77 – SSV stjórn

admin

77 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð


Stjórnarfundur verður haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi  mánudaginn 30. ágúst 2010 kl. 10:00Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn 30. ágúst 2010 kl. 10. 

 

Mætt voru: Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson og Ása Helgadóttir. Haraldur Helgason sat fundinn í forföllum Eydísar Aðalbjörnsdóttur.  Kristjana Hermannsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár:
1. Efling sveitarstjórnarstigsins.
2. Málefni fatlaðra. Staða verkefnis.
3. Aðalfundur SSV 10. – 11. sept.
4. Málefni atvinnuráðgjafar
5. Sóknaráætlun
6. Umsagnir þingmála.
7. Fundargerðir.
8. Önnur mál.

 

1. Efling sveitarstjórnarstigsins.
Skýrslan, Sveitarfélagið Vesturland, sameining Vesturlands í eitt sveitarfélag, lögð fram.  Formaður PB kynnti skýrsluna fyrir stjórn og lagði fram tillögur að áframhaldandi vinnu sem leggja á fyrir aðalfund SSV í september.
PB fór yfir niðurstöður skýrslunnar og hugmyndir um áframhaldandi vinnu.
ÞG fór yfir punkta úr skýrslunni og sagðist vilja sjá að málið yrði skoðað frekar.  PB sagði þá vinnu sem lægi fyrir vera faglega unna og í tillögum að næstu skrefum er rætt um mismunandi leiðir.  Fundarmenn voru almennt á því að vinna frekar að útfærslu verkefnisins. 
Lagt til að leggja upp við aðalfund að vinna að því að því að skilgreina sameiningar út frá umfangi og líklegum árangri og jafnframt að skoða hvernig þróa megi SSV sem samstarfsvettvang sveitarfélaganna um þau verkefni sem fela í sér sérstaklega hagkvæmni stærðar.
Starfsmönnum SSV falið að vinna drög að tillögu til aðalfundar SSV.
Skýrslan liggur frammi á heimasíðu www.ssv.is
 
2. Málefni fatlaðra. Staða verkefnis.
Farið yfir undirbúningsvinnu vegna yfirtöku málefna fatlaðra um næstu áramót.   Sveitarfélög á Vesturlandi eiga með sér samningsferli um samstarf.  Næsti fundur boðaður þriðjudaginn 31. ágúst kl. 15.
Rætt um búsetuúrræði, skýrslu ríkisendurskoðunar, starfsmannamál o.fl.

 

3. Aðalfundur SSV 10. – 11. sept.
a. Drög að dagskrá.
Lögð fram og rædd.
Bent á að vanti inn á dagskrá umfjöllun um vottun landshlutans í umhverfismálum.  Umræða hefur átt sér stað um umhverfisvottun á vegum vaxtarsamnings.  Tillaga um að fela Erlu Friðriksdóttur að senda inn drög að ályktun varðandi Earth Check, sem áður hét Green Globe.


b. Ályktanir aðalfundar 2009 – undirbúningur
Lagðar fram ályktanir aðalfundar frá fyrra ári. 
Stjórnarmönnum falið að senda ábendingar inn til SSV varðandi ályktanir. 

c. Árgjöld sveitarfélaga.
Rætt um árgjöld sveitarfélaga til SSV á komandi ári.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram nokkrar mismunandi leiðir að hækkun fyrir næsta stjórnarfund sem verður haldinn þann 9. september n.k.

 

4. Málefni atvinnuráðgjafar
Íbúakönnun
ÓS gerði grein fyrir íbúakönnun sem verður send út í vikunni.
ÓS gerði grein fyrir verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar en verið er að kynna námskeiðið Vaxtarsprotar á Vesturlandi á svæðinu og áætlað að kenna það á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Borgarnesi í haust.
Rætt um grunngerð Vesturlands til að taka að sér opinber verkefni.  ÓS sagði grunngerð Vesturlands mjög sterka og fór yfir hinar ýmsu aðstæður og verkefni innan landshlutans því til stuðnings.

 

5. Sóknaráætlun
HBJ fór yfir stöðu verkefnisins Sóknaráætlun eins og hún lítur út gagnvart landshlutasamtökunum.  Stofnuð hefur verið ný skrifstofa innan forsætisráðuneytisins, Skrifstofa stjórnsýslu- og samfélagsþróunar sem Arnar Másson stýrir.  Boðað hefur verið til fyrsta fundar hjá svæðinu sem myndar  Hvítá – Hvítá.  Höfuðborgarsvæðið og radíus út frá því til Suðurlands, Vesturlands og Reykjaness. Boðað er til fyrsta fundar þann 1. sept n.k.

 

6. Umsagnir þingmála.
• Fundur á Nefndasviði Alþingis vegna byggðaáætlunarumsögn SSV.
• Fundur á Nefndasviði Alþingis vegna umsögn um samgönguáætlun.
• Framlagðar umsagnir + umsögn um tillögu til barna verndarlaga.

Formaður og framkvæmdastjóri SSV sóttu fund með iðnaðarnefnd Alþingis vegna innsendrar umsagnar vegna byggðaáætlunar.
Formaður samgöngunefndar og framkvæmdastjóri sóttu fund með samgöngunefnd Alþingis vegna innsendrar umsagnar um samgönguáætlunar.
Lagt fram.

 

7.  Fundargerðir
a. Sorpurðun Vesturlands. Stjórnarfundur 16.06.2010.
b. Svæðisráð um málefni fatlaðra á Vesturlandi 28.06.2010
c. Fundur í ráðuneyti sveitarstjórnarmála um Hólmfríðarskýrsluna o.fl. 16.08.10
d. Samráðsfundur sorpsamlaganna á suðvesturlandi 23.08.10.
Lagðar fram.

 


8.  Önnur mál.
Lagt fram erindi Hvalfjarðarsveitar þar sem bent er á að fundartími aðalfundar SSV er á háannatíma bænda og kemur í veg fyrir að stór hluti kjörinna fulltrúa kemst ekki á fundinn.
Lagt fram og rætt um að taka tillit til þessa að ári.

HBJ gerði grein fyrir aðalfundi SSNV sem sóttur var 27. ágúst sl.

Þorgrímur ræddi um tillögur Austfirðinga um að flytja þjóðveg nr. 1 niður á Firðina.  Hann sagði þetta skynsamlegt af sveitarstjórnum á Austfjörðum að leggja þessa tillögu fram.  Rætt um samgöngumál á Vesturlandi í framhaldinu

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:15
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.