64 – SSV stjórn

admin

64 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
 Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn
 26. ágúst 2008 kl. 10.   

 

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn 26. Ágúst 2008 kl. 10.  Mætt voru:  Sigríður Finsen, Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Ása Helgadóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Haraldur Helgason og Hrönn Ríkharðsdóttir.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Samgöngumál.
2. Aðalfundur SSV 18. sept. 2008
3. Evrópumál.
4. Menningarsamningur.
5. Svar Iðnaðarráðuneytis við fyrirspurn Sigríðar Finsen.
6. Málefni Vaxtarsamnings Vesturlands.  Páll Brynjarsson
7. Ástand og horfur atvinnumála á Vesturlandi í tengslum við efnahagsástand.
8. Netþjónabú
9. Umsagnir þingmála.
10. Fundargerðir
11. Önnur mál.


1. Samgöngumál.
Sigríður kynnt hugmynd um vinnu að framtíðarsýn í samgöngumálum á Vesturlandi og hvort SSV gæti staðið fyrir slíkri vinnu.  Einkum er rætt um styttingar á leiðum og bættar samgöngur milli landshluta.  Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson hafa fundað með fulltrúum frá Vergagerðinni sem hafa tekið vel í þetta verkefni.  Ólafi falið að vinna áfram að verkefninu.

 

2.  Aðalfundur SSV 18. sept. 2008
Farið yfir undirbúning fyrir aðalfundi sem haldinn verður að Laugum í Sælingsdal 18. sept. n.k.
Rætt um hvert þema fundarins getur orðið.  Farið var yfir drög að ályktunum.

 

3.  Evrópumál.
Opnir dagar
í Brussel verða haldnir dagana 6. – 9. október n.k.  FV, SSNV og SSV eru í samstarfi um framlag á þessum helsta viðburði sveitarstjórnarmanna í Evrópu.  Kynning verður á landshlutunum fyrir öðru sveitarstjórnarfólki í Evrópu.
Rætt um útgáfu og kynningu á skýrslu sem Reinhard Reynisson hefur unnið.  Formaður kom með þá tillögu að kynna verkefnið vel fyrir sveitarfélögum á svæðinu.  Vinna að verkefninu í vetur.  Taka svo málið upp aftur að vori og ákveða þá hvernig að framhaldinu verði staðið.

 


Byggðaráðstefna.
Í tengslum  við þátttöku á Open Days í Brussel er skilyrði að vera með heimaviðburð.  Ákveðið hefur verið að Sambandið, Byggðastofnun, Iðnaðarráðuneytið, Fjármálaráðuneytið og Samgönguráðuneytið haldi á haustdögum byggðaráðstefnu sem verður tengd heimaviðburði.

 

Átaksverkefni til að auka þátttöku sveitarfélaga í evrópskum samstarfsáætlunum.
Þann 3. júní sl. stóð Sambandið fyrir kynningarráðstefnu á samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.  Á fundi alþjóðanefndar Sambandsins 13. júní sl. var fjallað um átaksverkefni til að auka þátttöku sveitarfélaga í evrópskum samstarfsáætlunum.  Hugmyndir hafa verið kynntar á fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn var á Djúpavogi 18. júní en þar var lagt fram minnisblað frá Önnu G. Björnsdóttur hjá Sambandinu.  Ákveðið var að unnið var annað minnisblað sem lagt er fram hjá landshlutasamtökunum.  Minnisblað frá þeim fundi lagt fram.  Samþykkt að senda minnisblað landshlutasamtakanna til sveitarfélaganna á svæðinu.

 

4.  Menningarsamningur.
Kynnt vinna sem hafin er í tengslum endurnýjun menningarsamnings á Vesturlandi.  Farið fram á að framlag samnings fyrir Vesturland verði sambærileg við þá samninga sem gerðir hafa verið við önnur menningarráð á landinu.  Skýrsla, sem unnin hefur verið af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst, að beiðni Menningarráðs Vesturlands, hefur verið send öllum sveitarfélögum á Vesturlandi.  Í henni koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar sem gagnast við endurnýjun samningsins.

 

5.  Svar Iðnaðarráðuneytis við fyrirspurn Sigríðar Finsen.
Rætt var um styrki menntamálaráðuneytis til mótvægisaðgerða vegna tímabundins aflasamdráttar sem úthlutað var 11. júlí sl.  Stjórn SSV lýsti yfir vonbrigðum sínum með rýran hlut Vesturlands í úthlutunum.

 

6.  Málefni Vaxtarsamnings Vesturlands.  Páll Brynjarsson
Páll Brynjarsson fór yfir verkefnastöðu vaxtarsamningsins Vesturlands. 

 

7.  Ástand og horfur atvinnumála á Vesturlandi í tengslum við efnahagsástand.
Miklar umræður urðu um stöðu efnahagsmála á Vesturlandi í tengslum við núverandi efnahagsástand.   Vaxandi fyrirspurnir hafa borist inn til Atvinnuráðgjafar frá fyrirtækjum sem vantar aðstoð.

 

8.  Netþjónabú
Ólafur kynnti niðurstöðu skýrslu sem unnin hefur verið fyrir og var Borgarbyggð inni í þeirri úttekt.   Nokkur umræða varð um netþjónabú.

 

9.  Umsagnir þingmála.
Mannvirkjalög og Skipulagslög.  Hrefnu falið að ítreka fyrri umsögn til Alþingis. Einkum að ítreka sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga.

 

10 Fundargerðir
Verkefnisstjórn um aukna hagsmnagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 2.06.08
Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 12.02.08
Símenntun 30.04 2008.

 

Önnur mál.
Aðalfundir landshlutasamtaka

Aðalfundir landshlutasamtakanna í Norðvesturkjördæmi verða FV 5. 09.08. SSNV 19.09.08

 

Magntölur sorps til urðunar í Fíflholtum.
Í lok júlímánaðar í ár hafa komið til urðunar í Fíflholt 6.105 tonn.  Á sama tíma í fyrra höfðu borist  6730 tonn.  Er þetta um 10% samdráttur sorpsmagns til urðunar á fyrstu 7 mánuðum ársins. 

 

CEMR í Malmö
Allsherjaring Evrópusamtaka sveitarfélaga verður haldið í Málmey í Svíþjóð dagana 22. – 24. apríl 2009.  Lagt fram.

 

Boðun fulltrúa Byggðastofnunar á stjórnarfundi SSV samkvæmt ákv. samnings.
Setja verður upp dagská m.t.t. þessa.

 

Ólafur fór yfir verkefnaumsóknir til Byggðstofnunar og sagði hlut SSV ásættanlegan.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.