47 – Sorpurðun Vesturlands

admin

47 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  á

Hótel Hamri, föstudaginn 7.mars 2008 kl. 11.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 7. mars 2008 kl. 11.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Magnús Ingi Bæringsson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Gunnólfur Lárusson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.        Undirbúningur aðalfundar.

2.        Borgarnes Kjötvörur – nauðasamningabeiðni.

3.        Sameiginleg svæðisáætlun – tillögur verkefnisstjórnar.

4.        Fíflholt – rekstur – ný urðunarrein – lokun á samningi við Gámaþjónustuna.

5.        Samstarfssamningur sorpfyrirtækjanna um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs

6.        Frumvarp til laga:

7.        Fundargerðir:

8.        Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Undirbúningur aðalfundar.

Farið yfir atriði sem taka þarf fyrir á aðalfundi.

 

Borgarnes Kjötvörur – nauðasamningabeiðni.

Nauðasamningabeiðni rædd.  Kristni Hallgrímssyni lögmanni hefur verið falið að sjá um innheimtu og erindi sem varða nauðasamningabeiðni félagisins.

 

Sameiginleg svæðisáætlun – tillögur verkefnisstjórnar.

Tillaga verkefnisstjórnar, sem samþykkt var af stjórn SV 21.01. sl. rædd.  Tillagan var send hluthöfum SV til samþykktar í framhaldinu.  Formlegt jákvætt svar hefur borist frá 5 sveitarfélögum.  Tveir kynningarfundir verið haldnir.  Annars vegar á Snæfellsnesi og hins vegar fyrir Bæjarráði Akraneskaupstaðar. Í framhaldi erindisins var sett upp hvernig kostnaðaraðild sveitarfélaganna snýr að verkefninu.

 

Fíflholt – rekstur – ný urðunarrein – lokun á samningi við Gámaþjónustuna.

Ekki hefur enn verið unnt að gera lokaúttekt á svæðinu í Fíflholtum með fulltrúum Gámaþjónustunnar vegna snjóa.  Rekstur hefur farið vel af stað.  Teikningar að nýrri urðunarrein liggja fyrir.

 

 

 

Samstarfssamningur sorpfyrirtækjanna um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Lagður fram samstarfssamningur milli SV, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. sem undirritaður var 12. febrúar sl. með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna. 

Stjórn gaf samþykkir sitt fyrir samningnum. 

 

Frumvarp til laga:

Umsögn – frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 327. mál, EES reglur, rafeindatækjaúrgangur.

Lögð fram umsögn um frumvarp til laga um meðöndlun úrgangs, 327. mál sem unnið hefur verið innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Samþykkt að taka undir þá umsögn sem unnin hefur verið innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Samþykkt að leggja verulega áherslu á aukna hlutdeild sveitarfélaganna innan stjórnar Úrvinnslusjóðs.

Framkvæmdastjóra falið að skoða málið nánar og senda umsögnina til stjórnarmanna sem geta þá gert við hana atugasemd.

 

Fundargerðir:

Verkefnisstjórn um aukna hagsmnagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 18.02.08.

Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 12.02.08

 

Önnur mál.

Engin.

 

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir