24 – SSV samgöngunefnd

admin

24 – SSV samgöngunefnd

Fundargerð

Fundur í Samgöngunefnd SSV 10. september 2008.

 

Fundur  haldinn í samgöngunefnd SSV miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 15:00.  Mættir voru: Davíð Pétursson, Finnbogi Leifsson, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, Sæmundur Víglundsson, Guðmundur Vésteinsson, í forsöllum Sigríðar Jónsdóttur mætti Finnbogi Rögnvaldsson.  Gunnólfur Lárusson boðaði forföll og varamaður sá sér ekki fært að mæta.  Gestir fundarins voru: Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni og Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni sunnan Hvalfjarðar.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.

 

Davíð Pétursson bauð fundarmenn velkomna, þó einkum gesti fundarins þá Magnús Val og Jónas.  Hann gaf  Jónasi Snæbjörnssyni orðið.

 

Samgöngumál sunnan Hvalfjarðar:

Kjalarnes

Jónas byrjaði framsögn sína á því að tala um Kjalarnes.  Hann sýndi glærur og hóf sitt erindi á að sýna myndir úr aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.  Hann sagði í mörg horn að líta í vinnu við veg um Kjalarnes en hann byrjaði fyrirlestur sinn á hugmyndum sem lúta að vegi um Kjalarnes.  Hann sagði Kjalarnesið mikið hvassviðrasvæði en mikið af mælingum liggja fyrir sem sýna hvernig vindar liggja á svæðinu.  Hann vitnaði til skýrslu um umferðaróhöpp, umferðarspá og afköst vega.  Skoðaðir hafa verið valkostir við mögulega færslu hringvegarins.  Hann sagði marga landeigendur vera á þessu svæði sem auðveldar ekki málið.  Ræða þarf við marga landeigendur en sú vinna er ekki hafin.  Jónas sýndi nokkra möguleika í færslu hringvegarins um Kjalarnes og greinilegt að búið er að velta upp mörgum möguleikum. 

Fundarmenn voru áhugasamir um þessa umræðu en varpað var mörgum spurningum til Jónasar varðandi tillögur um staðsetningu vegarins og þar sem fundarmenn hafa mikla reynslu af því að aka um Kjalarnes í margskonar veðrum komu fram ýmsar spurningar og diskúteyringar um aðra möguleika.

 

Guðmundur Vésteinsson ræddi um vindstig á svæðinu og vitnaði til reynslu þeirra sem aka um veginn nær daglega.  Fundarmenn gátu allir rökrætt vindinn og áttir og hugsanleg breytt áhrif við færslu þjóðvegar.

 

Sigríður Finsen varpaði fram þeirri spurningu hvort umhverfismat og val leiða taki tillit til veðurfarsþátta því um erfiðar verðurfarsaðstæður væri að ræða. 

 

Rætt var um framkvæmdir á Kjalarnesi og nauðsyn þess að þær yrðu tilbúnar að taka við umferð um Sundabraut.  Fulltrúar Vegagerðarinnar töldu það ekki nauðsynlegt því ef flutningsgeta myndi aukast verulega um Kjalarnes áður en Sundabraut tæki við myndi umferðarhnúturinn sem myndast í Kollafirði einungis verða erfiðari.

 

Sundabraut.

Sundabraut er í umhverfismati og tekur í þeirri vinnu á vali leiða.

Rætt um áfangaskiptingu framkvæmdarinnar. 

Áfangi 1, leið III, gegnum Gufuneshöfða og gangamunni við Laugarnes.

Jónas fór yfir umferðarspár á þessari leið og kostnaðaráætlunartölur.

 

Hvað framkvæmdatíma varðar þá lýkur vinnu við mat á umhverfisáhrifum  á þessu ári.  Breytingar á skipulagi vinnast á árunum 2008 – 2009.  Hönnun og undirbúningur 2009 – 2010.  Framkvæmdin 2010 – 2014.

Innri leið, áfangi 2 vinnst eins nema framkvæmdatími er til ársins 2016.

 

Jónas og Magnús Valur viku af fundi og var þeim þakkaðar greinargóðar upplýsingar og   gagnlegar umræður.

 

Umræða um ályktun varðandi styttingu vegar um Kollafjörð og óskaði formaður eftir skoðun fundarmanna á því.  Ákveðið að ljúka fundi með því að álykta varðandi styttingu vegar um Kollafjörð og voru frumdrög unnin og framkvæmdastjóra falið að senda drögin út til nefndamanna á tölvupósti og fullgera hana en hún verður lögð fyrir aðalfund SSV þann 18. sept. n.k.. 

 

Önnur mál.

Drög samgöngunefndar að ályktunum fyrir aðalfund SSV.

Farið yfir þau drög að ályktunum sem unnin voru á síðasta nefndafundi og verða lög fyrir aðalfund SSV þann 18. sept n.k.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.

 

Til aðalfundar SSV.

Haldinn að Laugum í Sælingsdal 18. september 2008.

Ályktun um Sundabraut og vegagerð um Kjalarnes og Kollafjörð.

Samgöngunefnd SSV fékk greinargóða kynningu á stöðu undirbúningsvinnu við gerð Sundabrautar annars vegar og hringvegar á Kjalarnesi/Vesturlandsvegar hins vegar á fundi sínum þann  10. september sl.  Á fundinn mættu Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri vegagerðarinnar sunnan Hvalfjarðar og Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri vegagerðarinnar á Vesturlandi.

Í Samgöngunefnd samþykkir að leggja svohljóðandi tillögu fyrir komandi aðalfund SSV:

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn að Laugum í Sælingsdal, fimmtudaginn 18. september 2008, skorar á þá sem hlut eiga að máli við skipulags- hönnunar- og undirbúningsvinnu ýmiskonar að beita sér fyrir því að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist sem fyrst.  Það eru miklir hagsmunir í húfi að Sundabraut geti orðið að veruleika sem allra fyrst.  Ekki aðeins fyrir höfuðborgarsvæðið, heldur engu síður fyrir meginhluta landsbyggðarinnar og fyrir Vesturland er það gríðarlegt hagsmunamál. 

Fundurinn leggur áherslu á að við val á vegstæði um Kollafjörð verði kappkostað að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Vesturlands sem mest.  Einnig verði hugað sérstaklega að veðurfarlegum þáttum m.t.t. umferðaröryggis. 

 

 

 

 

 

 

Sendist á: Alþingismenn, Vegagerðina, Umhverfis- og samgönguráð og Skipulagsráð Reykjavíkurborgar.

Afrit á sveitarfélög á Vesturlandi, Spöl, Reykjavíkurborg.