84 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

84 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

84.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 08.04 2009 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarherbergi Ráðhúss Borgarbyggðar og hófst fundur kl. 16.00.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Gísli S. Einarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
 
 
1.      Endurskoðaður ársreikningur 2008
Framkvæmdastjóri fór yfir reikninginn og svaraði fyrirspurnum. Kom fram að rekstrarhalli ársins væri kr. 187.211 sem rekja mætti að mestu til greiddra bóta til fyrrverandi starfsmanns og hærri kostnaðar vegna bifreiða sem teknar voru í rekstrarleigu í byrjun árs 2007. Þá hefðu tekjur verið minni en fram kom í áætlun sem rekja má að hluta til starfsmannahalds fyrstu 4 mánuði ársins. Á móti hefði launakostnaður verið mun lægri en fram kom í áætluninni.
Samþykkt að afskrifa óinnheimt eftirlitsgjöld sem verið hafa í milliinnheimtu hjá Intrum fyrir árin 2002-2005.
Ársreikningurinn samþykktur með fyrirvara  um leiðréttingar endurskoðendafyrirtæki KPMG á 7.lið í efnahagsreikningi, ásamt skýringu nr. 8.
 
2.      Starfsstöð HeV
Fyrir fundinum lá fyrir eftirfarandi tillaga frá Finnboga Rögnvaldssyni:
,, Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 30.12. 2008 svo hljóðandi bókun: Hvað varðar staðsetningu starfstöðvar Heilbrigðiseftirlitsins bendir byggðarráð á að Borgarnes er miðsvæðis á Vesturlandi og því eðlilegt og hagkvæmast að hafa starfstöð Heilbrigðiseftirlitsins þar.  Jafnframt minnir byggðarráð á samþykktir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar um aukin verkefni s.s. eftirlit með stóriðju.
Því leggur undirritaður til að starfsstöð HeV verði í Borgarnesi. Lagt er til að sameiningin fari fram eftir sumarleyfi starfsmanna í ágúst. Leitað verði eftir samkomulagi við Héraðsdóm Vesturlands (Fasteignir ríkisins) um leigu á húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi. Í stjórnsýsluhúsinu er nú þegar til húsa stærsti hluti af starfssemi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi og ekki óeðlileg að tengja þetta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna þeirri starfsstöð.”
 
Arnheiður Hjörleifsdóttirlagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur með formlegum hætti lýst áhuga sínum á því að starfsstöð Heilbrigðiseftirlits vesturlands sé staðsett Í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit, þar sem nú er verið að leggja lokahönd á nýtt stjórnsýsluhús. Ljóst er að í nýju húsi í Hvalfjarðarsveit geta starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins haft veruleg áhrif á fyrirkomulag þess rýmis sem undir starfsemina yrði tekin og hlýtur það að teljast ótvíræður kostur fyrir þá. Þá hafa starfsmenn látið í ljós jákvæð viðbrögð við þessari staðsetningarhugmynd. Staðsetning HeV í Hvalfjarðarsveit er jafnframt miðsvæðis og þar af leiðandi hagkvæm m.t.t. búsetu starfsmanna, íbúadreifingar á Vesturlandi og útgefinna starfsleyfa. Að auki er þessi staðsetning mikill styrkur sé tekið tillit til samþykktar stjórnar SSV og Heilbrigðisnefndar um aukin verkefni Heilbrigðiseftirlitsins, svo sem eftirlit með stóriðju sem að stærstum hluta er staðsett í Hvalfjarðarsveit. Þá eru fyrirhuguð aukin umsvif á athafnasvæði Faxaflóahafna við Grundartanga sem styðja mjög við staðsetningu Heilbrigðiseftirlitsins í Hvalfjarðarsveit.
Það er því tillaga mín að starfsstöð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit og leitað verði eftir samkomulagi við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um leigu á húsnæði.”
 
Gísli S. Einarssonlagði til að halda óbreyttri stöðu en væri tilbúinn að endurskoða málið þegar HeV fengi aukin verkefni með stóriðjunni á Grundartanga.
Eftir miklar og ákafar umræður, þar sem m.a. kom fram að heilbrigðisnefndin hefði á fyrri stigum  ákveðið  að starfsmenn störfuðu á einni starfsstöð, lagði Gísli S. til að starfstöðin yrði á Akranesi.
Ljóst var af  umræðunni að illa gengi að fá samstöðu í nefndinni um staðsetningu á sameiginlegri starfstöð enda tillögur komnar fram um starfsstöðvar í þremur sveitarfélögum.
Finnbogi dró tillögu sína til baka ef það gæti komið á sátt eins og hann orðaði það og lagði til að tillaga Arnheiðar yrði samþykkt.
Tillaga Arnheiðar var síðan samþykkt af öllum stjórnarmönnum og ákveðið að ganga til samninga við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um starfsstöð.
 
3.      Aðalfundur HeV 2009
Samþykkt að halda aðalfund 2009 að Hótel Búðum 13. maí n.k.
 
4.      Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi/umsagnir

  1. Skagamálun Stekkjarholti 8-10, Akranesi (vídeóleiga)
  2. Hróatildur ehf, Nesvegi 19. Grundarfirði (grásleppuvinnsla)
  3. Eylín ehf. Laxárholti, Borgarbyggða (endurnýjun á grásleppuvinnslu)
  4. Ferskur ehf. Snoppuvegi 6, Ólafsvík (grásleppuvinnsla)
  5. Gistiheimili Nesi, Reykholtsdal
  6. Gistiheimili Bakkatúni 20, Akranesi
  7. Gistiheimili Skúlagötu 21, Borgarnesi
  8. Fimm fiskar v/Frúarstíg, Stykkishólmi (veitingastaður)
  9. Stykki ehf. Reitarvegi 3, Stykkishólmi (grásleppuvinnsla)
  10. Laugarásvídeó Borgarbraut 57, Borgarnesi (vídeóleiga og spilasalur)
  11. B-57 (Borgfirska Mafían ehf) Borgarbraut 57. Borgarnesi (veitingar-samkomusalur)

 
5.      Önnur mál:
·         Rætt um vatnsból  fyrir frístundasvæði í Hafnarlandi Hvalfjarðarsveit og frístundasvæði Múlabyggðar í Borgarbyggð. Eigendur vatnsbólanna hafa ekki sótt um starfsleyfi eða úttekt eins og ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001 kveða á um þrátt fyrir skriflegar athugasemdir HeV.
Samþykkt að ítreka efni bréfsins að viðlagðri formlegri áminningu.
·         Rætt um fyrirhugaða starfsemi Hvals í Hvalfirði ef til hvalveiða kæmi á næstu mánuðum. Ekki hefur verið sótt um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.