45 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn
á skrifstofu SSV þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17:00
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn 20. nóvember 2007 kl. 17. Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður, Kristinn Jónasson, Magnús Ingi Bæringsson, Sæmundur Víglundsson, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Undirbúningur rekstrar í Fíflholtum.
a. starfsmannamál.
b. tækjakostur.
2. Skoðunarferð 28. – 31.október 2007.
3. Niðurstöður verkefnisstjórnar sorpfyrirtækjanna.
4. Skýrslur UMÍS
a. Grunnvatnsstaða og rennsli
5. Fundargerðir verkefnisstjórnar
a. 16.08. – 23.08. – 01.10 – 12.11. –árið 2007.
6. Önnur mál.
Formaður setti fund, bauð fundramenn velkomna og gekk til dagskrár.
Undirbúningur rekstrar í Fíflholtum.
Formaður og framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning að starfsemi í Fíflholtum, starfsmannamál, tækjamál o.fl.
Skoðunarferð 28. – 31.október 2007.
Kristinn og Hrefna sögðu frá ferð fulltrúa frá stjórnum sorpfyrirtækjanna sem standa að verkefnisstjórn um úrgangsmál til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar dagana 28. – 31. október sl. Heimsóttar voru brennslustöðvar og jarðgerðarstöð.
Niðurstöður verkefnisstjórnar sorpfyrirtækjanna.
Lagðar fram niðurstöður verkefnisstjórnar um framtíðarlausnir í úrgangslausnum sem verkefnisstjórn skilaði af sér 12. nóvember sl.
Skýrslur UMÍS
Lögð fram skýrsla UMÍS um mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli frá 9. okt. sl.
Fundargerðir verkefnisstjórnar
Lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar frá 1.10 og 12.11. 2007.
Önnur mál.
Magnús Ingi sagði frá verkefni Stykkishólmsbæjar og Íslenska gámafélagsins sem gert hafa með sér samkomulag um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu.
Framkvæmdastjóra falið að ítreka að VST taki að sér úttekt, í samvinnu við verktaka, á urðunarsvæði Fíflholta sem þarf að vera lokið um áramót, eða þegar Sorpurðun tekur við rekstri af verktaka.
Framkvæmdastjóra falið að ítreka við VST að vinna við undirbúning á nýrri urðunarrein hefjist sem fyrst.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.