21 – SSV samgöngunefnd
F U N D A R G E R Ð
Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV föstudaginn 7. mars 2008
kl. 16 á Hótel Hamri.
Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV föstudaginn 7. mars 2008 kl. 16 á Hótel Hamri. Mætt voru: Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Gunnólfur Lárusson, Finnbogi Leifsson, Sigríður Jónsdóttir og Kristinn Jónasson. Einnig sátu fundinn Sigríður Finsen, formaður SSV, Magnús Valur Jóhannsson og Hrefna B. Jónsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð. Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.
Davíð Pétursson setti fund sem aldursforseti nefndarinnar. Hann gekk beint til dagskrár og kallaði eftir tilnefningum til formanns nefndarinnar. Kristinn stakk upp á Davíð Péturssyni og var það samþykkt.
Ályktanir stjórnar SSV.
Ályktanir stjórnar SSV varðandi samgöngumál og afnám notendagjalda í Hvalfjarðargöng. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða varðandi kostun Vaðlaheiðarganga en nokkuð var rætt um mismunun vegfaranda sem aka um göng á landinu.
Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur.
Tekið fyrir erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Kúludalsá. Málið rætt við Magnús Val Jóhannsson umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Verið er að vinna að skoða mögulegar lausnir málsins.
Magnús Valur Jóhannsson segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
Magnús Valur lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir á árinu 2008. Flýtiframkvæmdir koma til á Fróðárheiði en það verk verðuð boðið út í apríl í stað ársins 2010. Rætt um bundið slitlag á einbreiða vegi og öryggisstaðla. Rætt um staðsetningu Snæfellsnesvegar um Borgarnes. Fram kom að talsverð óánægja er með fyrirhugaða færslu þjóðvegarins norður fyrir Borg, bæði meðal íbúa Borgarbyggðar vestan Borgarness og Snæfellinga. Þjónustuleiðir lengjast á svæðinu og fyrir íbúa sem búa vestan Borgarness lengir þetta leiðina.
Magnús sagði að vinna að athugun á Grunnafjarðarleið væri komin í gang hjá Vegagerðinni.
Rætt um Sundabraut og hversu áberandi hefur verið í umræðunni framkvæmdin Reykjavíkurmegin, þ.e. 1. Áfangi, en næsta lítil umræða verið um 2. Áfanga og álítur nefndin æskilegt að nánari umræða fari fram um hann, einkum þverun Kollafjarðar og aðliggjandi vegleiða. Rætt um breikkun hringvegar um Kjalarnes og upp í Borgarfjörð, mögulegar útfærslur eins og 2+2 og 2+1.
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með þingmönnum NV kjördæmisins og athuga með möguleika þess að fá samgönguráðherra með á þann fund. Einnig rætt um að fá fund með verkfræðingum og/eða ráðgjöfum Vegagerðarinnar og ræða framkvæmdastöðu Sundabrautar.
Önnur mál.
Erindi frá Steinari Berg og Þorsteini Þorsteinssyni.
Lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á mikilvægi þess fyrir Vesturland að bundið slitlag verði sem allra fyrst lagt á veginn um sunnanverðan Lundareykjadal og röksemdir þar um eins og: betri vegur, dreifing umferðarþunga, tengileið milli landshluta sem er mikilvæg m.t.t. ferðaþjónustu og bætt búsetuskilyrði.
Erindi frá Guðlaugi Óskarssyni.
Lagt fram erindi frá Guðlaugi Óskarssyni þar sem óskað er eftir því að hið bráðasta verði gerð afrein af þjóðvegi nr. 1 við Seleyri, sunnanmegin.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.