91 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

91 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
91. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 23. júní 2010 kl: 11 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman í Miðdölum Dalabyggð.  Formlegur fundur var síðan  haldinn í Leifsbúð í Búðardal  kl: 13:00.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún  H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Gísli S. Einarsson.
Erla Þorvaldsdóttir og Jón Rafn Högnason boðuðu forföll. Varamaður Erlu komst ekki á fundinn.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Heimsókn  á Dvalarheimilið Fellsenda.
Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir  hjúkrunarforstjóri tók á móti nefndarmönnum og sýndi þeim nýleg húsakynni staðarins og greindi frá starfseminni. Heilbrigðisnefndin þakkar móttökur á Fellsenda.
2. Heimsókn í Rjómabúið á Erpsstöðum.
Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir bústjórar á Erpsstöðum tóku á móti nefndinni og fræddu gesti um tilurð Rjómabúsins og framleiðslu mjólkurafurða á staðnum. Erpsstaðabændum eru færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar.
Fundardagskrá í Leifsbúð í Búðardal kl: 13
Formaður setti formlegan fund og bauð nefndarmenn velkomna á síðasta fund núverandi nefndar.
3. Dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna sauðfjárslátrunar.
Framkvæmdastjóri fór yfir dóm Héraðsdóms Vesturlands frá 26. maí sl. vegna sauðfjárslátrunar í iðnaðarhverfi í Stykkishólmi haust 2009. Málinu er þó ekki lokið.
4. Hæstaréttardómur vegna slyss í sundlaug í Reykjavík
Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöðu dóms Hæstaréttar, sem féll nýverið, vegna manns sem slasaðist í sundlaug í Reykjavík. Rekstaraðilar dæmdir skaðabótaskyldir m.a. vegna ónógra merkinga.
Nefndin sammála um að  öllum sveitarstjórnum á Vesturlandi verði send ítrekun vegna ábyrgðar rekstaraðila sundlauga og þeim bent á að breyta og bæta merkingar  og annað sem er í samræmi  við nýfalinn dóm.
5.  Starfsleyfi og umsagnir.
Starfsleyfi.
Ergosspa. – Pylsuvagn. Tjarnarási 1, Stykkishómi. – Nýr rekstaraðili
Brauða-og kökugerðin, Suðurgötu 50 – Endurnýjun
Brauðval, bakarí, Vallholti 5, Akranesi –  Nýtt leyfi
Laugagerði. Leikskóli. -Nýtt
Samþykkt.
Umsagnir til sýslumannsembætta.
Íslensk Heilsa ehf. – Veitingar – samkomuhús, Hlaðir Hvalfjarðarstr.- nýtt
Gistiver, Höfðagötu 11, Stykkishólmi. – Nýr rekstaraðili.
Hafnargerðin ehf.  Skúlagötu 4, Stykkishólmi, heimagisting- Nýtt
Sæferðir ehf. Smiðjustígur 3, Stykkishólmi. Kaffihús.- Nýtt.
S.H.G. Félagsheimilið/ grunnskólinn Lýsuhóli.   Gistiskáli. -Nýtt.
B.E.B.  Birkilundur 44, Sauraskógi, Helgafellssv.- Gististaður. -Nýtt
Laxárbakki. Hvalfjarðarsv.- Gististaður.- Nýtt
      Landnámssetur Íslands. Brákarbr. 13-15, Borgarn. Veitingar. -Endurnýjun.
 Framlagt.
6. Önnur mál
Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir gott samstarf síðustu fjögur ár. Nefndarmenn tóku undir orð formannsins og  þökkuðu samstarfið.

Fundi slitið kl: 13:30.