga á tóbaki í söluturnum og matvöruverslunum og ástæður þess að undanþágur eru veittar.
Bókun:Heilbrigðisnefnd hvetur sveitarstjórnir á Vesturlandi að kanna hvort farið sé eftir lögum sem snerta  sölu á tóbaki til unglinga.
 
·         Fráveitumál vegna hreinsistöðva.
Framkvæmdastjóri greindi frá tveimur málum er varða ólöglega losun í fráveitu á Akranesi  í ágúst s.l og viðbrögð fyrirtækja við kröfum HeV.
Lagt fram.
 
 
·         Samþykktir um hunda – og kattahald á Akranesi.
Málið rætt samhliða „Hundamál á Akranesi“ hér að ofan.
 
·         Haustfundur SHÍ (samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi) með  UST, MAST, Umhv.ráðun og Sjávarútv. og Landb.ráðnu.  13. – 14. október n.k
Framkvæmdastjóri greindi frá dagskrá  haustfundar, helstu málum og umræðum.
 
 
 
Fundi slitið kl: 17:10