54 – Sorpurðun Vesturlands

admin

54 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands verður haldinn  á

Hótel Hamri, föstudaginn 6.mars 2009 kl. 11.30

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands, haldinn á Hótel Hamri, föstudaginn 6. mars 2009 kl. 11:30. 

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sigríður Finsen, Gunnólfur Lárusson, Bergur Þorgeirsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð.  Kristinn Jónasson og Sæmundur Víglundsson boðuðu forföll.

 

Stjórnarformaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Undirbúningur aðalfundar.

Farið yfir atriði sem taka þarf fyrir á aðalfundi.

 

 

Áherslur Sambands ísl. sveitarfélaga í úrgangsmálum ásamt aðgerðaáætlun.

Lagt fram.

 

Frestun á gildistöku ákvæða um tæknilegar kröfur til urðunarstaða.

Lög fram greinargerð Lúðvíks E. Gústafssonar, verkefnisstjóra úrgangsmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Greinargerðin gengur út á frestun á gildistöku ákvæða um tæknilegar kröfur urðunarstaða sem voru starfandi við gildistöku laga nr. 55/2003 og reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs.

 

Fundargerðir.

a.       Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra Sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 16.02.09.

b.      Fulltrúar sveitarfélaga – skráning á sorpmagni og sorpflokkum, 03.03.09.

 

Önnur mál.

Tilskipun Evrópuþingsins og –ráðsins nr. 2008/EB frá 19. nóvember 2008 um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.

 

Skráning á sorpmagni og –flokkum.

Skráningareyðublað lagt fram og farið yfir fund frá 3.3.2008.

 

 

Fundi slitið kl. 12:30

Fundarritari.  Hrefna B. Jónsdóttir