60 – SSV stjórn

admin

60 – SSV stjórn

F U N D A R G E Ð

 

 Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV mánudaginn 10. desember kl. 11 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn 10. september 2007 kl. 11 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Dagkskrá fundarins er eftirfarandi:

1.                   Samgöngumál

a.        Fundur með samgönguráðherra 1.11.07

2.                   Opnir dagar í Brussel.  Verkefni Vesturlands

3.                   Ferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands.

4.                   Menningarráð.

5.                   Málefni atvinnuráðgjafar

a.        Skoðanakönnun

b.        Vaxtarsamningur

c.        Samningur við Byggðastofnun.

6.                   Fundaplan.

7.                   Umsagnir þingmála.

8.                   Fundargerðir

a.        Sorpurðun Vesturlands 20.11.07.

b.        Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Vesturlands 13.11.07.

c.        Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands

9.                   Önnur mál.

a.        Samgönguráðuneytið:  Móttaka staðfest á erindi SSV þar sem mótmælt er frestun við Sundabraut.  Samgönguráðuneytið óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið.

b.        Snorraverkefnið.

 

Mættir voru:  Sigríður Finsen, Haraldur Helgason, Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Ása Helgadóttir, Hrönn Ríksharðsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Samgöngumál

Fundur með samgönguráðherra 1.11.07

Formaður gerði grein fyrir fundi samgönguráðherra, Kristjani Möller, 1. nóvember sl.

 

Páll sagði frá fundi sem sveitarfélögin á sunnanverðu Vesturlandi héldu á Akranesi í síðustu viku og ræddu  byggðamál.

Nokkrar umræður urðu um samgöngumál.  Hvalfjarðargöng verða 10 ára á næsta ári. 

 

2.  Opnir dagar í Brussel.  Verkefni Vesturlands

Fulltrúar stjórnar sögðu frá ferð sinni á Opna daga í Brussel 8. – 11. október sl.  Heimild veitt til að gera samning við Reinhard Reinhardsson, mastersnema á Bifröst um að vinna verkefnið og verður verkefninu lokið á vordögum. 

 

3.  Ferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands.

Samþykkt að dagsetja ferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands og kynna sér þar sveitarstjórnar- og byggðamál.  Starfsmönnum SSV falið að gera drög að dagskrá og tímasetningu.

 

4.  Menningarráð.

Samþykkt að Kristjana Hermannsdóttir taki sæti SSV í Menningarráði Vesturlands.

 

5.  Málefni atvinnuráðgjafar

Skoðanakönnun

Unnið er að skoðanakönnun á vegum SSV.  Úrtak er 1480 manns.

 

Vaxtarsamningur

Páll Brynjarsson, formaður vaxtarsamningsins, fór yfir stöðu verkefnisins.

 

Samningur við Byggðastofnun.

Ólafur Sveinsson sagði frá stöðu samningaviðræðna við Byggðastofnun en samningar eru lausir um áramót.  Fundur verður haldinn í vikunni.  Útlit er fyrir að verðandi samningur verði á svipuðum nótum og fyrri samningur nema að útbúinn verður verkefnapottur sem atvinnuþróunarfélögin hafa tök á að sækja um fjármagn til valinna verkefna.

 

Markaðsstofa Vesturlands

Lögð fram drög að viðskiptaáætlun fyrir Markaðsstofu Vesturlands.  Gert er ráð fyrir því að SSV niðurfæri sitt hlutafé um 90% og lagðar verði 2 millj. kr. inn til nýs hlutafjár sem verðir þá hluti fjármagns til Vaxtarsamnings.  Stjórn samþykkti þetta að því gefnu að önnur fjármögnun gangi eftir.

 

Sjávarbyggðir á Vesturlandi.

Lagt fram bréf frá Vífli Karlssyni þar sem hann áréttar ólíka niðurstöðu skýrslunnar varðandi aflasamdrátt á fjárhag sveitarfélaga.  Niðurstaða Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands spáir mun minni neikvæðum áhrifum á 30% skerðingu þorskkvótans.  Rekja má þennan mun einkum til tveggja þátta.  Í fyrsta lagi er töluverður munur á forsendum sem gefnar eru og þá hvað niðurstöður þeirra segja.  Í öðru lagi er veruleg tölfræðileg óvissa í gögnunum sem lágu til grundvallar spálíkanagerðunum báðum.  Hvorug niðurstaðan er því röng.

 

Netjónabú.

Ólafur Sveinsson kynnti undirbúningsvinnu vegna staðarval fyrir netþjónabú á Vesturlandi.

 

Fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga á Vesturlandi.

Vífill Karlsson sendi út fyrir skömmu spurningarlista til sveitarfélaga á Vesturlandi í þeim tilgangi að kanna hvernig þeim gengi að koma saman fjárhagsáætlun.  Vífill kom inn á fundinn og kynnti verkefnið.  Sigríður þakkaði Vífli fyrir komuna á fundinn.

 

6.  Fundaplan.

Lagt fram fundaplan fyrir árið 2008.

4. feb., 14. april, 9. júní, 25. ágúst, 17. sept., 18. sept. aðalfundur haldinn í Dalabyggð., 27. okt. og 15. des.

 

7. Umsagnir þingmála.

a.        Tillaga til þingsályktunar um skattaívilnanir vegna rannsókna- og þróunarverkefna.

b.        Frumvarp til laga um tekjuskatt, 15. mál, sérstakur viðbótarpersónuafsl.

c.        Frumvarp til raforkulaga, 129. mál, neyðarsamstarf og fjárhæð eftirlitsgjalds.

d.        Tillaga til þingsályktunar um aukinn þorskafla á fiskveiðiárinu 2007/2008.

e.        Tillaga til þingsályktunar um markaðsvæðingu samfélagsþjónustu.

f.         Frumvarp til laga um íslenska táknmálið.

g.        Frumvarp til laga um lagaákvæði um almenningssamgöngur, 23. mál, endurgreiðslu virðisaukaskatts og olíugjald.

h.        Tillaga til þingsályktunar um heilsársveg yfir Kjöl.

i.         Frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði.

j.         Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum um húsafriðun.

k.        Frumvarp til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

l.         Frumvarp til laga um skipan ferðamála.

m.      Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

n.        Frumvarp til laga um olíugjald og kílómetragjald 4. mál.

o.        Frumvarp til laga um kjararáð, 237. mál.

p.        Frumvarp til raforkulaga, 43. mál, aðgengilegir orkusölusamningar

q.        Tillaga til þingsályktunar um tekjutap hafnarsjóða, 39. mál..

 

8. Fundargerðir framlagaðar:

Sorpurðun Vesturlands 20.11.07.

Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Vesturlands 13.11.07.  Stjórn vaxtarsamnings 22.11.07.

Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands

 

Önnur mál.

Samgönguráðuneytið:  Móttaka staðfest á erindi SSV þar sem mótmælt er frestun við Sundabraut.  Samgönguráðuneytið óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar um málið.

 

Alþjóðanefnd sambands íslenskra sveitarfélaga:  Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV hefur verið skipuð í Alþjóðanefnd Samands íslenskra sveitarfélaga.

 

Snorraverkefnið

Hafnað.

 

Skipun í Svæðisráð um málefni fatlaðra á Vesturlandi.

Sú breyting hefur orðið á að Hrefna B. Jónsdóttir, hefur tekið sæti Hjördísar Hjart

ardóttur í Svæðisráði um málefni fatlaðra á Vesturlandi.  Guðrún Fjeldsted til vara.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.