68 – SSV stjórn

admin

68 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 Stjórnarfundur haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn

24. mars 2009 kl. 13.

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV, þriðjudaginn 24. mars 2009 að Hótel Hamri við Borgarnes.  Mætt voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson. Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.  Alþjóðamál, Open Days.

2.  Lénið Vesturland.

3.  Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands – Staða fyrirtækisins.

4.  Áhrif Evrópuaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið.

5.  Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 12.03.09.

6.  Byggðaáætlun 2010 – 2013.

7.  Málefni atvinnuráðgjafar

8.  Fundargerðir

9.  Umsagnir þingmála

10.Önnur mál.

 

1     Alþjóðamál, Open Days.

Páll sagði frá því að viðræður hefðu verið við starfsmann skrifstofu Sambandsins um þátttöku landshlutasamtakanna þriggja í Open Days í október n.k.  Þátttaka hefur verið staðfest og munum við verða með viðburð á málstofu.

Páll fór yfir erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um stuðning við tilraunaverkefni til að stofna svæðisskrifstofu í Brussel.  Lögð fram kostnaðaráætlun í tengslum við verkefnið og skipulag og fyrirkomulag „svæðaskrifstofu“ landshlutasamtaka í Brussel.

Stjórn samþykkti áframhaldandi vinnu að þessu verkefni m.t.t þeirra umræðu sem að fram kom á fundinum.

 

2     Lénið Vesturland.

Samþykkt að SSV láti lénið www.vesturland.is ekki af hendi og það skuli notast nýtast fyrir logo Vesturlandsstofu, SSV, Vaxtarsamnings og Skessuhorns.

 

3    Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands – Staða fyrirtækisins.

Hrefna gerði grein fyrir stöðu Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.

 

4     Áhrif Evrópuaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið

Hrefna fór yfir kynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og umræður vinnuhóps á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var föstudaginn 13. mars.  Miklar umræður urðu í hópnum og margar spurningar vöknuðu í hópnum.  T.d. hvort hægt sé að ræða þessi mál án þess að taka með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál? Hópurinn var sammála því að sveitarstjórnarstigið verði að móta samningsmarkmið fyrir viðræður um aðild að ESB, ef til kemur.  Nokkur umræða var innan stjórnar SSV í framhaldinu um þessi mál.

 

5    Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 12.03.09.

Lagt fram minnisblað frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna frá 12. mars sl.

 

6    Byggðaáætlun 2010 – 2013.

Lögð fram drög að byggðaáætlun 2010 – 2013 og kynntur fundur sem haldinn verður á vegum Byggðastofnunar síðar í dag.

Þorgrímur Guðbjartssonvék af fundi.

 

7     Málefni atvinnuráðgjafar

Sigurður Árnason, fulltrúi Byggðastofnunar, kom inn á fundinn.

 

7.a    Áhersluatriði byggðaáætlunar

Rætt um áhersluatriði frá SSV inn í umræðu um byggðaáætlun m.t.t. fundar Byggðastofnunar um áhersluatriði áætlunarinnar.  Ákveðið að frekari umræða skyldi tekin á fundi með fulltrúum Byggðastofnunar síðar í dag.

 

7.b   Endurnýjun Vaxtarsamnings

Samningur milli Iðnaðarráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um Vaxtarsamning rennur út á haustdögum.  Nauðsynlegt er að stofna vinnuhóp um að vinna að áhersluatriðum fyrir nýjan samning sem mun nýtast við vinnu að nýjum samningi.  Ólafi falið að leggja upp tillögu að verkefninu.

 

7.c    Frumkvöðladagur

Dómnefnd um frumkvöðul Vesturlands skýrði frá starfi nefndarinnar.  Frumkvöðladagurinn verður haldinn 2. apríl n.k. í Menntakóla Borgarfjarðar og hefst dagskráin kl. 13.

 

7.d   Átthagastofa

Lagt fram til afgreiðslu erindi Átthagastofu og Snæfellsbæjar um þjónustusamning við SSV.  Starfsmaður SSV myndi flytja úr starfsaðstöðu sinni í Röst til Átthagastofu. Samþykkt.

 

7.e   Frumkvöðla- og tæknisetur á Hvanneyri.

Lagt fram til afgreiðslu styrkumsókn varðandi stofnun frumkvöðla- og tækniseturs á Hvanneyri.

Samþykkt að veita 500.000 kr. til verkefnisins með fyrirvara um afgreiðslu frá Byggðastofnun en sótt hefur verið um þessa fjárhæð í verkefnasjóð atvinnuþróunarfélaganna.

 

7.f   Ástandsspá

Vífill Karlsson, hagfræðingur SSV, kom inn á fundinn og kynnti svo kallaða ástandsspá, sem er hagvísir sem ber yfirskriftina Kreppa og áhrif hennar á atvinnustig í einstaka sveitarfélgum á Vesturlandi.   Umræddur hagvísir er á vinnslustigi.  Áætlað er að vinna við umræddan hagvísi ljúki á vordögum.

 

7.g. Umsóknir í verkefnasjóð atvinnuþróunarfélaganna.

Ólafur Sveinsson sagði frá umsóknum frá SSV þ&r sem sendar hafa verið í verkefnasjóð atvinnuþróunarfélagnna sem Byggðastofnun heldur utanum. Spurt var um verkefnin.

 

Sigurður Árnason vék af fundi.

 

8    Fundargerðir

a.       Alþjóðanefnd sveitarfélaga 12.03.09.

b.       Sorpurðun Vesturlands hf. 06.03.09.

c.       Sorpurðun Vesturlands hf. aðalfundur 06.03.09

d.       Stillum strengi 06.02.09

 

Umsagnir þingmála

a.  Umsögn um frumvarp til laga um virðisaukaskatt.

b.  Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 258. mál, EES-reglur, breyting ýmissa laga.

c.  Tillaga til þingsályktunar um breytta skipan gjaldmiðilsmála.

d.  Frumvarp til laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, 313 mál, afnám laganna.

e.  Frumvarp til laga um rnnsóknarnefnd til að gera úttekt á fiskveiðiheimildum, 21. mál.

f.   Tillaga til þingsályktunar um hagsmuni Íslands í loftlagsmálum, 370. M

 

Fundarmenn sendi til SSV beiðni um að unnin verði umsókn um einstök frumvörp, óski þeir eftir því.

 

10     Önnur mál.

Langtímaáætlun í samgöngumálum.

Páll  tók undir um tillögur í tölvupósti og lagt var til að sérstakur fundur verði um samgöngumál á Vesturlandi.

 

Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 28. apríl n.k. að Hótel Hamri.

Lagt fram aðalfundarboð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.