92 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

92 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 
 

FUNDARGERÐ

92. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
Fyrsti fundur nýkjörinnar Heilbrigðisnefndar  Vesturlands, eftir sveitarstjórnarkosningar 2010.
 
Fimmtudaginn 23. september 2010 kl: 10 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar. 
 
Mætt voru:
Eyþór Garðarsson
Jón Pálmi Pálsson
Dagbjartur I. Arilíusson
Halla Steinólfsdóttir, varamaður Sigrúnar H.Guðmundsd.
Jón Rafn Högnason
 
Rún Halldórsdóttir  boðaði forföll og Erla Þorvaldsdóttir varamaður hennar einnig.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
 
Framkvæmdastjóri bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.
Dagskrá:
 
1.     Kynning á lögum og reglum heilbrigðisnefndar
Framkvæmdastjóri kynnti helstu lög og reglur sem tengjast starfi heilbrigðisnefndar.
 
2.     Kosning formanns og varaformanns
Formaður: Jón Pálmi Pálsson kjörinn einróma
Varaformaður:  Sigrún H. Guðmundsdóttir kjörin  einróma.
 
Nýr formaður, Jón Pálmi tók nú við stjórn fundarins.
 
3.     Ákvörðun um fundartíma nefndarinnar.
Nefndin ræddi hentugan fundartíma.   
Samþykkt  að halda fundi nefndarinnar á mánudögum kl: 16
 
4.     Bókhald HeV 01.01.2010-31.08.2010
Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsætlun 2010 og stöðu bókhalds til 31. ágúst sl.
 
5.     Matareitrun í Dölum í ágúst s.l.
Framkvæmdastjóri greindi frá  matareitrun sem kom upp í veislu Dalabyggð í ágúst s.l.  og greindi jafnframt frá verklagsreglum  sem eiga að vera í gildi milli heilbrigðiseftirlits, Matvælastofnunar og sóttvarnalæknis þegar matareitranir koma upp.
Rannsóknakostnaður vegna sýnatöku og sýnagreiningu  ræddur. 
Tillaga um að reikningur vegna rannsóknarkostnaðar verði sendur veisluhaldara.
Samþykkt.
   
6.     Sóttmengaður úrgangur
Framkvæmdastjóri greindi frá sóttmenguðum úrgangi frá kjúklingabúum á  Vesturlandi á síðustu mánuðum.  
Heilbrigðisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum vegna síendurtekinna salmonellusýkinga í nokkrum kjúklingabúum á svæðinu. 
 
7.     Dómur Hæstaréttar í sauðfjárslátrunarmáli
Framkvæmdastjóri greindi frá dómi í Hæstarétti 16. september 2010  vegna sauðfjárslátrunar í iðnaðarhverfi í Stykkishólmi.
 
8.     Neysluvatnsmál Múlabyggðar
Framkvæmdastjóri upplýsti um neysluvatnsmál í Múlabyggð og viðbrögðum vatnsbólseiganda í sumar.
 
9.     Neysluvatnsmál Hvammsskógi
Framkvæmdastjóri fór yfir neysluvatnsmál í Hvammsskógi í Skorradal.
 
10. Miðhraun fiskvinnsla
Framkvæmdastjóri greindi frá starfsemi fiskvinnslu á Miðhrauni 3. Umsókn um endurnýjað starfsleyfi lögð fram.
Afgreiðslu frestað. Framkv. stjóra falið að fá greinarbetri upplýsingar um starfsemina.
 
11. Starfsleyfi
Starfsleyfi afgreidd af HeV frá síðasta fundi:
·         Akraborg, fiskvinnsla, Kalmansvöllum 6.  Akranes
·         Jarðboranir vegna 3 tilraunahola í landi Steindórsstaða og við Kleppjárnsreyki
·         Hvalur hf. vegna endurnýjunar starfsleyfis
·         Alifuglabúið Fögrubrekku ehf vegna tímabundins starfsleyfis til 31.12.2010
·         Landnámssetrið Borgarnesi
·         Classic hárgreiðslustofa Smiðjuvöllum 32, Akranesi
·         Thai-A veitingastaður Stillholti 23, Akranesi
·         Hafnyt ehf, fiskþurrkun Ægisbraut 27 b. Akranesi
 
Samþykkt.
 
12.Umsagnir til sýslumanns.
·         Lækjarás 5 í landi Litlu Brekku-gististaður
·         Borgarbraut 31-gististaður, Borgarnes
·         Thai-A, Stillholti 23-veitingastaður. Akranes
·         Fjölbrautaskóli Vesturlands-Kali ehf.-gististaður
·         TSC Grundargötu 50-gististaður. Grundarfirði
·         Snæfell Arnarstapa- veitingastaður
·         Primus Kaffi, Hellnum
·         Skemman Hvanneyri-kaffihús
·         MS Baldur, Stykkishólmi-veitingastaður
·         MS Særún, Stykkishólmi-veitingastaður
 
Framlagt.
 
13. Önnur mál.
·        Unglingalandsmót 2010 í Borgarnesi, umfang og leyfi.
Framkvæmdastjóri fór yfir leyfisveitngar og umfang Unglingalandsmóts í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.
·        Drög að samningi um framsal milli MAST og HeV
Framkvæmdasstjóri fór yfir drög að samningi  milli Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna framsals á eftirliti með matvælafyrirtækjum.
Nefndin lýsir ánægju yfir að  kominn sé samningsgrundvöllur vegna málsins en gerir athugasemdir við fylgiskjal 3.
·        Hreinsun rotþróa og losun úrgangs. 
Framkvæmdastjóri fór yfir hreinsunarferli á rotþróm, hreinsun rotþróa í Borgarbyggð og tengt mál á Suðurlandi.
 
Næsti fundur áætlaður 18. október kl: 16.
 
Fundi slitið kl:  11:45