29 – SSV samgöngunefnd

admin

29 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð

 

Fundur í samgöngunefnd SSV 25. ágúst 2010.

 

Fundur í samgöngunefnd SSV, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 25. ágúst  2010. Mætt voru: Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Sigríður Finsen, Hallfreður Vilhjálmsson, Kristinn Jónasson og Finnbogi Leifsson.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, SSV,  og Magnús Valur Jóhannsson frá Vegagerðinni.  Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.   

 

Undirbúningur aðalfundar SSV 10. – 11. sept.
Magnús Valur fór yfir framkvæmdaútlit á Vesturlandi á komandi ári og árum.  Rætt um betri merkingar vestur til Snæfellsness við hringtorg ofan Borgarness. Í framhaldinu var rætt um kröfur um merkingar og hvar eigi mörkin að vera í merkingum.  Vegagerðin vinnur eftir ákveðnu kerfi sem mótað hefur verið innan stofnunarinnar.  Allir vegir hafa sitt númer.

Guðmundur spurðist fyrir um fé frá lífeyrissjóðum og vegagerð sunnan Hvalfjarðarganga.  Magnús Valur sagðist ekki vita til þess að neinir samningar séu í höfn og verkefnin sem verði í forgangi séu Vaðlaheiðargöng og suðurlandsvegur.


Rætt um umsögn SSV um vegaáætlun en ekki var tekið tillit til neinna þeirra athugasemda sem þar komu fram.

 

Rætt um framtíðarvegstæði í Hvalfjarðarsveit.  Skora á Vegagerðina að nota þennan tíma sem einkennist af verkefnaskorti, að vinna stefnumótunarvinnu.  Það er vitað um verkefni sem munu koma til framkvæmda innan fárra ára.  Verkefni sem eru jafnvel þannig vaxin að ekki er vitað nákvæmlega um framtíðarvegstæði og einnig tillögu um flutning vegstæða.  Skora á Vegagerðina að skoða hinar raunverulegu framkvæmdir sem hafa verið unnar og hafa þær til hliðsjónar. 

 
Rætt um tvöföldun veglínu í Leirársveit þar sem kreppir að með land að þjóðvegi.
 
Framkvæmdastjóra falið að vinna tillögu að ályktun til aðalfundar frá samgöngunefnd.  Senda drögin út til nefndarinnar og vinna það til fulls í gegnum tölvupóst.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.