51 – Sorpurðun Vesturlands

admin

51 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á

Skrifstofu SSV í Borgarnesi fimmtudaginn 30. október 2008 kl. 16.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.        Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

2.        Framkvæmd við urðunarrein nr. 4.  Stöðumat frá VST.

3.        Gjaldskrá fyrir móttöku asbestsröra frá HAB.

4.        Lánasamningur

5.        Jarðamarkaverkefni.

6.        Starfsleyfi, bráðabirgðaákvæði

7.        Fundargerðir:

8.        Önnur mál.

 

Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Sigríður Finsen, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Sæmundur Víglundsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Kynnt drög að samkomulagi um framkvæmd svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi. Rætt um sameiginlegan fund sorpsamlaganna frá 30.09.08. Framkvæmdastjóra veitt umboð til að skrifa undir samninginn.

 

Framkvæmd við urðunarrein nr. 4.  Stöðumat frá VST.

Lagt fram minnisblað frá VST-rafteikning hf. Um verkstöðu við urðunarrein nr. 4 í Fíflholtum.

 

Gjaldskrá fyrir móttöku asbestsröra frá HAB/OR.

Farið yfir gjaldskrá vegna móttöku asbestsröra frá HAB.  Um er að ræða gjaldskrá vegna röra sem koma beint frá HAB og tengjast viðgerðum.  Ekki er um að ræða rör sem koma inn til urðunar samkvæmt útboði HAB vegna endurnýjunar lagna en þar sér verktaki um röðun og frágang röranna í stæður samkvæmt verklagsreglu þar um.  Framkvæmdastjóri lagði fram útreikninga og tillögu að gjaldskrá kr. 13,15 kr.pr.kg.  Samþykkt.

 

Lánasamningur – bókun.

Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. Kt. 530697-2829, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að  fjárhæð allt að 35.000.000 kr. til 6 ára, með 5% breytilegum vöxtum, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til tækjakaupa vegna sorpurðunar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Hrefnu B. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 130864-3849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Sorpurðunar Vesturlands hf., að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru tíu sveitarfélög á Vesturlandi sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 3. mgr. 73. gr. sömu laga.

 

Jarðamarkaverkefni.

Rætt um þátttöku í jarðamarkaverkefni Búnaðarsamtaka Vesturlands og Landlína.  Samþykkt að taka þátt í verkefninu.

 

Starfsleyfi, bráðabirgðaákvæði

Rætt um bráðabirgðaákvæði í starfsleyfi sem kemur til framkvæmda 16. júlí 2009.  Einkum er átt við aðgerðir sem varða hauggas en gera skal viðeigandi ráðstafanir til að hafa stjórn á því hauggasi sem hugsanlega safnast fyrir á urðunarstaðnum og berst frá honum. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið áfram.

 

Fundargerðir:

a.        Verkefnisstjórn um auknga hagsmunagæslu ísl. Sveitarfélaga. 12.09.08

b.       Verkefnisstjórn 16.09.08

c.        Verkefnisstjórn 23.09.08

d.       Sameiginlegur fundur stjórnar sorpsamlaga 30.09.08

e.        Verkefnisstjórn 07.10.08

 

 

Önnur mál.

 

Umsögn Sambandsins um drög að gjaldskrá v. skilakerfa af aðstöðu fyrir móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum.

Lögð fram umsögn um drög að gjaldskrá fyrir afnot skilakerfa af aðstöðu fyrir móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum.  Sorpfyrirtæki á landinu hafa komið að upplýsingaöflun varðandi þetta mál.  Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir miklum vonbrigðum með framkomna tillögu því þær upphæðir sem lagðar eru til eru svo lágar að þær myndu aðeins dekka lítið brot af kostnaði sveitarfélaga vegna gámastæða fyrir rafeindaúrgang.  Stjórnarmenn tóku undir þetta sjónarmið og þykir undrun sæta hversu lág upphæð er sett fram frá stýrinefnd vegna raftækjaúrgangs.

 

Ársfundur Úrvinnslusjóðs.

Framkvæmdastjóri sagði frá ársfundi Úrvinnslusjóðs sem haldinn var 30. sept. og lagði fram skýrslu sjóðsins.

 

Móttaka sýktra fugla til urðunar í Fíflholtum.

Salmonella ræktaðist úr saursýnum sem tekin voru úr eldisfuglum á fuglabúi á Vesturlandi þann 15.09.08.  Matvælastofnun gaf leyfi til urðunar í Fíflholtum og voru þeir urðaðir á sérstöku svæði í Fíflholtum. 

 

  

Verkefni nema við Landbúnaðarháskóla Íslands sem tengist Fíflholtum.

Kynnt verkefni sem hugsanlega verður unnið í Fíflholtum af nema við Landbúnaðarháskóla Íslands.  Tekin verða jarðvegssýni frá urðunarsvæði að Norðlæk.  Hugmyndin er að mæla lífræna halogensambönd AOX. 

 

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. .

Fundarritari:  Hrefna B. Jónsdóttir.