63 – SSV stjórn

admin

63 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
 Stjórnarfundur verður haldinn í Bæjarþingsalnum á Akranesi mánudaginn 9. júní 2008 kl. 10.   

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 9. júní 2008 kl. 10 í Bæjarþingsalnum á Akranesi.  Mætt voru:  Sigríður Finsen, Páll Brynjarsson, Haraldur Helgason, Hrönn Ríkharðsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Ása Helgadóttir, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Reinhard Reynisson kom inn á fundinn undir lið 4.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:
1. Skotlandsferð
2. Frumkvöðladagurinn 6. mai, haldinn í Landnámssetrinu.
3. Nýsköpun á Vesturlandi.
4. Evrópumál.
5. Skýrsla vegna Netþjónabúa
6. Vesturlandsstofa
7. Umsagnir þingmála.
8. Fundargerðir
9. Önnur mál.

 

1. Skotlandsferð.
Formaður þakkaði þeim fundarmönnum sem voru þátttakendur í Skotlandsferð þann 18. – 22. mai sl. fyrir ánægjulega samveru.  Allir voru sammála um að mjög vel hefði til tekist enda hafa margir sent þakkir fyrir gott skipulag en það var starfsmaður Highland and Islands Enterprise sem lagi fram drög að dagskrá ferðarinnar og framkvæmdastjórinn, Calum Davisson, fylgdi hópnum á meðan á ferðinni stóð. 

 

2. Frumkvöðladagurinn 6. mai, haldinn í Landnámssetrinu.
Frumkvöðladagurinn var haldinn 6. mai. sl. í Landnámssetrinu í Borgarnesi.  Alls voru 18 aðilar tilnefndir og var niðurstaða valnefndar sú að Vör, sjávarrannsóknarsetur, var útnefnt sem   frumkvöðull Vesturlands árið 2007.  Vör var stofnaði í mai 2006 og hefur að markmið að efla rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar.  Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt á Frumkvöðladeginum.

 

3. Nýsköpun á Vesturlandi.
Ólafur Sveinsson kynnti hugmynd að verkefni sem Símenntunarmiðstöðin, Vinnumarkaðsráð, SSV – þróun og ráðgjöf og Vaxtarsamningur Vesturlands hafa skoðað og gengur út á að fara út í sameiginlegt verkefni sem hefur það að markmiði að efla nýsköpun á Vesturalndi með ýmsum markvissum aðgerðum.  Ólafur sagði verkefnið ekki fullmótað og ekki útilokað að fleiri aðilar komi að því á seinni stigum.

 

4 Evrópumál.
Kynning – ,,Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu“
Reinhard Reynisson kom á fundinn og kynnti mastersverkefni sitt við Háskólann á Bifröst, ,,Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu“.  Hann fór yfir greinargerð um möguleika og tækifæri Vesturlands sem svæðis til þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu.

 

Opnir dagar í Brussel
Ólafur og Hrefna sögðu frá stöðu undirbúningsvinnu að Opnum dögum í Brussel í október nk.  Verkefnið er samstarfsverkefni  SSV, FV og SSNV og hefur Anna Margrét Guðjónsdóttir, starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel verið tengiliður verkefnisins.

Sigríður Finsen sagði frá fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir og haldinn var þriðjudaginn 3. júní en þar voru kynntar áætlanir Evrópusambandsins og sóknarfæri fyrir sveitarfélög, landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög.


5    Skýrsla vegna Netþjónabúa
Lögð fram skýrsla vegna Netþjónabús.

 

6      Vesturlandsstofa.
Þann 5. mai sl. undirrituðu fulltrúar SSV, Ferðamálasamtaka Vesturlands og All Senses Group stofnsamning Vesturalndsstofu ehf.  Stjórn hefur verið skipuð og var það samþykkt að Helga Ágústsdóttir yrði aðalfulltrúi SSV í stjórn og Magnús Þór Hafsteinsson til vara. 


7.    Umsagnir þingmála.
a. Frumvarp til laga um stimpilgjald.
b. Frumvarp til laga um tekjuskatt.
c. Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.
d. Frumvarp til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum.
e. Frumvarp til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. Kafla I. Viðauka við EES-samninginn
f. Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði.
g. Frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu o.fl., 553. mál., leyfisveitingarvald til Orkustofnunar.
h. Frumvarp til laga um fiskeldi.
i. Frumvarp til laga um Fiskræktarsjóð.
j. Frumvarp til laga um flutning stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu.
k. Tillaga til þingsályktunar um viðauka við fjögurra ára samgönguáætlun 2007 – 2010. Flýting framkvæmda.
l. Frumvarp til laga um Bjargráðastjóð, 587 mál. brottfall laganna.
m. Tillaga til þingsályktunar um yfirtöku ríkisins á Speli ehf og niðurfellingu veggjald um Hvalfjarðargöng.

Lagt fram til kynningar

 

8     Fundargerðir
Fundargerð verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum 9. mai 2008.

 

9     Önnur mál.
Tónlistarnám á framhaldsskólastigi.
Lagt fram erindi frá Guðbjörgu Björnsdóttur, íbúa í Dalabyggð, en hún hvetur SSV að halda vöku sinni í baráttu sinni fyrir tónlistarnámi á framhaldsskólastigi.
 
Útboð urðunarreinar nr. 4 í Fíflholtum.
Fram lagt niðurstaða útboðs vegna framkvæmda við urðunarrein nr. 4 í Fíflholtum.

 

Sérákvæði – Verkalýðsfélag Akraness og Bæjarráð Akraneskaupstaðar – Svar
Lagt fram.

 

Hollandsferð – Páll S. Brynjarsson
Páll S. Brynjarsson sagði frá ferð til Hollands vegna LILLA verkefnis sem SSV, þróun og ráðgjöf og Símenntunarmiðstöðin eru aðilar að.  Páll fór sem fulltrúi frá SSV og sagði Páll frá fundinum sem hann sat.  
Borgarbyggð hefur ákveðið að gera úttekt á háhraðatengingum í sveitarfélaginu.  Páll sagði að ákveðið hefði verið að leita til atvinnuráðgjafar varðandi verkefnið og hvort ætti að vinna þetta fyrir Vesturland í heild.

 

Menningarráð Vesturlands.
Þingmönnum Vesturlandskjördæmis og Menntamálaráðuneytinu hefur verið sent erindi hvað varðar endurnýjun menningarsamnings á Vesturlandi.  Erindið lagt fram í fundargögnum.  Einnig kynnt nýunnin skýrsla sem Jón Rúnar Sveinsson hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst hefur unnið fyrir Menningarráð Vesturlands ,,Menningarstyrkir og menningarstarfsemi á Vesturlandi 2005 – 2008.

 

Úthlutun vegna mótvægisaðgerða.
Ólafur fór yfir úthlutanir Byggðastofnunar vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar.  22 umsóknir bárust frá Vesturlandi og sótt var um 123.350.000.  Úthlutað var 23.750.000 kr.  Frekri upplýsingar eru á heimasíðu Byggðastofnunar.
http://www.byggdastofnun.is/news/sextiu_og_niu_styrkir_veittir/

 

Akraneskaupstað þakkað fyrir fundaraðstöðu og veitingar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.